Chelsea gæti gert tilboð í Garnacho - Man City vill Cambiaso - Dortmund dregur sig úr baráttunni um Rashford
   fös 24. janúar 2025 20:33
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Arsenal í viðræðum um einn efnilegasta leikmann Evrópu
Mynd: Getty Images
Arsenal er í viðræðum við Rosenborg um kaup á hinum 18 ára gamla Sverre Halseth Nypan. Þetta kemur fram á The Athletic.

Enska félagið hefur verið í viðræðum við norska félagið ásamt umboðsmanni leikmannsins en ekkert er í hendi sem stendur.

Nypan er talinn einn efnilegasti leikmaður Evrópu en hann spilaði sinn fyrsta leik fyrir Rosenborg árið 2022 þá aðeins 15 ára gamall. Hann hefur verið í lykil hlutverki hjá liðinu undanfarin tvö ár.

Hann hefur 33 landsleiki fyrir yngri landslið Noregs.
Athugasemdir
banner
banner
banner