Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   sun 24. nóvember 2019 15:56
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Ítalía: Mark og tvær stoðsendingar frá Chris Smalling
Chris Smalling er í láni frá Manchester United.
Chris Smalling er í láni frá Manchester United.
Mynd: Getty Images
Chris Smalling átti stórleik fyrir Roma er liðið lagði Brescia að velli í ítölsku úrvalsdeildinni.

Smalling, sem er í láni frá Manchester United, skoraði fyrsta mark leiksins í upphafi seinni hálfleik og lagði upp hin tvö mörkin í 3-0 sigri Roma.

Eftir sigurinn á Brescia er Roma í þriðja sæti deildarinnar með 25 stig. Brescia er á botninum með aðeins sjö stig.

Nágrannar Roma í Lazio eru í fjórða sæti með 24 stig eftir dramatískan sigur á Sassuolo. Felipe Caicedo skoraði sigurmark Lazio í uppbótartíma.

Þá vann Hellas Verona góðan sigur á Fiorentina á heimavelli, 1-0. Verona er í níunda sæti og Fiorentina í tíunda sæti.

Verona 1 - 0 Fiorentina
1-0 Samuel Di Carmine ('66 )

Roma 3 - 0 Brescia
1-0 Chris Smalling ('49 )
2-0 Gianluca Mancini ('57 )
3-0 Edin Dzeko ('66 )

Sassuolo 1 - 2 Lazio
0-1 Ciro Immobile ('34 )
1-1 Francesco Caputo ('45 )
1-2 Felipe Caicedo ('90 )

Önnur úrslit:
Ítalía: Dzemaili var bjargvættur Bologna
Athugasemdir
banner
banner