Liverpool leitar að sóknarmanni og blandar sér í baráttuna um Ekitike - Newcastle segir Isak ekki til sölu
Jón Arnar: Ætli ég hafi ekki bara sprungið?
Veigar Páll: Við erum einu skrefi nær Laugardalsvelli
Arnar Grétars: Lið sem á að vera að keppa um að fara upp
Ekroth: Eitthvað sem við höfum rætt og erum sammála um
Sölvi Geir: Ef ég fæ að ráða þá fer hann ekkert annað
Óðinn Sæbjörns: Gríðarlega stoltur af strákunum
Ágúst Orri: Langbestu stuðningsmenn á Íslandi
Höskuldur: Ákváðum að bjóða þá velkomna í hakkavélina
„Einsdæmi í Evrópu að vera með alla þessa uppöldu leikmenn"
Rúnar Páll: Frekar rólegur leikur
Árni Marínó: Einhver örvænting þessir boltar hjá þeim
Lárus Orri: Förum ekki á útivöll og óskum eftir því að fá svart gúmmí í gervigrasið
Áhyggjulaus þrátt fyrir tvö töp í röð - „Skagamenn verða að eiga það við sjálfa sig“
Alex Freyr: Viljum enda í topp 6
Jökull: Vorum hægir og fyrirsjáanlegir
Spenntur fyrir nýjum leikmanni sem verður kynntur á morgun
Höskuldur: Verður allt annar leikur hér á Kópavogsvelli
„Búnir að fá æfingu í því í 11 leikjum af 14"
Skoraði sitt fyrsta mark á ferlinum með skoti fyrir aftan miðju
Siggi Hall: Þeir brotnuðu og við gengum á lagið
banner
   mán 23. júní 2025 21:51
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Alex Freyr: Vonsvikinn með eigin frammistöðu og liðsins
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Er vonsvikinn með eigin frammistöðu og liðsins," sagði Alex Freyr Hilmarsson, fyrirliði ÍBV, eftir tap gegn Aftureldingu í Eyjum í dag.

ÍBV spilaði fyrri hálfleikinn mjög vel og var með 1-0 forystu eftir 45 mínútur en Afturelding skoraði tvö mörk á stuttum kafla snemma í seinni hálfleik.

„Það skiptir engu máli hvað þú spilar vel ef þú skorar ekki fótboltamörk. Það á bara að vera þrjú eða fjögur núll í fyrri hálfleik og 'game over'. Það var ekki og við mætum inn og fáum á okkur klassísk mörk og erum á eftir í seinni (bolta), töpum einn á einn alls staðar."

Lestu um leikinn: ÍBV 1 -  2 Afturelding

ÍBV fékk tækifæri til að koma sér í efri hlutann en í staðinn er liðið aðeins tveimur stigum frá fallsæti og hefur tapað þremur leikjum í röð. Það er ekkert stress í Alex Frey hins vegar.

„Nei. Það er búið að vera þokkaleg spillamennska. 70 eða 75 mínútur þokkalegar en við þurfum að laga þessa slæmu kafla," sagði Alex Freyr.
Athugasemdir
banner
banner
banner