Chelsea skoðar Donnarumma - Newcastle endurvekur áhuga sinn á Ekitike - Douglas Luiz til West Ham?
   mán 23. júní 2025 20:16
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Tottenham að fá japanskan varnarmann
Kota Takai í baráttunni
Kota Takai í baráttunni
Mynd: EPA
Tottenham hefur náð samkomulagi við japanska félagið Kawasaki Frontale um kaup á varnarmanninum Kota Takai.

Takai er tvítugur miðvörður en hann mun ganga til liðs við félagið í næsta mánuði og verður hluti af aðalliðinu sem er undir stjórn Thomas Frank.

Takai hefur spilað tvo landsleiki fyrir japanska landsliðið. Hann spilaði sinn fyrsta leik í undankeppni HM gegn Kína í september.

Hann var valinn besti ungi leikmaður Japans árið 2024. Hann kemur til með að berjast við Cristian Romero, Micky van de Ven, Kevin Danso og Radu Dragusin um sæti í byrjunarliðinu.
Athugasemdir
banner