Maguire gæti elt McTominay til Napoli - Kolo Muani horfir til Englands - Nkunku vill fara frá Chelsea
banner
   mán 23. september 2024 11:52
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Viðar Ari fjórbrotnaði og tímabilinu líklega lokið
Viðar Ari.
Viðar Ari.
Mynd: Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir
Viðar Ari Jónsson þurfti að fara af velli snemma leiks HamKam gegn Lilleström á laugardag. Viðar lagði upp fyrsta mark heimamanna á 11. mínútu en í stöðunni 2-0, á 25. mínútu, þurfti hann að fara af velli eftir þungt samstuð.

Niðurstaðan úr samstuðinu var fjórbrotinn kjálki og hann missti tönn í ofanálag.

Viðar rotaðist við höggið og liggur hann þessa stundina í rúmi á sjúkrahúsi í Osló og bíður eftir aðgerð.

Það eru rúmir tveir mánuðir eftir af tímabilinu í Noregi en það er ólíklegt að Viðar taki frekari þátt í mótinu.

Viðar Ari er þrítugur og hefur verið hjá HamKam í rúmt ár eftir að hafa snúið aftur til Noregs eftir eitt og hálft ár í Ungverjalandi og stutt stopp hjá FH.

Hann hefur byrjað fimmtán leiki á tímabilinu og komið átta sinnum inn á. Oftast hefur hann spilað á hægri kantinum. Alls hefur hann skorað þrjú mörk og lagt upp tvö. Samningur hans við HamKam rennur út í lok árs.

HamKam endaði á því að vinna leikinn 5-0 og skoraði varnarmaðurinn Brynjar Ingi Bjarnason fimmta mark liðsins. HamKam er í 8. sæti deildarinnar.


Stöðutaflan Noregur Toppserien - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Bodo-Glimt 30 18 8 4 71 31 +40 62
2 SK Brann 30 17 8 5 55 33 +22 59
3 Viking FK 30 16 9 5 61 39 +22 57
4 Rosenborg 30 16 5 9 52 39 +13 53
5 Molde 30 15 7 8 64 36 +28 52
6 Fredrikstad 30 14 9 7 39 35 +4 51
7 Stromsgodset 30 10 8 12 32 40 -8 38
8 KFUM Oslo 30 9 10 11 35 36 -1 37
9 Sarpsborg 30 10 7 13 43 55 -12 37
10 Sandefjord 30 9 7 14 41 46 -5 34
11 Kristiansund 30 8 10 12 32 45 -13 34
12 Ham-Kam 30 8 9 13 34 39 -5 33
13 Tromso 30 9 6 15 34 44 -10 33
14 Haugesund 30 9 6 15 29 46 -17 33
15 Lillestrom 30 7 3 20 33 63 -30 24
16 Odd 30 5 8 17 26 54 -28 23
Athugasemdir
banner
banner
banner