Tottenham og Newcastle hafa áhuga á Grealish - Newcastle bjartsýnt á að fá Guehi - Elanga í læknisskoðun
   mán 25. janúar 2021 11:30
Magnús Már Einarsson
Gary Lineker um Chelsea: Þeir læra aldrei
Gary Lineker, þáttastjórnandi Match of the Day, furðar sig á þeirri ákvörðun Chelsea að sýna Frank Lampard ekki meiri þolinmæði í stjórastólnum.

Lampard hefur verið rekinn frá Chelsea en liðinu hefur gengið illa að undanförnu og situr í 9. sæti í ensku úrvalsdeildinni.

Lampard hefur stýrt Chelsea í eitt og hálft ár en hann bætist nú í hóp fjölmargra stjóra sem hafa fengið sparkið hjá Chelsea.

„Þetta er algjörlega hlægilegt eftir fyrsta slæma kaflann hans," sagði Lineker á Twitter í dag.

„Það þurfti alltaf að gefa honum tíma þegar svona margir nýir leikmenn voru að koma í nýtt félag. Þolinmæði er dyggð en það á sjaldan við í þessari íþrótt. Þeir læra aldrei."
Athugasemdir