Chelsea verðmetur Jackson á 100 milljónir punda - Rashford efstur á óskalista Barcelona - Sancho til Juventus?
   lau 21. júní 2025 17:58
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Lengjudeildin: Jakob Héðinn með þrennu í frábærum sigri Völsungs
Lengjudeildin
Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson
Grindavík 2 - 4 Völsungur
0-1 Jakob Héðinn Róbertsson ('26 )
0-2 Jakob Héðinn Róbertsson ('39 )
1-2 Elvar Baldvinsson ('68 , sjálfsmark)
1-3 Gestur Aron Sörensson ('70 )
2-3 Ingi Þór Sigurðsson ('91 )
2-4 Jakob Héðinn Róbertsson ('92 )
Lestu um leikinn

Nýliðar Völsungs heimsóttu Grindavík og nældu í frábæran sigur.

Jakob Héðinn Róbertsson kom gestunum yfir þegar hann komst í gegn og skoraði framhjá Matias Niemela í marki Grindavíkur. Völsungur var með yfirhöndina í kjölfarið og Jakob bætti við sínu öðru marki undir lok fyrri hálfleiks.

Grindavík komst inn í leikinn þegar Elvar Baldvinsson varð fyrir því óláni að skora sjálfsmark eftir fyrirgjöf úr aukaspyrnu. Aðeins tveimur mínútum síðar skoraði Gestur Aron Sörensson fyrir Völsung og kom liðinu aftur í tveggja marka forystu.

Ingi Þór Sigurðsson minnkaði muninn í uppbótatíma þegar hann slapp einn í gegn. Strax í kjölfarið fullkomnaði Jakob Héðinn þrennu sína og innsiglaði sigur Völsungs.

Frábær sigur hjá Húsvíkingum sem stökkva upp í 5. sæti með 13 stig eftir níu umferðir. Völsungur stekkur meðal annars upp fyrir Grindavík sem fellur niður í 7. sæti með 11 stig en á leik til góða.
Lengjudeild karla
Lið L U J T Mörk mun Stig
1.    ÍR 12 7 4 1 21 - 8 +13 25
2.    HK 12 7 3 2 24 - 13 +11 24
3.    Njarðvík 11 6 5 0 29 - 11 +18 23
4.    Þróttur R. 12 6 3 3 23 - 20 +3 21
5.    Keflavík 12 5 3 4 25 - 18 +7 18
6.    Þór 11 5 2 4 26 - 19 +7 17
7.    Grindavík 12 4 2 6 28 - 36 -8 14
8.    Völsungur 11 4 1 6 17 - 26 -9 13
9.    Fylkir 12 2 4 6 16 - 20 -4 10
10.    Selfoss 12 3 1 8 13 - 25 -12 10
11.    Fjölnir 12 2 3 7 14 - 27 -13 9
12.    Leiknir R. 11 2 3 6 12 - 25 -13 9
Athugasemdir
banner