Forgangsatriði fyrir Man Utd að fá Gyökeres - Zirkzee til Aston Villa?
   mið 05. maí 2021 14:27
Elvar Geir Magnússon
Engin svör úr Garðabænum - Uppsöfnuð vandamál?
Rúnar Páll í sínum síðasta leik sem þjálfari Stjörnunnar.
Rúnar Páll í sínum síðasta leik sem þjálfari Stjörnunnar.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Sölvi Snær Guðbjargarson.
Sölvi Snær Guðbjargarson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Þau afskaplega óvæntu tíðindi bárust áðan að Rúnar Páll Sigmundsson væri búinn að segja upp hjá Stjörnunni. Hvorki hann né félagið hafa gefið upp hver ástæðan sé en hér má sjá yfirlýsingu Stjörnunnar.

Stjarnan gerði markalaust jafntefli við nýliða Leiknis í fyrstu umferð Pepsi Max-deildarinnar um helgina en næsti leikur liðsins er gegn Keflavík um helgina.

Engin svör
Fótbolti.net hefur reynt að ná tali af Rúnari sjálfum, formanni knattspyrnudeildar Stjörnunnar og einnig af Þorvaldi Örlygssyni aðstoðarmanni Rúnars. Allt án árangurs.

Uppsöfnuð vandamál
Samkvæmt heimildum Fótbolta.net tengist uppsögn Rúnars uppsöfnuðum vandamálum. Þar á meðal Sölvamálinu sem fjallað er um að neðan.

Leikmenn skynjuðu ekkert
Samkvæmt heimildum voru leikmenn alveg grunlausir. Allt virtist í himnalagi á æfingu í gær og Rúnar var hinn hressasti. Það er æfing fyrirhuguð hjá liðinu í dag klukkan 16:30 og leikmenn hafa engar upplýsingar fengið.

Umræða um uppalda leikmenn
Í Garðabæ finnst ýmsum vanta fleiri uppalda leikmenn í lykilhlutverk í Stjörnuliðinu. Talsverð umræða hefur verið um þetta og ákveðinn þrýstingur myndast. Gæti þetta spilað inn í?

Sölvamálið
Stjarnan aflýsti æfingaleik gegn Breiðabliki fyrir mót eftir að Kópavogsfélagið tilkynnti að það ætlaði að ræða við Sölva Snæ Guðbjargarson, einn besta unga leikmann Stjörnuliðsins. Þessi tilkynning frá Blikum fór illa í Garðbæinga. Samningur Sölva við Stjörnuna rennur út eftir tímabilið. Sölvi var á bekknum í leiknum gegn Leikni og hann er tengdasonur Rúnars sem eykur flækjustigið og dramatíkina.

Var planið að Óli Jó tæki við?
Rúnar og Ólafur Jóhannesson stýrðu Stjörnuliðinu saman á síðasta tímabili. Þær sögur ganga að Ólafur hafi búist við því að taka einn við liðinu að tímabilinu loknu því Rúnar hafi íhugað að láta af störfum. Það hafi svo ekki gerst og það var Ólafur sem hvarf á braut.

Tekur Þorvaldur við?
Líklegast verður að telja að Þorvaldur Örlygsson, aðstoðarmaður Rúnars, muni taka við liðinu. Í tilkynningu Stjörnunnar er þó ekkert sagt til um hver muni taka við. Ýtir það undir að uppsögn Rúnars hafi borið mjög brátt að.
Athugasemdir
banner
banner
banner