Baleba fer ekki til Man Utd í sumar - Newcastle enn í framherjaleit - Ederson til Galatasaray?
Heiðdís: Stolt að vinna bikar eftir barnsburð
Berglind Björg: Skemmtilegra núna heldur en í fyrra
Sammy: Búin að vera að æfa þessa tegund af slútti
Virkilega ánægð með skiptin í Breiðablik - „Vildi vinna bikara og það hefur komið"
„,Þetta er bara geggjað, þetta er bara bilun"
Thelma Karen: Eigum endalaust inni og þetta er ekki búið
Guðni meyr: Stoltur af því að vera FH-ingur
Nik eftir sigur í úrslitaleiknum: Þetta er ótrúlegt
Nik notaði enskt máltæki - „Sagan er bara sagan"
Ætla ekki tómhent heim fjórða árið í röð - „Það er ansi erfitt"
FH aldrei verið í þessum sporum áður - „Vonandi verður Nik í stuði"
Donni skýtur á Útlendingastofnun: Fásinna og sorglegt að þetta strandi á ríkisstofnun
Óli Kristjáns: Með verri frammistöðum hjá Þróttaraliðinu í ár
Viktor Karl: Komum ferskir inn í seinni en það var eiginlega bara of seint
Dóri Árna: Við hefðum þurft að vera betri
Fyrirliðinn róar taugar stuðningsmanna - „Byrjunin frekar en toppurinn"
Alli Jói: Skilst að við hefðum átt að falla, enda í neðsta sæti og ekki vinna leik
Siggi Höskulds: Fannst við stúta þeim í 80 mínútur
Halli Hróðmars: Það var ákveðið andleysi
Haraldur Freyr: Sigurinn hefði getað endað stærri
   mán 23. júní 2025 22:48
Sölvi Haraldsson
Óskar Hrafn skýtur á Túfa: Gerðu enga tilraun að spila fótbolta
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Það er ömurlegt að tapa 6-1 fyrir Val, það er ömurleg tilfinning. Ég er ekkert viss um að úrslitin gefi rétta mynd af leiknum. Með fjórða og fimmta markinu gefumst við upp, við hættum bara. Kannski tvíbent. Það er auðvelt að vera pirraður út í menn þegar þeir hætta þegar á móti blæs en samt er það líka mannlegt, það er í okkur öllum. Maður vill meina að svona löðrungur sé hollur fyrir okkur og hópinn.“ sagði Óskar Hrafn Þorvaldsson, þjálfari KR, eftir 6-1 skell gegn Val í dag.

Lestu um leikinn: Valur 6 -  1 KR

Óskar skýtur á Túfa og baul úr KR stúkunni

Það heyrðist baul frá stuðningsmönnum KR eftir leik. Hvað finnst Óskari um það?

„Stuðningsmenn KR eru þeir bestu á Íslandi. Þeir klappa fyrir okkur þegar vel gengur. Það var líka klappað fyrir okkur í mótlæti og þeir eru í fullum rétti til að sýna skoðun sína. Ég ætlast ekkert til þess að allir KR-ingar skilji hvað ég er að reyna gera. Fæstir skilja það. Sérfræðingar sem eru að fjalla um fótbolta skilja það alls ekki. Umræðan og hugmyndin um íslenskan fótbolta er að hann er úrslitabransi eingöngu. Þegar að menn fara að horfa á slíkt gleymist oft þetta að það þarf líka að byggja upp. Þegar þú átt ekki neitt þarf að búa eitthvað til. Það gerist ekki á einni nóttu.“

Óskar talar um að það væri skrítið að fara að gera eitthvað öðruvísi en skilur menn sem vilja bara vinna í hverjum leik eins og flestir þjálfarar á Íslandi.

„Svo er það bara spurning hvaða þolinmæði er til fyrir uppbyggingunni. En það er ljóst að þú ferð ekki í uppbyggingu og hættir svo eftir sjö mánuði að því að það gekk ekki alveg nógu vel í smá tíma. Það væri þá holu hljómur í þeirri uppbyggingu í talinu til að byggja upp og gera eitthvað öðruvísi. Ég skil menn að þeir skulu hugsa eins og flestir mínir kollegar hugsa sem er að það þarf að vinna í dag því annars verð ég rekinn. Eða ég verð bjargaður af sérfræðingum því við erum ekki að ná í nógu góð úrslit.“

Óskar skaut aðeins á Túfa líka og segir að Valur hafi ekki reynt að spila fótbolta í dag.

