Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   mán 24. maí 2021 09:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Er raunhæft að Stjarnan falli? - „Garðabærinn er í sjokki"
Rúnar Páll Sigmundsson og Ólafur Jóhannesson þjálfuðu Stjörnuna saman í fyrra.
Rúnar Páll Sigmundsson og Ólafur Jóhannesson þjálfuðu Stjörnuna saman í fyrra.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Stjarnan hefur átt mjög erfitt í upphafi Íslandsmótsins og situr á botni Pepsi Max-deildarinnar eftir fimm umferðir.

Það hefur mikið gengið á í upphafi móts. Gunnlaugur Jónsson, sem hefur verið á vellinum fyrir Stöð 2 Sport í Pepsi Max-deildinni, var í útvarpsþættinum Fótbolta.net á laugardag þar sem hann spjallaði um Stjörnuna.

„Þetta hefur ekki bara verið döpur byrjun, heldur líka rosalega skrýtin byrjun. Endurnýjunin á liðinu sem alltaf er búið að vera óska eftir, hún kemur kannski aðeins of bratt og það hefur illa gengið," sagði Tómas Þór Þórðarson.

Rúnar Páll Sigmundsson hætti sem þjálfari Stjörnunnar eftir eina umferð.

„Að Rúnar skuli hætta eftir eina umferð, það er sjokk - Garðabærinn er í sjokki," sagði Gunnlaugur. „Rúnar er bara herra Stjarnan með stóru S. Hann er hættur eftir eina umferð vegna ósættis við stjórn. Ég get rétt ímyndað mér hvað er verið að tala um í Garðabænum."

„Við þurfum að ímynda okkur það því þeir segja ekkert út á við," sagði Tómas.

Sjá einnig:
Engin svör úr Garðabænum - Uppsöfnuð vandamál?

Er það raunhæft að Stjarnan falli úr efstu deild?

„Þeir eiga Halldór Orra og Óla kalla inni. Ef þeir ná sér af þessum meiðslum og ná sér á skrið, þá eru það of mikil gæði til viðbótar við hópinn sem er að mörgu leyti fínn. Ég get ekki séð það gerast," sagði Gunnlaugur en alla umræðuna má sjá hér að neðan.
Útvarpsþátturinn - Íslenskt boltahlaðborð með Gulla Jóns
Athugasemdir
banner
banner