Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
Höskuldur skoraði tvö: Var með ágætis tilfinningu í nýjum skóm
Jón Þór: Þessi leikur á eftir að nýtast okkur helling
Dóri staðfestir viðræðuslitin: Var kannski ekki eins og menn höfðu séð fyrir sér
Gummi Tóta: Vonaðist til að hjálparvörnin kæmi
Andri Lucas: Vonandi komumst við á stórmót eins fljótt og hægt er
Daníel Leó: Menn eru ennþá í áfalli
Hákon Arnar: Ég vona það fyrir framtíðina
Stefnan er sett á HM - „Maður lærir mest þegar á móti blæs“
„Ekkert eðlilega svekkjandi, ömurlegt bara"
Jói Berg: Grátlegt að vera svona nálægt þessu og ná ekki á EM
Jón Dagur: Líður eins og tímabilið sé búið
Hareide lítur björtum augum á framtíðina - „Þurfum fleiri varnarmenn"
Furðar sig á ákvörðun Rebrov - „Held að Guðmundsson skori"
Beðið um mynd í miðju viðtali - „Ef þú syngur með okkur í 90 mínútur þá ertu í Tólfunni"
Joey Drummer: Besta stund sem ég hef upplifað
Siggi Bond með innherjaupplýsingar fyrir leikinn í kvöld
Sjáðu auglýsinguna fyrir Bestu deildina 2024 - Þekkt andlit í nýjum aðstæðum
27 þúsund miðar seldir á Úkraína - Ísland í Wroclaw skálinni
Víðir Sig: Væri gaman ef annar draumur myndi rætast í þessari borg
Jói bjartsýnn á að geta spilað - „Það róaði taugarnar ansi mikið"
   mið 23. september 2020 22:32
Anton Freyr Jónsson
Davíð Smári: Erum ekki að fá nógu mikið lof
Davíð Smári Lamude var mjög kátur að leikslokum.
Davíð Smári Lamude var mjög kátur að leikslokum.
Mynd: Hulda Margrét
„Bara ógeðslega sáttur með strákana, virkilega,virkilega sáttur." voru fyrstu viðbrögð Davíðs Smára þjálfara Kórdrengja.

Lestu um leikinn: Kórdrengir 3 -  1 Selfoss

Kórdrengir fóru með tveggja marka forskot inn í hálfleikinn en Hrvoje Tokic minnkaði muninn í byrjun seinni hálfleiks áður en Jordan Damachoua skoraði efir hornspyrnu og Davíð var spurður hvort það hafi ekki verið gríðarlegur léttir að sjá boltann í netinu.

„Já léttir, algjörlega. Ég er bara hrikalega sáttur með þetta það er erfitt að tala og hlusta á allan fögnuðinn og athyglisbresturinn alveg að kicka inn en ég er bara ógeðslega sáttur með þetta."

„Mér finnst við sem Kórdrengir sem liðið, allir sem koma að liðinu, við erum ekki mörg og mér finnst við í raun og veru ekki fá nógu mikið lof það sem við erum að gera, við erum á toppi deildarinnar, búnir að fá á okkur ellefu mörk í átjan leikjum og búnir að skora 39 mörk og mér finnst bara að það mætti fjalla meira um þetta, þetta er ekkert smá afrek sem bæði lið eru að gera og þessir drengir sem eru tilbúnir að koma hérna í klúbbinn og spila á þessu leveli, þar að segja leggja sig alla í þetta og þetta er ekkert auðgefið og ég er bara gríðarlega sáttur."

„Þeir eru að kvarta yfir dómgæslunni í leiknum og ég veit ekki hvað og hvað. Ég veit ekki hvað ég á svosem að vera tala um dómgæsluna en ég held það segi ýmislegt, við spilum örugglega mestan tíman af öllum liðum í deildinni í vítateig andstæðingana, við erum búnir að fá eina vítaspyrnu í sumar og ef eitthvað er þá finnst mér dómgæslan í sumar hafa hallað hrikalega á okkur og ég elska ekkert meira en að fara erfiðu leiðina og við erum sem lið að fara erfiðu leiðina."

Kórdrengir hafa fengið aðeins ellefu mörk á sig í sumar og hafa verið að spila frábæran varnarleik og má það einkennast að liðið sé á toppi deildarinnar með sterkan varnarleik.

„Já, sterkan varnarleik og góðan sóknarleik, við erum búnir að skora flest af mörkum líka og það má ekki gleyma því og við vitum að vörn vinnur deildir og vonandi gerir það hjá okkur í ár, þetta er ekki neitt komið en við höldum áfram á þessari vegferð."

Kórdrengir voru í fjórðu deildinni fyrir tveimur árum og liðið hefur farið upp um 2 deildir síðan þá og er útlit fyrir að liðið sé að fara upp í Lengjudeildina en ekkert lið á Íslandi hefur afrekað það sem Kórdrengir hafa gert á síðustu árum.

„Ég vill bara enn og aftur endurtaka að mér finnst við sem klúbbur ekki fá nógu mikið lof. Mér finnst við eiga meira skilið, bæði í umfjöllun og bara í öllu saman. Þetta er eitthvað stærsta ævintýri sem hefur gerst í Íslenskri knattspyrnu."


Viðtalið í heild má sjá í sjónvarpinu hér að ofan
Athugasemdir
banner
banner