Van Dijk íhugaði Real - Anderson til í að fara til United - Sancho má fara frítt - Real ætlar að selja Vinicius
„Stórt að einn besti hafsent deildarinnar velji að spila fyrir okkur"
Auðveld ákvörðun að velja Grindavík/Njarðvík - „Væri til í að byrja á morgun"
Hlín Eiríks: Kíktum í balletkennslu í gær í staðinn fyrir æfingu
Steini: Hún er bara orðin gömul og þreytt
Thelma Karen: Gærdagurinn eitt mesta bull sem ég hef lent í á ævinni
Emilía Kiær: Geggjaður bónus að geta fengið sitt fyrsta landsliðsmark
Birnir Snær: Það er alvöru framleiðsla í Garðabænum
Sjáðu það helsta úr ítalska: Napoli fór á toppinn og Albert skoraði
Sjáðu það helsta úr spænska: Real Madrid vann El Clasico
Ragnar Bragi: Sýnir að klúbbnum sé alvara
Heimir setur titlasöfnun til hliðar: Núna er að búa til eitthvað
Jökull: Endar ekki í efstu þremur nema hafa unnið fyrir því
Örvar tvöfaldaði markafjölda sinn: Ég var óheppinn þá
Höskuldur: Hefur verið geðshræringavika
Ólafur Ingi: Eins og þú sérð þá er þetta frábært lið
Pablo Punyed um framtíðina: Það kemur í ljós
Matti Villa: Geggjaður endir á frábæru tímabili og mínum ferli
Sölvi um Pablo og Matta Villa: Þetta eru algjörir sigurvegarar
Túfa um Val: Miðað við allt sem ég er búinn að gera á ég þetta ekki skilið
Aron Sig stendur við ummæli sín: Sjá allir að við erum að fara taka yfir
   mán 23. júní 2025 22:38
Alexander Tonini
Dóri Árna: 11 manna blokk og sparkað í menn frá fyrstu mínútu
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Dóri Árna var hundóánægður með 1-1 jafntefli þrátt fyrir að hans menn jöfnuðu undir lokin. 

„Alls ekki ég er aldrei sáttur þegar við vinnum ekki og hvað þá á heimavelli þannig að mjög ósáttur við úrslitin".

Stóra spurningin er náttúrlega var þetta víti? ,,Ekki hugmynd ég er ekki búinn að sjá þetta". sagði þjálfari Blika. 

Halldór var mjög sáttur við spilamennsku síns liðs í leiknum.  „í fyrri hálfleik þá drögum við þá út úr blokkinni sinni sem þeir vilja ekki fara úr. Við komumst í frábærar stöður en við gerum skelfilega úr þeim því miður".


Lestu um leikinn: Breiðablik 1 -  1 Fram

Dóri segir að það má ekki lenda undir gegn Fram. 

„Þeir fara niður í ellefu manna blokk og reyna að drepa leikinn. Gerðu það bara svo sem ágætlega en mér fannst alltaf vera mark í loftinu".

„Ef  einhver vill sjá ekki annað út úr því bara "fine" en þeir náttúrlega sparka hábolta upp og sparka í okkur svo. Drepa leikinn og gerðu það bara gríðarlega vel og mikið hrós á þá fyrir það".

Það var kannski einmitt það sem gerði Höskuld pirraðan í lokin?

„Það er bara alveg ljóst hvernig línan er sett frá fyrstu mínútu að það myndi eitthvað svona gerast. Þú getur ekki bara leyft mönnum að slá í andlit fyrir framan dómarann og hamrað menn niður án þess að fá svo mikið sem tiltal. Það var algjörlega ljóst að þetta myndi fara í algjört rugl". sagði svekktur þjálfari Breiðabliks að lokum. 


Athugasemdir
banner
banner
banner