Fernandes gæti farið frá Man Utd á næsta ári - Stórliðin berjast um Guehi - Fer Andrey Santos frá Chelsea?
Ísak Bergmann: Stórt fyrir Skagann á erfiðu sumri
„Mbappé má eiga það að hann er fljótur”
Björgvin Karl: Hefðum átt að klára þennan leik
Óli Kri: Við fengum erfiðan andstæðing í dag
Bjarni Jó: Getum sjálfum okkur um kennt
Völsungur áfram í Lengjudeildinni þvert á allar spár - „Tilfinningin er ótrúlega sæt"
Gústi Gylfa: Hann átti stjörnumóment síðustu tíu
Anton Ingi: Mikill léttir fyrir félagið að ná sigri eftir erfiðleika seinustu vikur
Arnar Grétars: Ekkert að gerast hjá þeim
Gunnar Heiðar fúll: Maður fann að það var mikil spenna í þessum leik
Haraldur Freyr: Það er bara þannig í fótbolta að mörk breyta leikjum
Siggi Höskulds: Sami undirbúningur og í síðustu leikjum
Jóhann Kristinn: Verða að vera 90 mínútur af úrslitaleik á föstudaginn næsta
Gyða Kristín: Þær voru með þrjár í vörn og við settum fleiri fram
Stoltur af litla bróður sínum: Mjög sérstakt
Sverrir Ingi: Hef gaman að því að spila svona leiki
Jón Dagur: Vissum að við ættum Gullann inni
Daníel kom inn á fyrir bróður sinn: „Stór stund fyrir fjölskylduna“
Leið vel í vinstri bakverðinum: „Get leyst hvaða stöðu sem er“
Kristian: Breytti leiknum og þá var þetta eignilega komið
   fös 24. mars 2023 15:25
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Steini hefur áhyggjur: Fær enga möguleika á því að sanna sig
Icelandair
Berglind Björg hefur ekki komið við sögu hjá PSG síðan í september, og aðeins í tveimur leikjum frá komu sinni frá Brann síðasta sumar.
Berglind Björg hefur ekki komið við sögu hjá PSG síðan í september, og aðeins í tveimur leikjum frá komu sinni frá Brann síðasta sumar.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
'Það er helvíti langur tími'
'Það er helvíti langur tími'
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Það er alltaf erfitt að velja landsliðið, alltaf spurningamerki sem þú ert með. Núna nota ég tækifærið og gef leikmönnum tækifærið til að sýna sig. Sem betur er alltaf ákveðinn hausverkur að velja hópinn, það er kostur að hafa úr einhverjum að velja og möguleika í stöðunni til að breyta," sagði landsliðsþjálfarinn Þorsteinn Halldórsson við Fótbolta.net í dag.

Hann tilkynnti landsliðshóp í dag fyrir æfingaleiki gegn Nýja-Sjálandi og Sviss.

Á fréttamannafundinum kom hann inná af hverju Berglind Björg Þorvaldsdóttir væri ekki í landsliðshópnum. Steini sagði eftirfarandi: „Ég vel hana ekki, hún hefur lítið spilað, nánast ekki neitt spilað félagsliðabolta síðan í ágúst á síðasta ári. Ég ákvað að hvíla hana í þessu verkefni. Ég var að vonast til að ýta undir það að hún fengi að spila eitthvað hjá PSG með því að spila með landsliðinu, en það skipti engu máli," sagði Steini.

Í viðtalinu var hann svo spurður nánar út í Berglindi: „Að sjálfsögðu hef ég áhyggjur, það eru komnir átta mánuðir síðan hún spilaði reglulega með félagsliði. Það er helvíti langur tími. Hún þarf að fara spila reglulega til að koma sér í gang og vera í spilformi til að geta spilað á hæsta 'levelinu'."

„Í haust erum við að fara spila í sambærilegri keppni og EM (Þjóðadeildinni) þannig að leikmenn þurfa að vera í standi til að geta tekið þátt í því verkefni og spilað á móti þeim þjóðum sem við erum að fara spila á móti í haust. Auðvitað hef ég áhyggjur af því þegar leikmaður spilar ekki neitt í svona langan tíma, fær enga sénsa og enga möguleika á því að sanna sig. Það eru ákveðin vonbrigði þegar svona er,"
sagði Steini.

Í viðtalinu er hann einnig spurður út í Söndru Sigurðardóttur, Cecilíu Rán Rúnarsdóttur og þær þrjár sem koma inn í landsliðið eftir talsverða fjarveru. Það eru Ásta Eir Árnadóttir, Hildur Antonsdóttir og Sandra María Jessen.

Viðtalið í heild sinni má sjá í spilaranum að ofan.
Athugasemdir