Garnacho vill ekki til Arabíu - Bayern gæti reynt við Trossard - Ferguson hefur gert munnlegt samkomulag við Roma
Höskuldur: Verður allt annar leikur hér á Kópavogsvelli
„Búnir að fá æfingu í því í 11 leikjum af 14"
Skoraði sitt fyrsta mark á ferlinum með skoti fyrir aftan miðju
Siggi Hall: Þeir brotnuðu og við gengum á lagið
Haddi eftir 5-0 tap: Svekktir fyrsta klukkutímann á leiðinni heim
Björn Daníel skaut á „gömlu kallana“ í Stúkunni - „Aldrei spilað á svona góðu grasi“
Kjartan Henry: Hlakka til að horfa á leikinn aftur
Gústi Gylfa: Eins og Þorgrímur Þráins sagði, varnarleikur vinnur leiki
„Örugglega það besta sem ég hef séð frá honum síðan ég kom"
Rúnar: Ætlum ekki að fara grenja yfir því að hafa tapað
Partí á Ísafirði í kvöld - „Vonandi sletta þeir aðeins úr klaufunum"
Alli Jói: Pabbi hringdi í mig og skammaði mig eftir leik
Fyrsta tap ÍR: „Helvíti gróft ef að eitt tap í tólf leikjum sitji þungt í mönnum"
Hemmi fékk góða afmælisgjöf: „Hún gat ekki verið betri"
Reynir Freyr: Gefur okkur mikið að fá Jón Daða
Gunnar Guðmunds: Við erum búnir að fá okkur alltof mörg mörk úr föstum leikatriðum
Árni Freyr: Andleysi leikmanna í hámarki
Jakob Gunnar spilaði sinn síðasta leik fyrir Þróttara: Vildi spila meira
Ingi Rafn: Fyrri hálfleikurinn skóp þennan sigur
Mark tekið af Keflavík vegna rangstöðu: „Bara óskiljanlegt"
   mán 23. júní 2025 23:18
Sölvi Haraldsson
Túfa um Patrick Pedersen: Hann þarf að hlusta meira á mig
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Ég er mjög stoltur af liðinu að vinna leikinn. Orkustigið var mjög hátt og einbeitingin allan leikinn. Allir sem einn. Það er eitthvað sem við erum að vinna að eftir að ég tók við liðinu. Sérstaklega eftir síðasta tímabil. Núna er verkefnið að halda því áfram. Við ætlum að leggja allt í sölurnar að halda því áfram í næstu leikjum.“ sagði Srdjan Tufegdzic, þjálfari Vals, eftir 6-1 sigur á KR í dag.

Lestu um leikinn: Valur 6 -  1 KR

Það kom kafli í seinni hálfleiknum þar sem KR tók yfir leikinn og voru að hóta því að jafna leikinn sem þeim tókst ekki.

„Þegar þú spilar á móti KR þarftu að vita að það kemur alltaf kafli í leikjum þar sem þeir eru að reyna að ná stjórn á boltanum. Það kemur ekki mikið neitt að óvart. Aðalmálið er að þegar þú lendir í þessum kafla er að halda haus sem mér fannst við gera frábærlega til enda.“

KR fékk umdeilda vítaspyrnu í fyrri hálfleik en hvað finnst Túfa um þann dóm?

„Ég er ekki búinn að sjá þetta aftur og ég er ekki þjálfari sem fer í dómgæsluna eftir leiki alveg sama þótt að leikurinn tapast eða vinnst. Ég er mjög ánægður með leikinn og þetta er besta frammistaðan hjá okkur í sumar. Ekki bara því við skorum 6 mörk því þetta var mjög stabíl frammistaða frá upphafi til enda.“

Það kom upp atvik í seinni hálfleiknum rétt áður en Patrick Pedersen skoraði en þá vildi Túfa taka hann útaf en fékk það ekki og var ekki sáttur við fjórða dómarann að hann leyfði það ekki strax. Nokkrum sekúndum síðar skoraði Patrick að sjálfsögðu.

„Ég vil alltaf halda Patrick Pedersen inn á. Hann þarf að hlusta aðeins meira á mig. Ég vildi að hann tæki nokkrar mínútur í viðbót en hann bað um skiptingu og það kom smá misskilningur milli okkar og fjórða dómarans. Sem betur fer fær Patrick mark sem er uppskeran fyrir vinnuna sem hann lagði inn í dag.“

Sigurður Egill var í dag að jafna leikjafjölda Hauk Páls, aðstoðarþjálfara Vals í dag, yfir leiki spilaða í efstu deild með Val.

„Ég er mjög stoltur af honum. Þú verður að fá hann í viðtal, ég innilega vona það. Hann jafnaði Hauk Pál sem er aðstoðarþjálfari í dag og leikmaður sem er með jafn marga leiki. Við erum bara að tala um leiki í efstu deild en ef við söfnum þessu saman eru þetta yfir 400 leikir. Það segir ekki bara til um hvað Sigurður, Haukur og fleiri menn eru góðir í fótbolta að ná þessum áfanga heldur segir það hvernig persónuleika þeir eru með. Þegar þeir ná að vera svona lengi í einum klúbbi eins og Val. Þeir eru að halda áfram að skila mjög góðu starfi fyrir Val.“

Viðtalið við Túfa má finna í heild sinni í spilaranum hér að ofan.
Besta-deild karla
Lið L U J T Mörk mun Stig
1.    Víkingur R. 14 9 3 2 26 - 14 +12 30
2.    Valur 14 8 3 3 37 - 19 +18 27
3.    Breiðablik 14 8 3 3 26 - 20 +6 27
4.    Fram 14 7 1 6 22 - 18 +4 22
5.    Stjarnan 14 6 3 5 25 - 25 0 21
6.    Vestri 14 6 1 7 13 - 13 0 19
7.    FH 15 5 3 7 25 - 20 +5 18
8.    Afturelding 14 5 3 6 17 - 19 -2 18
9.    KR 14 4 4 6 35 - 36 -1 16
10.    ÍBV 14 4 3 7 13 - 21 -8 15
11.    KA 15 4 3 8 14 - 31 -17 15
12.    ÍA 14 4 0 10 15 - 32 -17 12
Athugasemdir
banner