Garnacho vill ekki til Arabíu - Bayern gæti reynt við Trossard - Ferguson hefur gert munnlegt samkomulag við Roma
   mán 23. júní 2025 19:07
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Rico Lewis dæmdur í þriggja leikja bann
Mynd: EPA
Rico Lewis, leikmaður Man City, hefur verið dæmdur í þriggja leikja bann eftir að hafa fengið rautt spjald í fyrsta leik liðsins á HM félagsliða gegn Wydad.

Hann misstii því af 6-0 sigri liðsins gegn Al-Ain í nótt.

Hann missir einnig af síðasta leik riðilsins gegn Juventus en sigurvegarinn mun enda á toppnum og getur því sleppt við að mæta Real Madrid í 16-liða úrslitum. Lewis tekur þá út síðasta leikinn í banni í 16-liða úrslitunum.

Guardiola byrjaði með þriggja manna varnarlínu í síðasta leik en Matheus Nunes byrjaði í vængbakvarðarstöðunni og verður þar líklega áfram.
Athugasemdir
banner
banner