Lewis-Skelly á blaði fjögurra félaga - Mörg stórlið vilja ungstirni Hertha Berlin - Casemiro gæti fengið nýjan samning - Toney til Englands?
   mið 25. janúar 2023 22:28
Brynjar Ingi Erluson
Þýskaland: Union saxaði á forystu Bayern
Union Berlín er í öðru sæti þýsku deildarinnar
Union Berlín er í öðru sæti þýsku deildarinnar
Mynd: EPA
Leverkusen vann Bochum
Leverkusen vann Bochum
Mynd: EPA
Union Berlín saxaði á forystu Bayern München niður í þrjú stig með því að vinna Werder Bremen, 2-1, í þýsku deildinni í kvöld.

Bayer Leverkusan lagði Bochum að velli, 2-0. Miðvörðurinn, Edmond Tapsoba, kom Leverkusen yfir með marki úr vítaspyrnu á 8. mínútu áður en tékkneski framherjinn Adam Hlozek tryggði sigurinn í upphafi síðari hálfleiks.

Freiburg gerði 1-1 jafntefli við Eintracht Frankfurt á meðan Augsburg lagði Borussia Monchengladbach, 1-0.

Union Berlín, sem hefur verið óvænt í toppbaráttu á þessu tímabili, vann Werder Bremen 2-1. Amos Pieper kom Bremen yfir á 13. mínútu en Janik Haberer jafnaði fimm mínútum síðar. Kevin Behrens skoraði síðan sigurmark Union á fyrstu mínútu síðari hálfleiks.

Union er með 33 stig, þremur stigum á eftir Bayern.

Úrslit og markaskorarar:

Bayer 2 - 0 Bochum
1-0 Edmond Tapsoba ('8 , víti)
2-0 Adam Hlozek ('53 )

Freiburg 1 - 1 Eintracht Frankfurt
0-1 Randal Kolo Muani ('42 )
1-1 Matthias Ginter ('47 )

Augsburg 1 - 0 Borussia M.
1-0 Mergim Berisha ('82 )

Werder 1 - 2 Union Berlin
1-0 Amos Pieper ('13 )
1-1 Janik Haberer ('18 )
1-2 Kevin Behrens ('46 )
Stöðutaflan Þýskaland Bundesliga - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Bayern 10 9 1 0 35 6 +29 28
2 RB Leipzig 10 7 1 2 20 13 +7 22
3 Dortmund 10 6 3 1 16 7 +9 21
4 Stuttgart 10 7 0 3 17 12 +5 21
5 Leverkusen 10 6 2 2 24 14 +10 20
6 Hoffenheim 10 6 1 3 21 16 +5 19
7 Eintracht Frankfurt 10 5 2 3 23 19 +4 17
8 Werder 10 4 3 3 15 18 -3 15
9 Köln 10 4 2 4 17 15 +2 14
10 Freiburg 10 3 4 3 13 14 -1 13
11 Union Berlin 10 3 3 4 13 17 -4 12
12 Gladbach 10 2 3 5 13 19 -6 9
13 Hamburger 10 2 3 5 9 16 -7 9
14 Wolfsburg 10 2 2 6 12 18 -6 8
15 Augsburg 10 2 1 7 14 24 -10 7
16 St. Pauli 10 2 1 7 9 20 -11 7
17 Mainz 10 1 2 7 10 18 -8 5
18 Heidenheim 10 1 2 7 8 23 -15 5
Athugasemdir
banner