Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
   fim 23. september 2021 18:00
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Guardiola er alpha og omega í Man City
Mynd: Getty Images
Gunnar Gunnarsson og Indriði Áki Þorláksson voru gestir hjá Sæbirni Steinke í hlaðvarpsþættinum Enski Boltinn um helgina.

Pep Guardiola þjálfari Manchester City var ekki ánægður með mætingu stuðningsmanna liðsins á leikinn gegn RB Leipzig í Meistaradeildinni í síðustu viku.

Formaður stuðningsmannaklúbbs Manchester City á Englandi brást illa við þessari beiðni Guardiola. Gunnar tjáði sig um málið.

„Mér finnst skrítið að formaður stuðningsmannaklúbbs City sé að svara Pep Guardiola, eins og hann sé eitthvað afl í þessum klúbbi. Pep Guardiola er Alpha og Omega í þessum klúbb núna," sagði Gunnar.

Guardiola svaraði stuðningsmönnum og sagðist tilbúinn að stíga til hliðar.

„Það er asnalegt að hann sé að hóta að hætta eins og hann sé eitthvað ómissandi, þetta er orðinn svolítill hanaslagur en málið er, ef einhver á efni á þessu þá er það Guardiola. Þó hann hafi bara verið með góð lið þá hefur hann alltaf skilað titlum og það er ekki endilega sjálfgefið sama hversu mikið fjármagn þú ert með milli handanna."
Enski boltinn - Umferðin skoðuð og horft Fram á við
Athugasemdir
banner
banner
banner