Hlusta á tilboð í Mateta næsta sumar - Mainoo efstur á óskalista Napoli - Ungur Þjóðverji á blaði hjá Liverpool og Man Utd
Jóladagatalið: Langbest að fá heyrnarlausa menn til að dæma leikinn
Jóladagatalið: Cillessen rauk úr viðtali eftir tap á Laugardalsvelli
Jóladagatalið: Gylfi lét boltum rigna yfir Jóa Berg
Aron Einars: Spenntur fyrir Davíð og öllu sem hann stendur fyrir
Jóladagatalið: Ólafur Karl Finsen í kleinu
Ray Anthony: Eigum eftir að styrkja okkur betur
Hjörvar Daði: Markmiðið er að fara upp
Damir: Auðveld ákvörðun að velja Grindavík
Höskuldur: Varnarmennirnir gátu aldrei verið þægilegir út af honum
Ágúst Orri: Hann fer nánast á rassgatið
Óli Skúla: Sýndi að hann er frábær leikmaður
Ólafur Ingi: Draumastaða er bara þrjú stig
Sviptu hulunni af Loga Ólafs sem sagði af sér um leið
Höskuldur: Ég er mikill unnandi Loga sem persónu og leikmanns
Árni Guðna: Aldrei spurning þegar kallið kom héðan
Jói Kalli: Langaði ekki að vera lengur einn úti
Alex Freyr: Tók eitt símtal frá Davíð Smára
Sá fyrir sér að spila allan ferilinn með Völsungi en fetar í spor föður síns
Útskýrir af hverju hann er orðinn þjálfari Sindra: Ákvað að hætta í janúar
„Vissi að það yrði erfitt að kveðja en varð mun erfiðara en ég átti von á"
   lau 24. september 2022 18:33
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Alexander eftir fallið: Veit ekki einu sinni hvað er að gerast á morgun
Kvenaboltinn
Alexander Aron Davorsson.
Alexander Aron Davorsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Afturelding fagnar marki.
Afturelding fagnar marki.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Afturelding mun ekki leika áfram í Bestu deildinni á næstu leiktíð. Þetta varð ljóst eftir 1-2 tap liðsins gegn Íslandsmeisturum Vals.

„Ég vil byrja á að óska Val til hamingju með Íslands- og bikarmeistaratitilinn. Þær eru vel að þessu komnar, besta liðið á landinu," sagði Alexander Aron Davorsson, þjálfari Aftureldingar, eftir leikinn - eftir að ljóst er að fall sé niðurstaðan.

Lestu um leikinn: Afturelding 1 -  3 Valur

Afturelding tókst að gefa toppliðinu alvöru leik í dag. „Við erum búnar að lenda í ákveðnu mótlæti í sumar en ef maður lendir ekki í mótlæti þá nærðu aldrei árangri. Núna erum við með tímabil á bakinu þar sem allt gekk á afturfótunum og núna er það upp með hausinn og að halda áfram."

Alexander hefur talað um það að hann gæti skrifað bók um það sem gekk á hjá liðinu í sumar, en það hefur til að mynda verið mikið um meiðsli. Er hann farinn að hugsa um það hvenær hann ætlar að gefa út þessa bók?

„Það eru nokkrir búnir að hafa samband um að taka einhverja þætti en ég hef sagt nei því það yrði ekkert skemmtilegt, það yrði bara sorglegt. Við viljum frekar gera skemmtiefni í Mosfellsbænum, en ekki einhverja sorgarmynd. Ég er ánægður með það hvernig hugarfarið hjá leikmönnum er og hvernig við nálgumst öll verkefni. Það er mikið hrós til þeirra."

Verður hann áfram með liðið?

„Þessi tvö ár hafa gefið mér persónulega mikinn skóla. Ég er bara þannig maður að ég veit ekki einu sinni hvað er að gerast á morgun. Ég þarf að vakna á morgun og hugsa hvað ég er að gera þá. Ég er ekkert farinn að hugsa um það," sagði Alexander.
Athugasemdir
banner