Chelsea verðmetur Jackson á 100 milljónir punda - Rashford efstur á óskalista Barcelona - Sancho til Juventus?
banner
   sun 22. júní 2025 20:14
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Lengjudeildin: Nacho Heras sá rautt í jafntefli
Lengjudeildin
Nacho Heras fær að líta rauða spjaldið í kvöld.
Nacho Heras fær að líta rauða spjaldið í kvöld.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Keflavík 0 - 0 ÍR
Rautt spjald: Ígnacio Heras Anglada, Keflavík ('88) Lestu um leikinn

Keflavík og ÍR áttust við í Lengjudeildinni í kvöld.

Keflvíkingar voru nálægt því að skora strax í upphafi leiks en boltinn fór í stöngina eftir aukaspyrnu. Undir lok fyrri hálfleiks fékk ÍR tækifæri en Bergvin Fannar Helgason átti skalla í slá.

Heimamenn voru hársbreidd frá því að skora þegar tæplega stundafjórðungur var til loka venjulegs leiktíma. Það var darraðadans inn á teignum eftir hornspyrnu en ÍR náði að bjarga á línu.

Keflvíkingar voru manni færri síðustu mínúturnar þar sem Nacho Heras fékk að líta rauða spjaldið fyrir brot á Bergvin rétt fyrir utan teiginn. Sindri Kristinn Ólafsson varði skotið frá Alexander Kostic úr aukaspyrnunni frábærlega.

ÍR er með 19 stig á toppnum, tveimur stigum á undan Njarðvík og HK en Keflavík er í 7. sæti með 12 stig.
Lengjudeild karla
Lið L U J T Mörk mun Stig
1.    ÍR 12 7 4 1 21 - 8 +13 25
2.    Njarðvík 12 6 6 0 30 - 12 +18 24
3.    HK 12 7 3 2 24 - 13 +11 24
4.    Þróttur R. 12 6 3 3 23 - 20 +3 21
5.    Þór 12 6 2 4 28 - 19 +9 20
6.    Keflavík 12 5 3 4 25 - 18 +7 18
7.    Grindavík 12 4 2 6 28 - 36 -8 14
8.    Völsungur 12 4 2 6 18 - 27 -9 14
9.    Fylkir 12 2 4 6 16 - 20 -4 10
10.    Selfoss 12 3 1 8 13 - 25 -12 10
11.    Fjölnir 12 2 3 7 14 - 27 -13 9
12.    Leiknir R. 12 2 3 7 12 - 27 -15 9
Athugasemdir
banner
banner