Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   mið 24. mars 2021 13:53
Elvar Geir Magnússon
Búið að ákveða byrjunarlið Íslands - Jói Berg byrjar á bekknum
Icelandair
Jóhann Berg Guðmundsson verður á bekknum á morgun.
Jóhann Berg Guðmundsson verður á bekknum á morgun.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Við erum búnir að ákveða byrjunarliðið, það er klárt. Við tilkynnum byrjunarlið til leikmanna yfirleitt að morgni leikdags. Við gösprum því ekki út um allan bæ. Það er mikilvægt að leikmenn fái fyrstir að vita þetta," segir Arnar Þór Viðarsson landsliðsþjálfari.

Landsliðið er í Þýskalandi og mætir heimamönnum í fyrsta leik sínum í undankeppni HM annað kvöld.

Arnar ræddi við Hafliða Breiðfjörð sem er staddur í Þýskalandi. Hann opinberaði í því viðtali, sem birtist í heild á eftir, að Jóhann Berg Guðmundsson byrji á bekknum á morgun.

Jóhann hefur ekki getað tekið þátt í æfingum Íslands að fullum krafti en hann er að glíma við kálfameiðsli.

„Jói hefur verið að gera það sem við viljum að hann sé að gera. Hann hefur komið inn hluti af æfingunum þar sem er rólegt tempó, í dag gerði hann aðeins meira," segir Arnar.

„Við erum að líta á Jóa eins og nokkra aðra leikmenn þannig að við erum ekki að nota þá í öllum þremur leikjunum. Jói verður á bekknum á morgun, hvort við setjum hann inn eða notum hann í byrjunarliðinu í öðrum leikjum skýrist eftir daginn í dag."

„Við þurfum að sjá hvernig hann höndlaði það sem hann gerði í dag. Ef það eru ekki einhver sérstök viðbrögð er það opið að nota Jóa á morgun."

Leikir A-landsliðsins:

FIMMTUDAGUR 25. MARS
19:45 Þýskaland - Ísland

SUNNUDAGUR 28. MARS
16:00 Armenía - Ísland

MIÐVIKUDAGUR 31. MARS
18:45 Liechtenstein - Ísland
Athugasemdir
banner
banner