Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
banner
   fim 24. nóvember 2022 09:26
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Stuðningsfólk Man Utd mjög spennt fyrir Ratcliffe
Sir Jim Ratcliffe.
Sir Jim Ratcliffe.
Mynd: Getty Images
Breski auðkýfingurinn Sir Jim Ratcliffe er talinn líklegastur til þess að kaupa Manchester United af Glazer-fjölskyldunni frá Bandaríkjunum.

Milljarðamæringurinn er mikill stuðningsmaður United og sýndi meðal annars áhuga á því að kaupa félagið síðasta sumar. Núna er Glazer-fjölskyldan tilbúin að selja.

Frá því fjölskyldan tók við eignarhaldi United þá hefur hún dregið að sér meira en 1,1 milljarð punda í gegnum ýmsar leiðir. Félagið skuldar alls um 500 milljónir punda og eigendurnir hafa lítið sem ekkert fjárfest sjálfir.

Engir eigendur í enska boltanum hafa tekið eins mikinn pening út úr sínu félagi og Glazer-fjölskyldan. Eigendurnir hafa náð að taka mikið út þar sem félagið er enn svo risastórt vörumerki. Það er ekki skrítið að þetta fólk sé mjög óvinsælt.

Stuðningsfólk United er virkilega spennt fyrir Ratcliffe, sem er mikill Íslandsvinur þar sem hann hefur fjárfest í mörgum jörðum hér á Íslandi. Stuðningsfólkið er spennt að losna við Glazer-fjölskylduna og telja allflestir að Ratcliffe yrði frábær eigandi þar sem hann er með ástríðu fyrir félaginu.

Hér fyrir neðan má sjá viðbrögð af samfélagsmiðlum.







Athugasemdir
banner
banner