Napoli reynir aftur við Garnacho - Arsenal ekki að ná að semja við Sporting um Gyökeres - Kudus í læknisskoðun hjá Spurs
Sandra María: Gáfum líkama og sál en það skilaði engu
Hlín kom frábær inn - Svekkt með hlutverkið sitt
Sveindís: Hann kemur samt þegar ekkert er undir
Glódís svekkt: Leyfðum henni að gera nákvæmlega það sem hún vill
Guðrún: Fæ gæsahúð í hvert skipti
Ingibjörg lýsir sorgarferlinu - „Þetta er ömurleg tilfinning"
Dagný: Að öllum líkindum mitt síðasta Evrópumót
Tómas Bent: Hefði átt að troða inn þriðja markinu
Túfa ánægður eftir sannfærandi Evrópusigur: Það er gaman að vera Valsari
Eru 22 saman í Sviss - „Áfram Vestri og áfram Guðrún"
„Hætt að borða nammi í Tenerife ferðinni þegar hún var tíu ára"
GunnInga í bláa hafinu: Styðjum liðið okkar í blíðu og stríðu
„Eru geggjaðir karakterar og munu bíta fast frá sér“
Tólfan spáir sigri - „Hef bara séð eina Noregstreyju“
Fékk leyfi til að fljúga beint frá Albaníu til Sviss
Einar Guðna þurfti ekki að hugsa málið - „Algjört draumastarf"
Halli: Er ekkert í þessu til að hefna fyrir eitt né neitt
Halli Hróðmars: Orðið ansi þungt leik eftir leik
Úlfur Ágúst: Ég reyndi og sem betur fer fór hann inn
Jökull: Við vorum líklegri og sköpuðum betri færi
   lau 24. september 2022 18:33
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Alexander eftir fallið: Veit ekki einu sinni hvað er að gerast á morgun
Kvenaboltinn
Alexander Aron Davorsson.
Alexander Aron Davorsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Afturelding fagnar marki.
Afturelding fagnar marki.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Afturelding mun ekki leika áfram í Bestu deildinni á næstu leiktíð. Þetta varð ljóst eftir 1-2 tap liðsins gegn Íslandsmeisturum Vals.

„Ég vil byrja á að óska Val til hamingju með Íslands- og bikarmeistaratitilinn. Þær eru vel að þessu komnar, besta liðið á landinu," sagði Alexander Aron Davorsson, þjálfari Aftureldingar, eftir leikinn - eftir að ljóst er að fall sé niðurstaðan.

Lestu um leikinn: Afturelding 1 -  3 Valur

Afturelding tókst að gefa toppliðinu alvöru leik í dag. „Við erum búnar að lenda í ákveðnu mótlæti í sumar en ef maður lendir ekki í mótlæti þá nærðu aldrei árangri. Núna erum við með tímabil á bakinu þar sem allt gekk á afturfótunum og núna er það upp með hausinn og að halda áfram."

Alexander hefur talað um það að hann gæti skrifað bók um það sem gekk á hjá liðinu í sumar, en það hefur til að mynda verið mikið um meiðsli. Er hann farinn að hugsa um það hvenær hann ætlar að gefa út þessa bók?

„Það eru nokkrir búnir að hafa samband um að taka einhverja þætti en ég hef sagt nei því það yrði ekkert skemmtilegt, það yrði bara sorglegt. Við viljum frekar gera skemmtiefni í Mosfellsbænum, en ekki einhverja sorgarmynd. Ég er ánægður með það hvernig hugarfarið hjá leikmönnum er og hvernig við nálgumst öll verkefni. Það er mikið hrós til þeirra."

Verður hann áfram með liðið?

„Þessi tvö ár hafa gefið mér persónulega mikinn skóla. Ég er bara þannig maður að ég veit ekki einu sinni hvað er að gerast á morgun. Ég þarf að vakna á morgun og hugsa hvað ég er að gera þá. Ég er ekkert farinn að hugsa um það," sagði Alexander.
Athugasemdir
banner