Napoli í viðræðum um Garnacho - Villa hafnaði tilboði West Ham í Duran - Vlahovic orðaður við Chelsea
   þri 24. september 2024 13:06
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Aron Einar í Al-Gharafa - „Alveg búin að plana þetta"
Aron Einar Gunnarsson.
Aron Einar Gunnarsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Aron Einar Gunnarsson, landsliðsfyrirliði Íslands til margra ára, er genginn í raðir Al-Gharafa í Katar. Samningurinn gildir út júní á næsta ári en Aron segir það.

Aron staðfesti við Fótbolta.net í dag að hann væri búinn að semja við félag í Katar, Al-Gharafa. Félagið er í Meistaradeildinni í Asíu og þar má tefla fram fleiri erlendum leikmönnum en í deildinni í Katar.

Aron rifti samningi sínum við Þór fyrr í þessum mánuði. Aron, sem samdi við Þór í ágúst, sagði frá því í viðtölum í sumar að hugurinn leitaði aftur út þar sem hann var meðvitaður um að hann kæmist ekki aftur í landsliðið með því að spila í Lengjudeildinni.

„Þetta var spennandi möguleiki fyrir mig til að koma mér inn í hlutina aftur, spila áfram úti. Ef að vel gengur þá gæti verið möguleiki á því að ég verði skráður í deildarhópinn líka hjá félaginu. Þetta opnar fleiri dyr fyrir mig að vera hérna úti," segir Aron við Fótbolta.net.

„Það liggur alveg ljóst fyrir að þetta kemur út frá mínum tengingum frá veru minni hér áður. Við vorum alveg búin að plana þetta þannig varðandi riftun á samningi við Þór, hún átti sér stað eftir Dalvíkurleikinn, fyrir lok gluggans hér úti (9. september). Þess vegna spilaði ég ekki síðasta leikinn með Þór (gegn Gróttu). Það var gert til öryggis ef þetta skyldi koma upp, sem það svo gerði. Þetta var alltaf planið og Þórsararnir vissu það líka. Ég er bara ánægður að þetta sé komið í gegn og ég fæ að spila allavega sjö leiki í Meistaradeildinni. Það verða svo fleiri leikir ef við komumst áfram í því."

„Planið var að spila þessa leiki heima á Íslandi, bæði upp á formið og svo til að fá sjálfstraust varðandi meiðslin, þetta var mjög mikilvægt fyrir mig og næsta skref. Nú er ég kominn út og planið að gera þetta vel hér, gera þetta almennilega og sjá svo bara hvað gerist í framhaldinu," segir Aron.

Á meðal leikmanna Al-Gharafa eru Joselu, fyrrum sóknarmaður Real Madrid, og Rodrigo, fyrrum sóknarmaður Leeds. Al-Gharafa endaði í þriðja sæti katörsku deildarinnar á síðasta tímabili.

Til að byrja með er Aron eingöngu skráður í Meistaradeildarhópinn. Fyrsti leikur Arons með liðinu gæti orðið 1. október þegar liðið tekur á móti Al Ain í 2. umferð keppninnar. Alls spilar liðið átta leiki í riðlakeppninni og 8 af 12 liðum í riðlinum komast í 16-liða úrslit. Riðlakeppninni lýkur 19. febrúar.
Athugasemdir
banner
banner
banner