Áhugi Man Utd á Delap eykst - Telja að Salah hafi áhuga á að fara til Sádi-Arabíu - Newcastle reynir við Elliott
Aron Sig: Við erum með langbesta þjálfara landsins
Höskuldur um tilboð Brann: Heiður fyrir verðandi 31 árs krullhaus
Óskar Hrafn: Ömurleg staða fyrir íslenska knattspyrnuáhugamenn og Bestu deildina
Túfa: Markmiðið er klárlega að keppa um titilinn
Böddi: Erum kannski ekki beittustu hnífarnir í skúffunni
Gummi Magg: Klár ef allt gengur eftir í vikunni
Hörður Snævar: Setjum gjöf á diskinn þeirra
Alli Jói sáttur og glaður - „Mikilvægt að fá leiki á þessum tímapunkti"
Valgeir: Sýndum fram á hvað við erum að fara bjóða upp á í deildinni
Haddi: Staðan í hálfleik var ekki sanngjörn
Dóri Árna: Einni eldingu frá því að vera flautaðir inn
Sölvi Geir: Akkúrat leikurinn sem þú vilt fá rétt fyrir mót
Óskar Hrafn um meiðsli Stefáns Árna: Eitthvað sem viðkemur leiknum sjálfum verður hjákátlegt
Jóhann Kristinn: Væri mjög barnalegt að skella skuldinni á það
Agla María spennt fyrir tímabilinu: Höfum sjaldan verið með jafn öflugan hóp
Siggi Höskulds: Hrikalega stoltur af liðinu að klára þetta
Meiðslavandræðin elta KA - „Var ekki parsáttur við Þórsarana"
Arnar Gunnlaugs: Ég er ekki að biðja ykkur um að vera þolinmóðir
Stefán Teitur: Nenni ekki að standa hérna og tala um það
Orri Steinn: Höldum því bara á milli okkar leikmanna og teymisins
   fös 24. mars 2023 15:25
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Steini hefur áhyggjur: Fær enga möguleika á því að sanna sig
Icelandair
Berglind Björg hefur ekki komið við sögu hjá PSG síðan í september, og aðeins í tveimur leikjum frá komu sinni frá Brann síðasta sumar.
Berglind Björg hefur ekki komið við sögu hjá PSG síðan í september, og aðeins í tveimur leikjum frá komu sinni frá Brann síðasta sumar.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
'Það er helvíti langur tími'
'Það er helvíti langur tími'
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Það er alltaf erfitt að velja landsliðið, alltaf spurningamerki sem þú ert með. Núna nota ég tækifærið og gef leikmönnum tækifærið til að sýna sig. Sem betur er alltaf ákveðinn hausverkur að velja hópinn, það er kostur að hafa úr einhverjum að velja og möguleika í stöðunni til að breyta," sagði landsliðsþjálfarinn Þorsteinn Halldórsson við Fótbolta.net í dag.

Hann tilkynnti landsliðshóp í dag fyrir æfingaleiki gegn Nýja-Sjálandi og Sviss.

Á fréttamannafundinum kom hann inná af hverju Berglind Björg Þorvaldsdóttir væri ekki í landsliðshópnum. Steini sagði eftirfarandi: „Ég vel hana ekki, hún hefur lítið spilað, nánast ekki neitt spilað félagsliðabolta síðan í ágúst á síðasta ári. Ég ákvað að hvíla hana í þessu verkefni. Ég var að vonast til að ýta undir það að hún fengi að spila eitthvað hjá PSG með því að spila með landsliðinu, en það skipti engu máli," sagði Steini.

Í viðtalinu var hann svo spurður nánar út í Berglindi: „Að sjálfsögðu hef ég áhyggjur, það eru komnir átta mánuðir síðan hún spilaði reglulega með félagsliði. Það er helvíti langur tími. Hún þarf að fara spila reglulega til að koma sér í gang og vera í spilformi til að geta spilað á hæsta 'levelinu'."

„Í haust erum við að fara spila í sambærilegri keppni og EM (Þjóðadeildinni) þannig að leikmenn þurfa að vera í standi til að geta tekið þátt í því verkefni og spilað á móti þeim þjóðum sem við erum að fara spila á móti í haust. Auðvitað hef ég áhyggjur af því þegar leikmaður spilar ekki neitt í svona langan tíma, fær enga sénsa og enga möguleika á því að sanna sig. Það eru ákveðin vonbrigði þegar svona er,"
sagði Steini.

Í viðtalinu er hann einnig spurður út í Söndru Sigurðardóttur, Cecilíu Rán Rúnarsdóttur og þær þrjár sem koma inn í landsliðið eftir talsverða fjarveru. Það eru Ásta Eir Árnadóttir, Hildur Antonsdóttir og Sandra María Jessen.

Viðtalið í heild sinni má sjá í spilaranum að ofan.
Athugasemdir
banner
banner