Joey Barton, sem lék lengi í ensku úrvalsdeildinni, hefur verið sakfelldur fyrir að ráðast á eiginkonu sína.
Atvikið átti sér stað á fjölskylduheimilinu í London sumarið 2021.
Atvikið átti sér stað á fjölskylduheimilinu í London sumarið 2021.
Hinn 42 ára gamli Barton var dæmdur í tólf vikna skilorðsbundið fangelsi. Hann þarf ekki að sitja inni nema hann fremji annan glæp.
Barton hefur í gegnum tíðina verið gríðarlegur vandræðagemsi en hann lagði fótboltaskóna á hilluna árið 2017. Hann lék á ferli sínum með Manchester City, Newcastle, QPR, Marseille, Burnley og Rangers. Hann spilaði einn A-landsleik fyrir England.
Athugasemdir