Chiesa í skiptum fyrir Greenwood? - David til Chelsea - Buðu Palace að fá Olise aftur á láni - Slot skoðar Minteh - Varane til Miami
banner
   mið 23. nóvember 2022 13:46
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Af hverju er Glazer-fjölskyldan að selja Man Utd núna?
Stuðningsfólki Man Utd er ekki vel við bandarísku fjölskylduna.
Stuðningsfólki Man Utd er ekki vel við bandarísku fjölskylduna.
Mynd: EPA
Avram Glazer og Joel Glazer.
Avram Glazer og Joel Glazer.
Mynd: Getty Images
Þau tíðindi bárust seint í gærkvöldi að Glazer-fjölskyldan sé opin fyrir því að selja Manchester United. Eigendur félagsins eru tilbúin að hlusta á tilboð núna.

Þetta er fagnaðarefni fyrir marga stuðningsmenn Man Utd sem eru ekki sáttir við eignarhald Glazer-fjölskyldunnar og vilja losna við hana sem fyrst. Fjölmörg mótmæli hafa átt sér stað og beinst að eigendunum.

Glazer keypti Man Utd fyrir rúmlega 17 árum síðar og í tilkynningu félagsins segir að verið sé að skoða að selja félagið eða hlut í því.

Frá því fjölskyldan tók við eignarhaldi United þá hefur hún dregið að sér meira en 1,1 milljarð punda í gegnum ýmsar leiðir. Félagið skuldar alls um 500 milljónir punda og eigendurnir hafa lítið sem ekkert fjárfest sjálfir. Þeir hafa ekkert fjárfest í innviði félagsins og Old Trafford, heimavöllur United, er gamaldags og ryðgaður.

Engir eigendur í enska boltanum hafa tekið eins mikinn pening út úr sínu félagi og Glazer-fjölskyldan. Eigendurnir hafa náð að taka mikið út þar sem félagið er enn svo risastórt vörumerki. Það er ekki skrítið að þetta fólk sé mjög óvinsælt.

Mirror segir að ástæðan fyrir því að Glazer-fjölskyldan sé tilbúin að selja núna sé mjög einföld: Peningar.

Það er mikið tækifæri á markaðnum eftir að hópur Todd Boehly keypti Chelsea fyrir allt að 4,25 milljarða punda. Glazer-fjölskyldan keypti Man Utd fyrir 790 milljónir punda á sínum tíma og núna telur bandaríska fjölskyldan að þau geti grætt heilmikið með sölu þar sem markaðurinn er eins og hann er.

Talið er að Glazer-fjölskyldan geti fengið allt að 5 milljarða punda fyrir sölu á einu stærsta félagi heim, og einu stærsta vörumerki heimsins.
Athugasemdir
banner
banner