Chelsea skoðar Donnarumma - Newcastle endurvekur áhuga sinn á Ekitike - Douglas Luiz til West Ham?
Gústi Gylfa: Eins og Þorgrímur Þráins sagði, varnarleikur vinnur leiki
„Örugglega það besta sem ég hef séð frá honum síðan ég kom"
Rúnar: Ætlum ekki að fara grenja yfir því að hafa tapað
Partí á Ísafirði í kvöld - „Vonandi sletta þeir aðeins úr klaufunum"
Alli Jói: Pabbi hringdi í mig og skammaði mig eftir leik
Fyrsta tap ÍR: „Helvíti gróft ef að eitt tap í tólf leikjum sitji þungt í mönnum"
Hemmi fékk góða afmælisgjöf: „Hún gat ekki verið betri"
Reynir Freyr: Gefur okkur mikið að fá Jón Daða
Gunnar Guðmunds: Við erum búnir að fá okkur alltof mörg mörk úr föstum leikatriðum
Árni Freyr: Andleysi leikmanna í hámarki
Jakob Gunnar spilaði sinn síðasta leik fyrir Þróttara: Vildi spila meira
Ingi Rafn: Fyrri hálfleikurinn skóp þennan sigur
Mark tekið af Keflavík vegna rangstöðu: „Bara óskiljanlegt"
Haraldur Hróðmars: Lífsnauðsynlegur sigur
Venni: Það gaf okkur blóð á tennurnar
Sandra María: Gáfum líkama og sál en það skilaði engu
Hlín kom frábær inn - Svekkt með hlutverkið sitt
Sveindís: Hann kemur samt þegar ekkert er undir
Glódís svekkt: Leyfðum henni að gera nákvæmlega það sem hún vill
Guðrún: Fæ gæsahúð í hvert skipti
banner
   sun 22. júní 2025 23:32
Alexander Tonini
Ómar Björn: Hann var frábær þjálfari, ég get þakkað honum fyrir fullt
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Þetta er mjög svekkjandi, við fáum klaufarlegt mark á okkur í enda fyrri hálfleiks. Síðan á Viktor sláarskot rétt fyrir hálfleik. Við byrjum síðan vel í seinni og ég klúðra dauðafæri og bjargað á línu hjá Erik í horni. Síðan fara þeir upp og skora, þeir klára þetta bara strax eftir það", sagði Ómar Björn Stefánsson eftir svekkjandi tap Skagamanna 0-3 þegar þeir fengu Stjörnuna í heimsókn.

Stjarnan kemst yfir rétt fyrir loka fyrri hálfleiks. ÍA mætir grimmt til leiks eftir hlé og á tvö dauðafæri til að jafna leikinn. Fyrra færið átti Ómar Björn sjálfur þegar hann skaut naumlega framhjá af fimm metra færi inni í teig. Skömmu síðar átti Erik Tobias skot sem er varið á línu eftir hornspyrnu.
Einungis tveimur mínútum síðar skorar ÍA sjálfsmark og staðan og 0-2. Skagamenn komust aldrei almennilega aftur í leikinn eftir það.

„Þeir blokka þetta, ég reyni að pota í hann einhvern veginn og hann fer framhjá. Ég veit ekki alveg, ég þarf að sjá þetta aftur.

Lestu um leikinn: ÍA 0 -  3 Stjarnan

Lárus Orri Sigurðsson tekur við liðinu núna strax eftir þennan leik og var Ómar spurður út í þjálfaramálin og hafði þetta að segja:

„Það verður bara að koma í ljós, hann er bara búinn að vera á æfingunni í gær. Hann mætti þá og ég er ekki alveg búinn að sjá hvernig hann vill spila, það kemur bara í ljós og verður vonandi spennandi"

„Hann var bara frábær þjálfari, ég get þakkað honum fyrir fullt. Mér fannst hann geggjaður", sagði Ómar Björn um fyrrum þjálfara sinn Jón Þór Hauksson sem var látin taka poka sinn eftir síðasta leik

Ómar Björn var besti leikmaður Skagamanna í kvöld og gekk sóknarleikur liðsins að mestu í gegnum hann. Tvisvar tókst honum að gabba Gumma Kristjáns upp úr skónum og var almennt mjög líflegur og skapandi í leiknum. Það vakti hins vegar mikla furðu í fjölmiðlaboxinu þegar hann var tekinn af velli á 65. mínútu – en það er jú þjálfarinn sem tekur slíkar ákvarðanir.

„Á endanum er þetta ákvörðun hjá þjálfaranum, en auðvitað vill maður aldrei fara út af"
Athugasemdir
banner