Liverpool og Barcelona hafa áhuga á Alvarez - Bilic gæti tekið við West Ham - Man Utd ætlar að fá inn markvörð næsta sumar
Gagnrýnin réttmæt - „Auðvitað á hún rétt á sér þegar við eigum að vera í þessari toppbaráttu“
Túfa: Leikurinn sýndi hvert íslenska deildin er komin í dag
Dóri Árna: Sé ekki betur en að Hólmar hoppi upp og slái í boltann - Vona að ég hafi rangt fyrir mér
Gummi Kri um Jökul: Hann gerir töluvert meira gagn þar heldur en upp í stúku
Heimir: Ef það er einhver sem ég vil að fái svona færi þá er það Bjarni, fyrir utan Björn Daníel
Markmiðið sett eftir Bröndby leikinn: „Búnir að standast prófið hingað til“
Þórarinn Ingi: Ég er bara að vinna hérna og hjálpa til eins og ég get
Segir Sigurð besta dómara landsins - „Búinn að fá alveg nóg og lét gamminn geisa“
Gylfi: Tímabært fyrir dómarana að fá VAR hjálp
Hallgrímur Jónasson: Ég fór á háu nóturnar
Óskar Hrafn: Við höfum örlögin í okkar höndum
Láki: Stundum þarf maður að vera pínu bófi
Birnir Snær: Okkur fjölskyldunni líður ótrúlega vel hérna
Alex Freyr: Þurfum að loka svona leikjum 6 til 7-0
Maggi með ákall til stuðningsmanna - „Þurfum að fylla völlinn og búa til alvöru stemningu"
Stefan Ljubicic: Féll allt á einhvern hátt fyrir okkur
Venni: Þetta er bara leikaraskapur og hann kemst upp með það
Ívar Örn: Manni finnst maður oft vera full gamall
Hemmi Hreiðars: Stórkostlegt að vera komnir þetta langt á kornungu liði
Haraldur Freyr: Hjálpar okkur helling að við vorum í þessum leik í fyrra
   mán 23. júní 2025 23:18
Sölvi Haraldsson
Túfa um Patrick Pedersen: Hann þarf að hlusta meira á mig
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Ég er mjög stoltur af liðinu að vinna leikinn. Orkustigið var mjög hátt og einbeitingin allan leikinn. Allir sem einn. Það er eitthvað sem við erum að vinna að eftir að ég tók við liðinu. Sérstaklega eftir síðasta tímabil. Núna er verkefnið að halda því áfram. Við ætlum að leggja allt í sölurnar að halda því áfram í næstu leikjum.“ sagði Srdjan Tufegdzic, þjálfari Vals, eftir 6-1 sigur á KR í dag.

Lestu um leikinn: Valur 6 -  1 KR

Það kom kafli í seinni hálfleiknum þar sem KR tók yfir leikinn og voru að hóta því að jafna leikinn sem þeim tókst ekki.

„Þegar þú spilar á móti KR þarftu að vita að það kemur alltaf kafli í leikjum þar sem þeir eru að reyna að ná stjórn á boltanum. Það kemur ekki mikið neitt að óvart. Aðalmálið er að þegar þú lendir í þessum kafla er að halda haus sem mér fannst við gera frábærlega til enda.“

KR fékk umdeilda vítaspyrnu í fyrri hálfleik en hvað finnst Túfa um þann dóm?

„Ég er ekki búinn að sjá þetta aftur og ég er ekki þjálfari sem fer í dómgæsluna eftir leiki alveg sama þótt að leikurinn tapast eða vinnst. Ég er mjög ánægður með leikinn og þetta er besta frammistaðan hjá okkur í sumar. Ekki bara því við skorum 6 mörk því þetta var mjög stabíl frammistaða frá upphafi til enda.“

Það kom upp atvik í seinni hálfleiknum rétt áður en Patrick Pedersen skoraði en þá vildi Túfa taka hann útaf en fékk það ekki og var ekki sáttur við fjórða dómarann að hann leyfði það ekki strax. Nokkrum sekúndum síðar skoraði Patrick að sjálfsögðu.

„Ég vil alltaf halda Patrick Pedersen inn á. Hann þarf að hlusta aðeins meira á mig. Ég vildi að hann tæki nokkrar mínútur í viðbót en hann bað um skiptingu og það kom smá misskilningur milli okkar og fjórða dómarans. Sem betur fer fær Patrick mark sem er uppskeran fyrir vinnuna sem hann lagði inn í dag.“

Sigurður Egill var í dag að jafna leikjafjölda Hauk Páls, aðstoðarþjálfara Vals í dag, yfir leiki spilaða í efstu deild með Val.

„Ég er mjög stoltur af honum. Þú verður að fá hann í viðtal, ég innilega vona það. Hann jafnaði Hauk Pál sem er aðstoðarþjálfari í dag og leikmaður sem er með jafn marga leiki. Við erum bara að tala um leiki í efstu deild en ef við söfnum þessu saman eru þetta yfir 400 leikir. Það segir ekki bara til um hvað Sigurður, Haukur og fleiri menn eru góðir í fótbolta að ná þessum áfanga heldur segir það hvernig persónuleika þeir eru með. Þegar þeir ná að vera svona lengi í einum klúbbi eins og Val. Þeir eru að halda áfram að skila mjög góðu starfi fyrir Val.“

Viðtalið við Túfa má finna í heild sinni í spilaranum hér að ofan.
Besta-deild karla
Lið L U J T Mörk mun Stig
1.    Víkingur R. 22 12 6 4 47 - 27 +20 42
2.    Valur 22 12 4 6 53 - 35 +18 40
3.    Stjarnan 22 12 4 6 43 - 35 +8 40
4.    Breiðablik 22 9 7 6 37 - 35 +2 34
5.    FH 22 8 6 8 41 - 35 +6 30
6.    Fram 22 8 5 9 32 - 31 +1 29
7.    ÍBV 22 8 5 9 24 - 28 -4 29
8.    KA 22 8 5 9 29 - 39 -10 29
9.    Vestri 22 8 3 11 23 - 28 -5 27
10.    KR 22 6 6 10 42 - 51 -9 24
11.    ÍA 22 7 1 14 26 - 43 -17 22
12.    Afturelding 22 5 6 11 29 - 39 -10 21
Athugasemdir
banner