Guehi til Liverpool - Salah kennt um erfiðleika Wirtz - Tottenham vill markmann - Tchouameni til Man Utd og Toney til Englands
Útskýrir af hverju hann er orðinn þjálfari Sindra: Ákvað að hætta í janúar
„Vissi að það yrði erfitt að kveðja en varð mun erfiðara en ég átti von á"
29 ára þjálfari í efstu deild - „Frábært að koma inn í svona stórt félag"
Lítur á HK sem klárt skref upp á við - „Kitlar egóið að vera í þannig stöðu"
Sverrir spenntur fyrir framtíðinni: Við erum með mjög gott lið
Elías Rafn: Eigum ekki að fá á okkur svona einföld mörk
Hákon Arnar: Mun taka tíma að jafna sig á þessu
Guðlaugur Victor: Trúði ekki þessari vörslu
Brynjólfur: Áfram gakk og við förum á næsta stórmót
Jón Dagur um að HM draumurinn sé horfinn: Gríðarleg vonbrigði
Ísak Bergmann: Þetta er bara okkar Króatía
Hilmar Jökull: Verðum í bullandi minnihluta en það verður fjör
Toddi: Ef við byrjum eins og í Bakú þá eigum við góða möguleika
Brynjar Björn: Öll liðin eiga möguleika á umspilssæti
Andri Lucas: Þeir sýndu aðeins meiri lit
Kristian Hlyns: Erfitt að fá byrjunarliðssæti í þessu liði
Hákon Arnar: Geggjaður gæi og geggjaður leikmaður
Ísak Bergmann: Svo auðvelt að spila með Alberti
Jói Berg: Frábært afrek fyrir mig og mína fjölskyldu
Albert: Galið hvað ég var með stórt útisvæði til að halda partí
   lau 24. september 2022 18:33
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Alexander eftir fallið: Veit ekki einu sinni hvað er að gerast á morgun
Kvenaboltinn
Alexander Aron Davorsson.
Alexander Aron Davorsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Afturelding fagnar marki.
Afturelding fagnar marki.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Afturelding mun ekki leika áfram í Bestu deildinni á næstu leiktíð. Þetta varð ljóst eftir 1-2 tap liðsins gegn Íslandsmeisturum Vals.

„Ég vil byrja á að óska Val til hamingju með Íslands- og bikarmeistaratitilinn. Þær eru vel að þessu komnar, besta liðið á landinu," sagði Alexander Aron Davorsson, þjálfari Aftureldingar, eftir leikinn - eftir að ljóst er að fall sé niðurstaðan.

Lestu um leikinn: Afturelding 1 -  3 Valur

Afturelding tókst að gefa toppliðinu alvöru leik í dag. „Við erum búnar að lenda í ákveðnu mótlæti í sumar en ef maður lendir ekki í mótlæti þá nærðu aldrei árangri. Núna erum við með tímabil á bakinu þar sem allt gekk á afturfótunum og núna er það upp með hausinn og að halda áfram."

Alexander hefur talað um það að hann gæti skrifað bók um það sem gekk á hjá liðinu í sumar, en það hefur til að mynda verið mikið um meiðsli. Er hann farinn að hugsa um það hvenær hann ætlar að gefa út þessa bók?

„Það eru nokkrir búnir að hafa samband um að taka einhverja þætti en ég hef sagt nei því það yrði ekkert skemmtilegt, það yrði bara sorglegt. Við viljum frekar gera skemmtiefni í Mosfellsbænum, en ekki einhverja sorgarmynd. Ég er ánægður með það hvernig hugarfarið hjá leikmönnum er og hvernig við nálgumst öll verkefni. Það er mikið hrós til þeirra."

Verður hann áfram með liðið?

„Þessi tvö ár hafa gefið mér persónulega mikinn skóla. Ég er bara þannig maður að ég veit ekki einu sinni hvað er að gerast á morgun. Ég þarf að vakna á morgun og hugsa hvað ég er að gera þá. Ég er ekkert farinn að hugsa um það," sagði Alexander.
Athugasemdir
banner
banner