Garnacho vill ekki til Arabíu - Bayern gæti reynt við Trossard - Ferguson hefur gert munnlegt samkomulag við Roma
Lárus Orri: Förum ekki á útivöll og óskum eftir því að fá svart gúmmí í gervigrasið
Áhyggjulaus þrátt fyrir tvö töp í röð - „Skagamenn verða að eiga það við sjálfa sig“
Alex Freyr: Viljum enda í topp 6
Jökull: Vorum hægir og fyrirsjáanlegir
Spenntur fyrir nýjum leikmanni sem verður kynntur á morgun
Höskuldur: Verður allt annar leikur hér á Kópavogsvelli
„Búnir að fá æfingu í því í 11 leikjum af 14"
Skoraði sitt fyrsta mark á ferlinum með skoti fyrir aftan miðju
Siggi Hall: Þeir brotnuðu og við gengum á lagið
Haddi eftir 5-0 tap: Svekktir fyrsta klukkutímann á leiðinni heim
Björn Daníel skaut á „gömlu kallana“ í Stúkunni - „Aldrei spilað á svona góðu grasi“
Kjartan Henry: Hlakka til að horfa á leikinn aftur
Gústi Gylfa: Eins og Þorgrímur Þráins sagði, varnarleikur vinnur leiki
„Örugglega það besta sem ég hef séð frá honum síðan ég kom"
Rúnar: Ætlum ekki að fara grenja yfir því að hafa tapað
Partí á Ísafirði í kvöld - „Vonandi sletta þeir aðeins úr klaufunum"
Alli Jói: Pabbi hringdi í mig og skammaði mig eftir leik
Fyrsta tap ÍR: „Helvíti gróft ef að eitt tap í tólf leikjum sitji þungt í mönnum"
Hemmi fékk góða afmælisgjöf: „Hún gat ekki verið betri"
Reynir Freyr: Gefur okkur mikið að fá Jón Daða
   mán 23. júní 2025 23:30
Sölvi Haraldsson
Sigurður Egill: Mjög ánægður og stoltur með það
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Ég átti kannski ekki alveg von á 6-1 sigri en ég hafði alveg trú á því að við hefðum getað unnið í dag. Mér fannst við bara gera mjög vel í dag.“ sagði Sigurður Egill Lárusson, leikmaður Vals, eftir 6-1 sigur á KR í kvöld.

Lestu um leikinn: Valur 6 -  1 KR

Hvað skóp sigurinn í dag hjá Val?

„Þjálfarateymið var búið að kortleggja KR liðið mjög vel. Við vissum að það myndu koma kafla þar sem þeir væru með yfirhöndina eins og sást í dag að þá bara nýttum við svæðið bakvið vörnina þeirra mjög vel í dag. Við erum með gífurlega öfluga menn fram á við.“

Sigurður Egill er núna orðinn leikjahæsti leikmaður Vals í sögu efstu deildar. Hvernig leið honum þegar það var tilkynnt í hátalarakerfinu?

„Bara mjög ánægjulegt og stoltur með það. Fara fram úr alvöru gæjum eins og Hauk Pál og Bjössa Hreiðars og fleirum. Bara gífurlega stoltur. Sérstaklega að vinna 6-1 gegn KR í þessum leik. Mjög skemmtilegt. Bara rétt að byrja, nóg eftir.“

KR-ingar fengu vítaspyrnu þar sem Sigurður Egill var sá sem braut. Hvað fannst honum um það?

„Bara glórulaus dómur. Ég kom ekki við hann. Dómarinn kom að mér í hálfleik og baðst afsökunar. Við unnum 6-1 þannig mér gæti ekki verið meira sama núna.“

Fór eitthvað um Sigurð þegar KR-ingar komu af krafti inn í seinni hálfleikinn og fengu færi til þess að jafna leikinn?

„Nei svo sem ekki. Við vorum bara þéttir til baka. Það lá aðeins á okkur og við vissum það að það myndu koma svona kaflar. En svo leið og 4-1 markið kom var það ekki spurning.“

Viðtalið við Sigurð má finna í heild sinni í spilaranum hér að ofan
Besta-deild karla
Lið L U J T Mörk mun Stig
1.    Víkingur R. 14 9 3 2 26 - 14 +12 30
2.    Valur 14 8 3 3 37 - 19 +18 27
3.    Breiðablik 14 8 3 3 26 - 20 +6 27
4.    Fram 14 7 1 6 22 - 18 +4 22
5.    Stjarnan 15 6 3 6 25 - 26 -1 21
6.    Vestri 14 6 1 7 13 - 13 0 19
7.    FH 15 5 3 7 25 - 20 +5 18
8.    Afturelding 14 5 3 6 17 - 19 -2 18
9.    ÍBV 15 5 3 7 14 - 21 -7 18
10.    KR 15 4 4 7 35 - 37 -2 16
11.    ÍA 15 5 0 10 16 - 32 -16 15
12.    KA 15 4 3 8 14 - 31 -17 15
Athugasemdir
banner