Chelsea verðmetur Jackson á 100 milljónir punda - Rashford efstur á óskalista Barcelona - Sancho til Juventus?
Gústi Gylfa: Eins og Þorgrímur Þráins sagði, varnarleikur vinnur leiki
„Örugglega það besta sem ég hef séð frá honum síðan ég kom"
Rúnar: Ætlum ekki að fara grenja yfir því að hafa tapað
Partí á Ísafirði í kvöld - „Vonandi sletta þeir aðeins úr klaufunum"
Alli Jói: Pabbi hringdi í mig og skammaði mig eftir leik
Fyrsta tap ÍR: „Helvíti gróft ef að eitt tap í tólf leikjum sitji þungt í mönnum"
Hemmi fékk góða afmælisgjöf: „Hún gat ekki verið betri"
Reynir Freyr: Gefur okkur mikið að fá Jón Daða
Gunnar Guðmunds: Við erum búnir að fá okkur alltof mörg mörk úr föstum leikatriðum
Árni Freyr: Andleysi leikmanna í hámarki
Jakob Gunnar spilaði sinn síðasta leik fyrir Þróttara: Vildi spila meira
Ingi Rafn: Fyrri hálfleikurinn skóp þennan sigur
Mark tekið af Keflavík vegna rangstöðu: „Bara óskiljanlegt"
Haraldur Hróðmars: Lífsnauðsynlegur sigur
Venni: Það gaf okkur blóð á tennurnar
Sandra María: Gáfum líkama og sál en það skilaði engu
Hlín kom frábær inn - Svekkt með hlutverkið sitt
Sveindís: Hann kemur samt þegar ekkert er undir
Glódís svekkt: Leyfðum henni að gera nákvæmlega það sem hún vill
Guðrún: Fæ gæsahúð í hvert skipti
   sun 22. júní 2025 23:06
Alexander Tonini
Árni Snær: Þetta eru bara geggjaðir gæjar
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Þetta var bara helvíti sterkt, við vorum solid. Það er erfitt að spila á móti liði sem er með þjálfara sem hefur ekki þjálfað þá í neinn leik, þetta var bara mjög sterkt. Það er flott run á okkur eins og er.", sagði Árni Snær Ólafsson markvörður Stjörnumanna eftir góðan útisigur sinna manna 0-3 gegn ÍA á Akranesi í kvöld.

Árni sjálfur átti flottan leik og varði í tvígang einn á móti sóknarmanni og það hjálpaði einnig til að allt liðið spilaði vel sem ein heild. Sóknarleikurinn var sérstaklega öflugur og hraður í þessum leik, og gæðin í spilamennskunni voru það mikil að þau sáust langt upp í stúku.

„Þetta eru bara geggjaðir gæjar, bara gaman. Þegar það gengur vel er þetta gaman."

Um Samúel Kára: „Geggjaður gæi sko, bæði á miðjunni í bakverðinum og í hafsentinum, það hjálpar liðinu vel bæði varnarlega og sóknarlega,"

Lestu um leikinn: ÍA 0 -  3 Stjarnan

Undir lok leiksins, þegar úrslitin voru í höfn, sást greinilega að sjálfstraustið var í hámarki hjá leikmönnum Stjörnunnar. Allt liðið spilaði af öryggi og leikgleði – og Árni markvörður vildi ekki vera minni maður. Hann tók nokkra skemmtilega takta aftast, sem minntu helst á brasilískan markvörð á góðum degi.

„Það er ekki bara í þessum leik, bara alltaf sko, erfitt að ná af okkur boltanum. Alveg eins gott að markmaðurinn geti gert það líka"
Athugasemdir
banner
banner