„Leikurinn í dag endurspeglar muninn á mér og Túfa. Ég veit ekki hvort þið tókuð eftir því en Valsmenn gerðu enga sérstaka tilraun til að spila fótbolta. Valur er samt eitt besta lið landsins. Þeir gerðu alls ekki tilraun til að spila fótbolta í dag. Þeir fóru fram, þeir fóru langt þeir keyrðu á það sem þeir töldu vera veikleika okkar. Vel gert hjá þeim.“

Óskar, einhyrningurinn í fótboltasamfélaginu, segir að hann þorir að falla og standa upp aftur á sinni hugmyndafræði.

„En þá geturu spurt spurninguna fyrir hvað stendur þú? Stendur þú bara fyrir það að fá þrjú stig í hverjum leik? Ef það er svarið að þá er það ekki fyrir mig. Það dugir mér ekki að fá þrjú stig í hverjum leik. Eina sem dugar mér er að reyna að búa eitthvað lið og stytta sér ekki leið þótt það sé erfitt. Að þora að líta illa út og falla og standa upp aftur. Þar er ég. Einhyrningur í fótboltasamfélaginu. Ég læt ekki þetta tap eins ömurlega og mér líður með það að þá læt ég það ekki skilgreina alla vinnuna sem við höfum lagt á okkur og er framundan.“


Ekki áhyggjufullur og misjafnt hvernig fólk túlkar árangur

Óskar segist ekki vera áhyggjufullur eftir tapið í dag þar sem það eru margir leikir eftir.

„Nei ég hef ekki áhyggjur af stöðunni vegna þess að það eru 15 leikir eftir. Ég gæti sagt að ég hefði áhyggjur af stöðunni ef það væri einn leikur eftir, þá væri ég farinn að hugsa minn gang. En á meðan það eru 15 leikir eftir og ég sé ákveðna hluti sem eru að þróast vel að þá hef ég engar áhyggjur. Áhyggjur er ekki rétta orðið sem ég hef núna. “

Óskar heldur áfram að tala um umræðuna á Íslandi og segir að hún breytist nánast í hverri umferð.

„Ég er núna með óbragð í munninum að reyna að láta það ekki stjórna skapinu mínu eða skilgreina eitt né neitt. En nei ég er eki áhyggjufullur. Mér finnst of mikið vera að skoða stöðutöfluna í hverri umferð. Þú ert liggur við kominn í Evrópukeppni eða fallinn vikulega. Svo ef þú vinnur þrjá leiki í röð er allt í himnalagi en það er allt í ömurlegheitum ef þú tapar einum til tveimur leikjum.“

Óskar segir að við lifum of mikið í núinu sem getur ekki alltaf verið gott í uppbyggingu.

„Við lifum of mikið í núinu. Ef þú lifir alltaf í núinu að þá er uppbygging erfið. Við erum að horfa á þetta lengra með yngri flokka og að samræma leikstíl meistaraflokks og yngri flokka. Hver árangur fer eftir hvaða gleraugu þú ert með. Er árangur að vinna alla leiki eða byggja upp félag sem er með sterka hugmyndafræði og öllum finnst gaman að spila í, yngri flokkunum er vel sinnt og við erum með marga uppalda stráka í meistaraflokksliðinu. Hvað er árangur? Ég held að það sé misjafnt hvern þú spyrð. Flestir segja að það sé hvar þú ert í töflunni þegar flautað er til leiksloka í október. En ég er bara ekki þar núna.“

Viðtalið við Óskar í heild sinni má finna í spilaranum hér að ofan
Besta-deild karla
Lið L U J T Mörk mun Stig
1.    Valur 18 11 4 3 46 - 24 +22 37
2.    Víkingur R. 18 9 5 4 33 - 24 +9 32
3.    Breiðablik 18 9 5 4 30 - 24 +6 32
4.    Stjarnan 18 8 4 6 34 - 30 +4 28
5.    Vestri 18 8 2 8 19 - 17 +2 26
6.    Fram 18 7 4 7 28 - 25 +3 25
7.    FH 18 6 4 8 31 - 27 +4 22
8.    KA 18 6 4 8 18 - 32 -14 22
9.    ÍBV 18 6 3 9 16 - 25 -9 21
10.    KR 18 5 5 8 39 - 41 -2 20
11.    Afturelding 18 5 5 8 21 - 27 -6 20
12.    ÍA 18 5 1 12 20 - 39 -19 16
Athugasemdir
banner