Newcastle á eftir Scalvini - Barcelona snýr sér aftur að Díaz - Tottenham vill belgískan miðvörð
banner
   fös 24. júlí 2020 17:45
Aksentije Milisic
16 leikmenn og starfsfólk hjá spænsku 2. deildarliði greind með kórónu veiruna
Önnur deildin á Spáni er komin í uppnám en stefnan var að klára hana á mánudaginn næstkomandi. Liðið Fuenlabrada, sem er að eltast við sæti í umspili til að komast í La Liga, greindi frá því að alls 16 leikmenn og starfsfólk hafa greinst með kórónu veiruna.

Fuenlabrada átti að mæta Deportivo La Coruna í lokaleik deildarinnar en nú hefur þeim leik verið frestað og því ekki hægt að klára deildina strax.

Spænska knattspyrnusambandið virtist hafa náð að skipuleggja það að klára mótið eftir að allt stoppaðist fyrr á árinu en La Liga kláraðist síðastliðinn sunnudag án vandræða.

En nú þegar lokaumferðin í annari deildinni átti að fara af stað á mánudaginn eftir helgi, tilkynnti Fuenlabrada að sex leikmenn sem áttu að ferðast með liðinu í leikinn gegn Deportivo, hafi greinst með veiruna.

Ef Fuenlabrada nær að spila við Deportivo, þá dugir liðinu jafntefli til þess að komast í umspilið. Sumir vilja þó meina að Deportivo ætti að fá sigurinn gefins vegna þess að Fuenlabrada náði ekki að manna lið á réttum tíma.
Athugasemdir
banner
banner