Svakaleg barátta um Isak - Stórliðin á Englandi vilja senegalskan landsliðsmann - Garnacho til Barcelona?
Fór aðra leið en félagarnir - Tilbúinn í hörkuna á Skaganum
Þorri Mar: Það birtir alltaf til og núna skín Stjarnan
Steini: Sýndi að þær voru hræddar við að við myndum nálgast markið
Karólína eftir naumt tap: Þær voru orðnar drullu pirraðar
Ingibjörg: Héldum áfram að reyna og ég er stolt af því
„Henda sér niður við allt og væla yfir öllu“
Sölvi: Víkingstreyjan fer honum einstaklega vel
Kári: Hann vildi meina að nú væri kominn tími á að reyna þetta aftur
Gylfi um síðustu daga og skiptin umtöluðu - „Kári gefst greinilega ekki upp"
Cecilía: Frakkar hafa góða einstaklinga en ekki eins gott lið og Ísland
Hlín: Hellings pláss á móti þeim og okkar að nýta það
Steini: Þær fara mikið í 1 á 1 og reyna að plata
Emilía Kiær: Heimsklassa lið með heimsklassa leikmönnum
Katla Tryggva: Held ég sé með ágætis tök á dómurunum
Karólína Lea: Kom mér á óvart hvað hún er tæknilega góð
Glódís: Við erum ekki sáttar að fara héðan með eitt stig
Steini: Stundum vantaði aðeins meiri ró á boltanum
Dagný þakklát fyrir traustið: Eigum að geta gert aðeins betur
Sveindís Jane: Ég hefði átt að skjóta betur
Glódís: Hún er ein besta sexa í heimi
   fös 24. mars 2023 15:25
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Steini hefur áhyggjur: Fær enga möguleika á því að sanna sig
Icelandair
Berglind Björg hefur ekki komið við sögu hjá PSG síðan í september, og aðeins í tveimur leikjum frá komu sinni frá Brann síðasta sumar.
Berglind Björg hefur ekki komið við sögu hjá PSG síðan í september, og aðeins í tveimur leikjum frá komu sinni frá Brann síðasta sumar.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
'Það er helvíti langur tími'
'Það er helvíti langur tími'
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Það er alltaf erfitt að velja landsliðið, alltaf spurningamerki sem þú ert með. Núna nota ég tækifærið og gef leikmönnum tækifærið til að sýna sig. Sem betur er alltaf ákveðinn hausverkur að velja hópinn, það er kostur að hafa úr einhverjum að velja og möguleika í stöðunni til að breyta," sagði landsliðsþjálfarinn Þorsteinn Halldórsson við Fótbolta.net í dag.

Hann tilkynnti landsliðshóp í dag fyrir æfingaleiki gegn Nýja-Sjálandi og Sviss.

Á fréttamannafundinum kom hann inná af hverju Berglind Björg Þorvaldsdóttir væri ekki í landsliðshópnum. Steini sagði eftirfarandi: „Ég vel hana ekki, hún hefur lítið spilað, nánast ekki neitt spilað félagsliðabolta síðan í ágúst á síðasta ári. Ég ákvað að hvíla hana í þessu verkefni. Ég var að vonast til að ýta undir það að hún fengi að spila eitthvað hjá PSG með því að spila með landsliðinu, en það skipti engu máli," sagði Steini.

Í viðtalinu var hann svo spurður nánar út í Berglindi: „Að sjálfsögðu hef ég áhyggjur, það eru komnir átta mánuðir síðan hún spilaði reglulega með félagsliði. Það er helvíti langur tími. Hún þarf að fara spila reglulega til að koma sér í gang og vera í spilformi til að geta spilað á hæsta 'levelinu'."

„Í haust erum við að fara spila í sambærilegri keppni og EM (Þjóðadeildinni) þannig að leikmenn þurfa að vera í standi til að geta tekið þátt í því verkefni og spilað á móti þeim þjóðum sem við erum að fara spila á móti í haust. Auðvitað hef ég áhyggjur af því þegar leikmaður spilar ekki neitt í svona langan tíma, fær enga sénsa og enga möguleika á því að sanna sig. Það eru ákveðin vonbrigði þegar svona er,"
sagði Steini.

Í viðtalinu er hann einnig spurður út í Söndru Sigurðardóttur, Cecilíu Rán Rúnarsdóttur og þær þrjár sem koma inn í landsliðið eftir talsverða fjarveru. Það eru Ásta Eir Árnadóttir, Hildur Antonsdóttir og Sandra María Jessen.

Viðtalið í heild sinni má sjá í spilaranum að ofan.
Athugasemdir
banner
banner