Glasner efstur á blaði hjá Man Utd - Rashford fær endurkomuleið á Old Trafford - Juventus ræðir við Liverpool um Chiesa
Valdi Keflavík fram yfir ÍBV - „Þykir rosalega vænt um fólk í Eyjum“
Gummi Magg: Sá fyrir mér öðruvísi endi með uppeldisfélaginu
Fótbolta nördinn - Fótbolti.net vs Fylkir
„Myndi ekki vilja fara aftur upp á geðheilsuna“
17 ára á toppnum í Danmörku - „Finnst ég vera á sama getustigi ef ekki betri“
Ísak Andri tók fund með meisturunum - „Skoða alla möguleika núna í janúar“
Fótbolta nördinn - Draumaliðið vs KR
Kristall Máni: Hef alltaf vitað að fótboltahæfileikarnir hverfa ekki
Jóladagatalið: Stólar fullir af hálfvitum
Jóladagatalið: „Vonandi hefur Gummi Ben eitthvað lært af þessu“
Kominn í grænt eftir eitt tímabil í Svíþjóð - „Eftir það tók ég ákvörðun um að fara annað“
Ætlaði ekki að koma heim - „Þegar ég talaði við Óskar lá þetta fyrir“
Jóladagatalið: Kristján Óli eftir að hafa skorað ljótasta markið á ferlinum
Jóladagatalið: Auðunn Blöndal og Gaui Þórðar í geitungavandræðum
Ísak bendir á augljóst vandamál: Erum ekki nógu góðir þar
Jóladagatalið: Allir á þjóðhátið, það er skylda hjá mér!
Æfingaleikur: Aron Kristófer skoraði frá miðju gegn Leikni
Jóladagatalið: Þið vitið aldrei neitt um okkur
„Láki tengdi okkur við góðan mann erlendis"
Ævintýraþjálfari Völsungs: Þegar þú ferðast um heiminn verður þú að taka ákvarðanir hratt
   mán 23. júní 2025 22:38
Alexander Tonini
Dóri Árna: 11 manna blokk og sparkað í menn frá fyrstu mínútu
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Dóri Árna var hundóánægður með 1-1 jafntefli þrátt fyrir að hans menn jöfnuðu undir lokin. 

„Alls ekki ég er aldrei sáttur þegar við vinnum ekki og hvað þá á heimavelli þannig að mjög ósáttur við úrslitin".

Stóra spurningin er náttúrlega var þetta víti? ,,Ekki hugmynd ég er ekki búinn að sjá þetta". sagði þjálfari Blika. 

Halldór var mjög sáttur við spilamennsku síns liðs í leiknum.  „í fyrri hálfleik þá drögum við þá út úr blokkinni sinni sem þeir vilja ekki fara úr. Við komumst í frábærar stöður en við gerum skelfilega úr þeim því miður".


Lestu um leikinn: Breiðablik 1 -  1 Fram

Dóri segir að það má ekki lenda undir gegn Fram. 

„Þeir fara niður í ellefu manna blokk og reyna að drepa leikinn. Gerðu það bara svo sem ágætlega en mér fannst alltaf vera mark í loftinu".

„Ef  einhver vill sjá ekki annað út úr því bara "fine" en þeir náttúrlega sparka hábolta upp og sparka í okkur svo. Drepa leikinn og gerðu það bara gríðarlega vel og mikið hrós á þá fyrir það".

Það var kannski einmitt það sem gerði Höskuld pirraðan í lokin?

„Það er bara alveg ljóst hvernig línan er sett frá fyrstu mínútu að það myndi eitthvað svona gerast. Þú getur ekki bara leyft mönnum að slá í andlit fyrir framan dómarann og hamrað menn niður án þess að fá svo mikið sem tiltal. Það var algjörlega ljóst að þetta myndi fara í algjört rugl". sagði svekktur þjálfari Breiðabliks að lokum. 


Athugasemdir
banner
banner
banner