Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
banner
   mið 23. september 2020 05:55
Elvar Geir Magnússon
England í dag - Spilar Rúnar Alex sinn fyrsta leik fyrir Arsenal?
Talið er ólíklegt að Rúnar Alex Rúnarsson verði í marki Arsenal í kvöld.
Talið er ólíklegt að Rúnar Alex Rúnarsson verði í marki Arsenal í kvöld.
Mynd: Getty Images
Leikið er í enska deildabikarnum í kvöld en meðal leikja er viðureign Leicester og Arsenal. Félögin hafa verið að nota deildabikarinn til að dreifa álaginu og leyfa mönnum að fá tækifæri.

Gæti Rúnar Alex Rúnarsson verið í marki Arsenal? Íslenski markvörðurinn er nýgenginn í raðir Arsenal og þegar stuðningsmannasíður félagsins eru skoðaðar telja flestir að Bernd Leno verði í rammanum í kvöld.

Á stuðningsmannasíðunni The Arsenal Review er því þó spáð að Rúnar Alex verji mark liðsins. „Það er engin pressa á honum og hann getur fengið sinn fyrsta leik undir beltið," segir í umsögn síðunnar.

Meðal annarra leikja er viðureign Fleetwood og Everton en reiknað er með því að Gylfi Þór Sigurðsson verð í byrjunarliði Everton. Jón Daði Böðvarsson og félagar í Millwall mæta Burnley.

miðvikudagur 23. september
18:00 Stoke City - Gillingham
18:00 Millwall - Burnley
18:00 Fulham - Sheff Wed
18:00 Preston NE - Brighton
18:45 Leicester - Arsenal (Stöð 2 Sport 2)
18:45 Morecambe - Newcastle
18:45 Chelsea - Barnsley
18:45 Fleetwood Town - Everton (Stöð 2 Sport 3)
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner