Isak til Liverpool og Sesko til Newcastle - Aston Villa segir nei við United - Bayern ætlar sér að fá Díaz
Donni: Leikplanið gekk upp
„Áttum alveg að mínu mati eitthvað meira skilið"
Jóhann Kristinn: Verð að líta í eigin barm
„Svæfði okkur einhvern veginn"
Pétur Rögnvalds: Stelpurnar voru með mikla yfirburði í fyrri hálfleik
Nik: Stelpurnar voru ferskar og í góðu formi
Gunni Einars: Ekki sýnt í seinustu tveim leikjum að við eigum erindi að fara upp
Agla María: Held að margir leikmenn hafi verið orðnir þreyttir
Óli Kri: Vantaði að koma þessu öðru marki inn til að skapa smá spennu
Jói B: Þeir sem eru með ÍR tattú verða að vera í ÍR
Reynir Haralds: Ástríðan farin að minnka og vildi klára hringinn heima
Fyrsti leikur Óskars sem Víkingur: „Hafði trú á að við myndum jafna“
Jónatan tók eitt fyrir liðið: „Ekki þægilegt, en þess virði“
Gylfa fórnað: „Fannst henta liðinu að vera með meiri hraða“
Túfa: Höfðum ekki verið á toppnum í 1435 daga
5. deild: Stórsigrar hjá Uppsveitum og Spyrni
Birnir Snær: Alltof gott lið til að vera í fallbaráttu
Lárus Orri svekktur: Lá í loftinu að við myndum setja jöfnunarmarkið
Hallgrímur Mar: Himinlifandi að fá svona gæðaleikmann til okkar
Haddi: Ánægður með stjórnina að bakka okkur upp
   sun 22. júní 2025 23:55
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Deano eftir erfiða viku: Sest niður og sé hvað framtíðin býður upp á
Dean Martin.
Dean Martin.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Þetta er ekkert nýtt fyrir mig, ég er búinn að vera með þessum hóp síðasta eina og hálfa árið. Þetta er búin að vera erfið vika hjá okkur," sagði Dean Martin sem var í hlutverki aðalþjálfara í dag hjá ÍA í leiknum gegn Stjörnunni. Hann var aðstoðarmaður Jóns Þórs Haukssonar sem var látinn fara síðasta mánudag. Lárus Orri Sigurðsson var ráðinn þjálfari liðsins í gær en kom ekki að leiknum í kvöld.

Lestu um leikinn: ÍA 0 -  3 Stjarnan

„Mér fannst við óheppnir að jafna ekki leikinn strax í byrjun seinni hálfleiks, misstum af tækifærinu að koma okkur strax aftur inn í leikinn."

„Það hefði auðvitað breytt leiknum, mörk breyta leikjum. Við náum því miður ekki að skora í dag."


Hvað þarf að breytast hjá ÍA?

„Það er bara að halda áfram og reyna koma boltanum yfir línuna hjá andstæðingnum. Mörk breyta leikjum, við vitum það allir. Við erum að fá alltof mörg mörk á okkur og því miður erum við ekki að skora, ef við höldum því áfram verða örlögin erfið."

En verður Deano áfram í þjálfarateymi Lárusar?

„Ég klára í dag, svo sest ég niður og sé hvað framtíðin býður upp á."

Ómar Björn Stefánsson var tekinn af velli í seinni hálfleik og þótti einhvejrum það sérstök ákvörðun. Deano segir að hann hafi viljað fá inn ferska fætur.
Athugasemdir
banner
banner
banner