Chelsea verðmetur Jackson á 100 milljónir punda - Rashford efstur á óskalista Barcelona - Sancho til Juventus?
Fyrsta tap ÍR: „Helvíti gróft ef að eitt tap í tólf leikjum sitji þungt í mönnum"
Hemmi fékk góða afmælisgjöf: „Hún gat ekki verið betri"
Reynir Freyr: Gefur okkur mikið að fá Jón Daða
Gunnar Guðmunds: Við erum búnir að fá okkur alltof mörg mörk úr föstum leikatriðum
Árni Freyr: Andleysi leikmanna í hámarki
Jakob Gunnar spilaði sinn síðasta leik fyrir Þróttara: Vildi spila meira
Ingi Rafn: Fyrri hálfleikurinn skóp þennan sigur
Mark tekið af Keflavík vegna rangstöðu: „Bara óskiljanlegt"
Haraldur Hróðmars: Lífsnauðsynlegur sigur
Venni: Það gaf okkur blóð á tennurnar
Sandra María: Gáfum líkama og sál en það skilaði engu
Hlín kom frábær inn - Svekkt með hlutverkið sitt
Sveindís: Hann kemur samt þegar ekkert er undir
Glódís svekkt: Leyfðum henni að gera nákvæmlega það sem hún vill
Guðrún: Fæ gæsahúð í hvert skipti
Ingibjörg lýsir sorgarferlinu - „Þetta er ömurleg tilfinning"
Dagný: Að öllum líkindum mitt síðasta Evrópumót
Tómas Bent: Hefði átt að troða inn þriðja markinu
Túfa ánægður eftir sannfærandi Evrópusigur: Það er gaman að vera Valsari
Eru 22 saman í Sviss - „Áfram Vestri og áfram Guðrún"
   lau 21. júní 2025 21:18
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Sandra á leið á EM: Rosa gott fyrir hausinn
Kvenaboltinn
'Rosa gott fyrir hausinn að koma einu inn og að liðið skori fjögur'
'Rosa gott fyrir hausinn að koma einu inn og að liðið skori fjögur'
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
'Maður er í fótbolta fyrir þessi augnablik og ég er ótrúlega spennt'
'Maður er í fótbolta fyrir þessi augnablik og ég er ótrúlega spennt'
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Kærkominn sigur, rosalega gott veganesti í langa pásu fyrir liðið," sagði Sandra María Jessen, fyrirliði Þórs/KA, eftir sigur á Víkingi í dag.

Sandra skoraði fjórða mark liðsins en átti líka stóran þátt í þriðja markinu þar sem Sonja Björg Sigurðardóttir fylgdi á eftir skoti Söndru og skoraði. Fyrirliðinn var spurður út í framherjann stæðilega.

Lestu um leikinn: Þór/KA 4 -  1 Víkingur R.

„Hún er rosalega kraftmikill og góður leikmaður, erfitt að eiga við hana, með gríðarlegan líkamsstyrk og getur haldið leikmönnum frá sér. Hún er góð í að batta niður. Hún er efnilegur leikmaður sem verður gaman að fylgjast með á næstu árum og gott að hafa hana í okkar röðum."

Sandra er á leið á EM og er eðlilega spennt fyrir komandi verkefnum. „Ég held það sé mjög gott fyrir hausinn á manni (að skora), ekki það að ég er alltaf róleg yfir þessu, veit að ég er að skapa mikið og kannski ekki að fá jafnmikið af færum og síðasta sumar. En rosa gott fyrir hausinn að koma einu inn og að liðið skori fjögur."

Hún fer suður á morgun og út með landsliðinu til Serbíu á mánudagsmorgun. „Það er ekki löng pása, en ég er ekki að kvarta, maður er í fótbolta fyrir þessi augnablik og ég er ótrúlega spennt."

„Þetta er klárlega það skemmtilegata sem maður gerir. Ég hef farið einu sinni áður á stórmót og held að ég muni aldrei gleyma því. Núna er bara að skapa aðrar góðar minningar og gera allt til að ná í góð úrslit og komast eins langt og möguleiki er á."

„Eigum við ekki bara að byrja á því að koma okkur upp úr riðlinum? Ég held að það sé raunhæft markmið, auðvitað eru þetta jöfn lið í þessum riðli en það er allt mögulegt. Á góðum degi eigum við að geta unnið alla leikina og við setjum kröfuna á að ná það góðum úrslitum að við komumst upp úr riðlinum."

Athugasemdir
banner
banner