Liverpool horfir til Þýskalands, nýir eigendur Everton eru hrifnir af Southgate og Leeds ætlar að stækka heimavöll sinn
banner
   þri 24. september 2024 11:09
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Aron Einar aftur til Katar (Staðfest)
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Aron Einar Gunnarsson er genginn í raðir félags í Katar, hann er kominn með leikheimild þar og mun spila þar í vetur.

Aron staðfesti tíðindin í samtali við Fótbolta.net. Viðtal við hann verður svo birt seinna í dag. Félagið sem Aron semur við er í Meistaradeildinni í Asíu og þar má tefla fram fleiri erlendum leikmönnum en í deildinni í Katar.

Aron rifti samningi sínum við Þór fyrr í þessum mánuði. Á heimasíðu KSÍ sést að samningurinn er úr gildi. Aron staðfestir að það hefði gerst fyrir lokaleikinn í Lengjudeildinni og gat hann því samið í Katar þar sem glugginn þar var ennþá opinn þegar samningnum var rift. Samningur Arons við Þór átti að gilda út næsta tímabil.

Aron, sem samdi við Þór í ágúst, sagði frá því í viðtölum í sumar að hugurinn leitaði aftur út þar sem hann var meðvitaður um að hann kæmist ekki aftur í landsliðið með því að spila í Lengjudeildinni.
Athugasemdir
banner
banner
banner