Manchester-liðin sýna Donnarumma áhuga - Arsenal vill klára kaupin á Eze - Fofana til Everton?
Simon Tibbling: Mér líður pínu eins og við höfum unnið
Rúnar Kristins: Stálum kannski þessu eina stigi?
Heimir Guðjóns: Átakanlegt að fylgjast með þessu
Adam Ægir sló á létta strengi: Þeir fengu mig inn, það var það sem breyttist
Túfa um markametið: Getur sett met sem verður gríðarleg erfitt að slá
Aron Sig: Sé ekkert til fyrirstöðu að við munum ekki taka yfir Íslenskan fótbolta
Amin Cosic: Ekki vanur svona mörgum áhorfendum sem syngja í 90 mínútur
Dóri Árna: Fannst þeir rosalega orkumiklir en við jöfnuðum okkur
Ágúst Orri: Ekki uppleggið en þetta er styrkleikinn minn
Óskar Hrafn: Ef ég set á mig KR gleraugun þá fannst mér við sterkari aðilinn
Bjarni Jó: Fyrra gula spjaldið var mjög ósanngjarnt
Ánægður með nýja hefð á Mærudögum
Venni: Við höfum verið góðir gestgjafar og þeir (KR) góðir gestir
Halli: Einbeitingabrestir sem slátra okkur leik eftir leik
Jóhann Birnir: Við tökum algjörlega yfir leikinn að mínu mati
Gunnar Heiðar: Fannst við vera líklegir til þess að vinna þennan leik
Marc McAusland: Var svolítið heppinn að hann hafi ekki náð að skora
Arnar Grétars: Heilt yfir hefðum við átt að klára þennan leik
Gústi Gylfa: Ekki hægt að fela sig endalaust á bakvið frammistöðu
Gunnar Guðmunds: Mér fannst út á velli við vera sterkari aðilinn í dag
   fös 24. mars 2023 15:25
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Steini hefur áhyggjur: Fær enga möguleika á því að sanna sig
Icelandair
Berglind Björg hefur ekki komið við sögu hjá PSG síðan í september, og aðeins í tveimur leikjum frá komu sinni frá Brann síðasta sumar.
Berglind Björg hefur ekki komið við sögu hjá PSG síðan í september, og aðeins í tveimur leikjum frá komu sinni frá Brann síðasta sumar.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
'Það er helvíti langur tími'
'Það er helvíti langur tími'
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Það er alltaf erfitt að velja landsliðið, alltaf spurningamerki sem þú ert með. Núna nota ég tækifærið og gef leikmönnum tækifærið til að sýna sig. Sem betur er alltaf ákveðinn hausverkur að velja hópinn, það er kostur að hafa úr einhverjum að velja og möguleika í stöðunni til að breyta," sagði landsliðsþjálfarinn Þorsteinn Halldórsson við Fótbolta.net í dag.

Hann tilkynnti landsliðshóp í dag fyrir æfingaleiki gegn Nýja-Sjálandi og Sviss.

Á fréttamannafundinum kom hann inná af hverju Berglind Björg Þorvaldsdóttir væri ekki í landsliðshópnum. Steini sagði eftirfarandi: „Ég vel hana ekki, hún hefur lítið spilað, nánast ekki neitt spilað félagsliðabolta síðan í ágúst á síðasta ári. Ég ákvað að hvíla hana í þessu verkefni. Ég var að vonast til að ýta undir það að hún fengi að spila eitthvað hjá PSG með því að spila með landsliðinu, en það skipti engu máli," sagði Steini.

Í viðtalinu var hann svo spurður nánar út í Berglindi: „Að sjálfsögðu hef ég áhyggjur, það eru komnir átta mánuðir síðan hún spilaði reglulega með félagsliði. Það er helvíti langur tími. Hún þarf að fara spila reglulega til að koma sér í gang og vera í spilformi til að geta spilað á hæsta 'levelinu'."

„Í haust erum við að fara spila í sambærilegri keppni og EM (Þjóðadeildinni) þannig að leikmenn þurfa að vera í standi til að geta tekið þátt í því verkefni og spilað á móti þeim þjóðum sem við erum að fara spila á móti í haust. Auðvitað hef ég áhyggjur af því þegar leikmaður spilar ekki neitt í svona langan tíma, fær enga sénsa og enga möguleika á því að sanna sig. Það eru ákveðin vonbrigði þegar svona er,"
sagði Steini.

Í viðtalinu er hann einnig spurður út í Söndru Sigurðardóttur, Cecilíu Rán Rúnarsdóttur og þær þrjár sem koma inn í landsliðið eftir talsverða fjarveru. Það eru Ásta Eir Árnadóttir, Hildur Antonsdóttir og Sandra María Jessen.

Viðtalið í heild sinni má sjá í spilaranum að ofan.
Athugasemdir
banner