Liverpool leitar að sóknarmanni og blandar sér í baráttuna um Ekitike - Newcastle segir Isak ekki til sölu
Jón Arnar: Ætli ég hafi ekki bara sprungið?
Veigar Páll: Við erum einu skrefi nær Laugardalsvelli
Arnar Grétars: Lið sem á að vera að keppa um að fara upp
Ekroth: Eitthvað sem við höfum rætt og erum sammála um
Sölvi Geir: Ef ég fæ að ráða þá fer hann ekkert annað
Óðinn Sæbjörns: Gríðarlega stoltur af strákunum
Ágúst Orri: Langbestu stuðningsmenn á Íslandi
Höskuldur: Ákváðum að bjóða þá velkomna í hakkavélina
„Einsdæmi í Evrópu að vera með alla þessa uppöldu leikmenn"
Rúnar Páll: Frekar rólegur leikur
Árni Marínó: Einhver örvænting þessir boltar hjá þeim
Lárus Orri: Förum ekki á útivöll og óskum eftir því að fá svart gúmmí í gervigrasið
Áhyggjulaus þrátt fyrir tvö töp í röð - „Skagamenn verða að eiga það við sjálfa sig“
Alex Freyr: Viljum enda í topp 6
Jökull: Vorum hægir og fyrirsjáanlegir
Spenntur fyrir nýjum leikmanni sem verður kynntur á morgun
Höskuldur: Verður allt annar leikur hér á Kópavogsvelli
„Búnir að fá æfingu í því í 11 leikjum af 14"
Skoraði sitt fyrsta mark á ferlinum með skoti fyrir aftan miðju
Siggi Hall: Þeir brotnuðu og við gengum á lagið
   mán 23. júní 2025 22:35
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Láki: Þetta var mjög skrítinn leikur
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Þetta var mjög skrítinn leikur. Við vorum sterkari aðilinn í fyrri hálfleik og áttum að klára þetta. Vicente fær dauðafæri einn á móti markmanni í stöðunni 1-0. Afturelding gerði mjög lítið sóknarlega," sagði Þorlákur Árnason, þjálfari ÍBV, eftir tap gegn Aftureldingu í dag.

Lestu um leikinn: ÍBV 1 -  2 Afturelding

„Svo fáum við tvö mörk á okkur á mjög stuttum tíma, komum mjög værukærir inn í seinni hálfleikinn."

„Ef þú færð tvö mörk á þig á einni eða tveimur mínútum þá er það klárt að menn bregðast illa við. Við förum að gera hluti sem henta okkur ekkert rosalega vel, við erum lið sem viljum spila milli lína. Við höfum spilað við Breiðablik, Val og Aftureldingu núna sem sumir halda að hafa fundið upp fótboltann en þessi lið eru miklu meira í háum og löngum sendingum heldur en nokkurntíman við," sagði Láki.

„Þetta var skrítinn leikur að því leiti að þetta var allt litrofið. Fyrri hálfleikur spilaðist svona, korteri seinna var þetta svona. Þetta var upp og niður. Mikilvægi leiksins var mikið og það hafði örugglega áhrif á bæði liðin," sagði Láki.
Athugasemdir
banner