Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
banner
   þri 24. nóvember 2020 17:53
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Dofri og Andri Freyr í Fjölni (Staðfest)
Lengjudeildin
Dofri og Andri Freyr.
Dofri og Andri Freyr.
Mynd: Fjölnir
Sóknarmaðurinn Andri Freyr Jónasson og bakvörðurinn Dofri Snorrason hafa samið við Fjölni.

Andri Freyr kemur frá Aftureldingu og skrifar undir þriggja ára samning við Fjölni, sem féll úr Pepsi Max-deildinni síðasta sumar. Andri er 22 ára gamall og hefur leikið með Aftureldingu allan sinn feril, hann hefur undanfarið verið fyrirliði liðsins.

Á síðustu leiktíð spilaði Andri 16 leiki í Lengjudeild karla og skoraði í þeim sjö mörk.

Dofri er reynslumikill fjölhæfur bakvörður, sem getur einnig leyst margar aðrar stöður. Dofri er fæddur árið 1990 og spilaði alls tíu leiki í deild og bikar fyrir Víkinga í Pepsi Max-deildinni í sumar.

Samtals hefur Dofri spilað 205 leiki í meistaraflokk á ferlinum og skorað í þeim 17 mörk. Ásamt því að spila með Víkingi hefur hann leikið með KR á sínum ferli.

Ljóst er að þessir tveir leikmenn munu styrkja Fjölni mikið í baráttunni í Lengjudeildinni næsta sumar.


Athugasemdir
banner
banner