Kane til Barca - Arsenal og Barcelona fylgjast með ungstirni - Liverpool með augastað á Kevin - Branthwaite til Man Utd?
Hlín Eiríks: Kíktum í balletkennslu í gær í staðinn fyrir æfingu
Steini: Hún er bara orðin gömul og þreytt
Thelma Karen: Gærdagurinn eitt mesta bull sem ég hef lent í á ævinni
Emilía Kiær: Geggjaður bónus að geta fengið sitt fyrsta landsliðsmark
Birnir Snær: Það er alvöru framleiðsla í Garðabænum
Sjáðu það helsta úr ítalska: Napoli fór á toppinn og Albert skoraði
Sjáðu það helsta úr spænska: Real Madrid vann El Clasico
Ragnar Bragi: Sýnir að klúbbnum sé alvara
Heimir setur titlasöfnun til hliðar: Núna er að búa til eitthvað
Jökull: Endar ekki í efstu þremur nema hafa unnið fyrir því
Örvar tvöfaldaði markafjölda sinn: Ég var óheppinn þá
Höskuldur: Hefur verið geðshræringavika
Ólafur Ingi: Eins og þú sérð þá er þetta frábært lið
Pablo Punyed um framtíðina: Það kemur í ljós
Matti Villa: Geggjaður endir á frábæru tímabili og mínum ferli
Sölvi um Pablo og Matta Villa: Þetta eru algjörir sigurvegarar
Túfa um Val: Miðað við allt sem ég er búinn að gera á ég þetta ekki skilið
Aron Sig stendur við ummæli sín: Sjá allir að við erum að fara taka yfir
Elmar Atli sár og svekktur: Að taka þessa ákvörðun í þessari stöðu er óskiljanlegt
Var afskaplega drjúgur fyrir KR í úrslitaleikjunum
   sun 22. júní 2025 23:06
Alexander Tonini
Árni Snær: Þetta eru bara geggjaðir gæjar
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Þetta var bara helvíti sterkt, við vorum solid. Það er erfitt að spila á móti liði sem er með þjálfara sem hefur ekki þjálfað þá í neinn leik, þetta var bara mjög sterkt. Það er flott run á okkur eins og er.", sagði Árni Snær Ólafsson markvörður Stjörnumanna eftir góðan útisigur sinna manna 0-3 gegn ÍA á Akranesi í kvöld.

Árni sjálfur átti flottan leik og varði í tvígang einn á móti sóknarmanni og það hjálpaði einnig til að allt liðið spilaði vel sem ein heild. Sóknarleikurinn var sérstaklega öflugur og hraður í þessum leik, og gæðin í spilamennskunni voru það mikil að þau sáust langt upp í stúku.

„Þetta eru bara geggjaðir gæjar, bara gaman. Þegar það gengur vel er þetta gaman."

Um Samúel Kára: „Geggjaður gæi sko, bæði á miðjunni í bakverðinum og í hafsentinum, það hjálpar liðinu vel bæði varnarlega og sóknarlega,"

Lestu um leikinn: ÍA 0 -  3 Stjarnan

Undir lok leiksins, þegar úrslitin voru í höfn, sást greinilega að sjálfstraustið var í hámarki hjá leikmönnum Stjörnunnar. Allt liðið spilaði af öryggi og leikgleði – og Árni markvörður vildi ekki vera minni maður. Hann tók nokkra skemmtilega takta aftast, sem minntu helst á brasilískan markvörð á góðum degi.

„Það er ekki bara í þessum leik, bara alltaf sko, erfitt að ná af okkur boltanum. Alveg eins gott að markmaðurinn geti gert það líka"
Athugasemdir
banner