Barcelona vill Díaz frá Liverpool - Úlfarnir skoða markverði - City til í að hlusta á tilboð í Grealish
   sun 25. febrúar 2024 14:30
Aksentije Milisic
Rice hrósar miðvarðarparinu: Frábærir!
Gabriel og Rice fagna.
Gabriel og Rice fagna.
Mynd: EPA

Arsenal hefur verið á góðu skriði að undanförnu og er liðið í toppbaráttunni í ensku úrvalsdeildinni.


Skytturnar hafa verið að fá á sig lítið af mörkum undanfarið með þá William Saliba og Gabriel fremsta í flokki.

Þar fyrir framan spilar Declan Rice en Englendingurinn hrósaði miðvarðarpari Arsenal í hástert eftir sigurinn góða á Newcastle United í gærkvöldi.

„Saliba er ótrúlegur, ég var búinn að heyra mikið um hann áður en ég kom til liðsins," sagði Rice sem kom til Arsenal síðasta sumar frá West Ham United.

„En sá sem hefur komið mér sérstaklega á óvart er Gabriel. Hann er svo ákveðinn, svo sterkur og með mikinn sigurvilja. Hann tapar aldrei návígjum, frábær!"

Rice kom til Arsenal fyrir 105 milljónir punda og hefur hann staðið sig mjög vel til þessa á sínu fyrsta tímabili með félaginu.


Athugasemdir
banner
banner