Færist nær því að yfirgefa Man Utd - Barca ætlar að kaupa Rashford - Newcastle hefur áhuga á Ederson
Hlín Eiríks: Kíktum í balletkennslu í gær í staðinn fyrir æfingu
Steini: Hún er bara orðin gömul og þreytt
Thelma Karen: Gærdagurinn eitt mesta bull sem ég hef lent í á ævinni
Emilía Kiær: Geggjaður bónus að geta fengið sitt fyrsta landsliðsmark
Birnir Snær: Það er alvöru framleiðsla í Garðabænum
Sjáðu það helsta úr ítalska: Napoli fór á toppinn og Albert skoraði
Sjáðu það helsta úr spænska: Real Madrid vann El Clasico
Ragnar Bragi: Sýnir að klúbbnum sé alvara
Heimir setur titlasöfnun til hliðar: Núna er að búa til eitthvað
Jökull: Endar ekki í efstu þremur nema hafa unnið fyrir því
Örvar tvöfaldaði markafjölda sinn: Ég var óheppinn þá
Höskuldur: Hefur verið geðshræringavika
Ólafur Ingi: Eins og þú sérð þá er þetta frábært lið
Pablo Punyed um framtíðina: Það kemur í ljós
Matti Villa: Geggjaður endir á frábæru tímabili og mínum ferli
Sölvi um Pablo og Matta Villa: Þetta eru algjörir sigurvegarar
Túfa um Val: Miðað við allt sem ég er búinn að gera á ég þetta ekki skilið
Aron Sig stendur við ummæli sín: Sjá allir að við erum að fara taka yfir
Elmar Atli sár og svekktur: Að taka þessa ákvörðun í þessari stöðu er óskiljanlegt
Var afskaplega drjúgur fyrir KR í úrslitaleikjunum
   mán 23. júní 2025 23:18
Sölvi Haraldsson
Túfa um Patrick Pedersen: Hann þarf að hlusta meira á mig
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Ég er mjög stoltur af liðinu að vinna leikinn. Orkustigið var mjög hátt og einbeitingin allan leikinn. Allir sem einn. Það er eitthvað sem við erum að vinna að eftir að ég tók við liðinu. Sérstaklega eftir síðasta tímabil. Núna er verkefnið að halda því áfram. Við ætlum að leggja allt í sölurnar að halda því áfram í næstu leikjum.“ sagði Srdjan Tufegdzic, þjálfari Vals, eftir 6-1 sigur á KR í dag.

Lestu um leikinn: Valur 6 -  1 KR

Það kom kafli í seinni hálfleiknum þar sem KR tók yfir leikinn og voru að hóta því að jafna leikinn sem þeim tókst ekki.

„Þegar þú spilar á móti KR þarftu að vita að það kemur alltaf kafli í leikjum þar sem þeir eru að reyna að ná stjórn á boltanum. Það kemur ekki mikið neitt að óvart. Aðalmálið er að þegar þú lendir í þessum kafla er að halda haus sem mér fannst við gera frábærlega til enda.“

KR fékk umdeilda vítaspyrnu í fyrri hálfleik en hvað finnst Túfa um þann dóm?

„Ég er ekki búinn að sjá þetta aftur og ég er ekki þjálfari sem fer í dómgæsluna eftir leiki alveg sama þótt að leikurinn tapast eða vinnst. Ég er mjög ánægður með leikinn og þetta er besta frammistaðan hjá okkur í sumar. Ekki bara því við skorum 6 mörk því þetta var mjög stabíl frammistaða frá upphafi til enda.“

Það kom upp atvik í seinni hálfleiknum rétt áður en Patrick Pedersen skoraði en þá vildi Túfa taka hann útaf en fékk það ekki og var ekki sáttur við fjórða dómarann að hann leyfði það ekki strax. Nokkrum sekúndum síðar skoraði Patrick að sjálfsögðu.

„Ég vil alltaf halda Patrick Pedersen inn á. Hann þarf að hlusta aðeins meira á mig. Ég vildi að hann tæki nokkrar mínútur í viðbót en hann bað um skiptingu og það kom smá misskilningur milli okkar og fjórða dómarans. Sem betur fer fær Patrick mark sem er uppskeran fyrir vinnuna sem hann lagði inn í dag.“

Sigurður Egill var í dag að jafna leikjafjölda Hauk Páls, aðstoðarþjálfara Vals í dag, yfir leiki spilaða í efstu deild með Val.

„Ég er mjög stoltur af honum. Þú verður að fá hann í viðtal, ég innilega vona það. Hann jafnaði Hauk Pál sem er aðstoðarþjálfari í dag og leikmaður sem er með jafn marga leiki. Við erum bara að tala um leiki í efstu deild en ef við söfnum þessu saman eru þetta yfir 400 leikir. Það segir ekki bara til um hvað Sigurður, Haukur og fleiri menn eru góðir í fótbolta að ná þessum áfanga heldur segir það hvernig persónuleika þeir eru með. Þegar þeir ná að vera svona lengi í einum klúbbi eins og Val. Þeir eru að halda áfram að skila mjög góðu starfi fyrir Val.“

Viðtalið við Túfa má finna í heild sinni í spilaranum hér að ofan.
Besta-deild karla
Lið L U J T Mörk mun Stig
1.    Víkingur R. 22 12 6 4 47 - 27 +20 42
2.    Valur 22 12 4 6 53 - 35 +18 40
3.    Stjarnan 22 12 4 6 43 - 35 +8 40
4.    Breiðablik 22 9 7 6 37 - 35 +2 34
5.    FH 22 8 6 8 41 - 35 +6 30
6.    Fram 22 8 5 9 32 - 31 +1 29
7.    ÍBV 22 8 5 9 24 - 28 -4 29
8.    KA 22 8 5 9 29 - 39 -10 29
9.    Vestri 22 8 3 11 23 - 28 -5 27
10.    KR 22 6 6 10 42 - 51 -9 24
11.    ÍA 22 7 1 14 26 - 43 -17 22
12.    Afturelding 22 5 6 11 29 - 39 -10 21
Athugasemdir
banner
banner