Chelsea verðmetur Jackson á 100 milljónir punda - Rashford efstur á óskalista Barcelona - Sancho til Juventus?
Fyrsta tap ÍR: „Helvíti gróft ef að eitt tap í tólf leikjum sitji þungt í mönnum"
Hemmi fékk góða afmælisgjöf: „Hún gat ekki verið betri"
Reynir Freyr: Gefur okkur mikið að fá Jón Daða
Gunnar Guðmunds: Við erum búnir að fá okkur alltof mörg mörk úr föstum leikatriðum
Árni Freyr: Andleysi leikmanna í hámarki
Jakob Gunnar spilaði sinn síðasta leik fyrir Þróttara: Vildi spila meira
Ingi Rafn: Fyrri hálfleikurinn skóp þennan sigur
Mark tekið af Keflavík vegna rangstöðu: „Bara óskiljanlegt"
Haraldur Hróðmars: Lífsnauðsynlegur sigur
Venni: Það gaf okkur blóð á tennurnar
Sandra María: Gáfum líkama og sál en það skilaði engu
Hlín kom frábær inn - Svekkt með hlutverkið sitt
Sveindís: Hann kemur samt þegar ekkert er undir
Glódís svekkt: Leyfðum henni að gera nákvæmlega það sem hún vill
Guðrún: Fæ gæsahúð í hvert skipti
Ingibjörg lýsir sorgarferlinu - „Þetta er ömurleg tilfinning"
Dagný: Að öllum líkindum mitt síðasta Evrópumót
Tómas Bent: Hefði átt að troða inn þriðja markinu
Túfa ánægður eftir sannfærandi Evrópusigur: Það er gaman að vera Valsari
Eru 22 saman í Sviss - „Áfram Vestri og áfram Guðrún"
   lau 21. júní 2025 23:18
Sölvi Haraldsson
Alli Jói: Er ógeðslega glaður
Lengjudeildin
Mynd: Fótbolti.net - Hulda Margrét
„Ég er hrikalega hamingjusamur með þetta. Við vorum heppnir að lenda ekki undir 1-0 en svöruðum því frábærlega með því að komast yfir og skorum svo annað og komumst í 2-0 fyrir hálfleik. Við vorum kannski of mikið að reyna að halda í forystuna á tímabili framan af seinni hálfleik. Þeir skora en mér fannst við svara alltaf þegar þeir skora. Við hefðum alveg getað skorað fleiri mörk en ekki það að hinir hefðu getað gert það líka, þetta var bara skemmtilegur leikur.“ sagði Aðalsteinn Jóhann Friðriksson, þjálfari Völsungs, eftir 4-2 sigur sinna manna í Grindavík í dag.

Lestu um leikinn: Grindavík 2 -  4 Völsungur

Aðalsteinn var gífurlega sáttur með sína menn í dag.

„Það eru ótrúlega margir leikmenn sem voru að eiga glimrandi frammistöður eins og þú segir. Ég er ánægður með það. Við byrjum með orkustigið hátt og náum að halda því svona hér um bil út 90 mínútur. En ég er ógeðslega glaður.“

Jakob Héðinn gerði sér lítið fyrir og setti þrennu í dag en Alli var mjög sáttur með sinn mann og segist hafa verið að bíða eftir þessu.

„Jakob Héðinn er ótrúlega hæfileikaríkur leikmaður og hefur verið að rísa þvílíkt. Hann átti ótrúlega góðan seinni hluta á síðasta ári og tók veturinn sem var mikill stígandi í. Maður var að bíða eftir markinu því maður vissi að það gæfi honum mikið sjálfstraust. Þegar það kom vissi maður að þetta væri til. En til að ná honum niður á jörðina að þá sagði pabbi hans mér að hann hefði átt að skora 6.“

Völlararnir voru fljótir að svara mörkum Grindvíkinga með marki sem gladdi Alla mikið.

„Þegar þeir skora 3-2 fannst mér ekkert í kortunum að þeir væru að fara að skora. Það kom skjálfti á bekkinn, fengum held ég gult fyrir eitthvað, veit það ekki. En það var ekki skjálfti inn á vellinum og þeir svöruðu aftur marki Grindvíkinga með glæsibrag og voru fljótir að kvitta fyrir það.“

Alli er heilt yfir þokkalega ánægður með byrjunina og segir að full einbeiting sé sett núna á næsta verkefni gegn Fylki á heimavelli næsta laugardag.

„Við erum með 13 stig, einhverstaðar hefði maður viljað ná í fleiri og einhverstaðar stálum við einhverju, veit það ekki. Ég held að við erum að gera þetta þokkalega. Við erum ekki að fara fram úr okkur eða dvelja of mikið í fortíðinni. Það er bara fókus á Fylki á heimavelli. Það er eitthvað sem við setjum upp og gerum eins mikið og við getum úr þeim leik. Vonandi löbbum við sáttir af velli á laugardaginn næsta.“ sagði Aðalsteinn Jóhann Friðriksson að lokum.

Viðtalið við Alla má sjá í heild sinni í spilaranum hér að ofan.
Athugasemdir
banner
banner