Hjörvar Hafliðason, sparkspekingur á Stöð 2 Sport, segist hafa heyrt að Gary Martin, framherji Víkings R., sé á leið til Lilleström í Noregi á láni út leiktíðina.
Víkingur mætir KR í kvöld og segir sagan að það verði síðasti leikur Gary Martin í Pepsi-deildinni þetta tímabilið.
Víkingur mætir KR í kvöld og segir sagan að það verði síðasti leikur Gary Martin í Pepsi-deildinni þetta tímabilið.
Rúnar Kristinsson, þjálfari Lilleström, þekkir Gary Martin vel en hann þjálfaði enska framherjann hjá KR þar sem þeir urðu Íslandsmeistarar tvívegis.
Gary Martin hefur mikið verið í umræðunni í félagaskiptaglugganum en Valsmenn ku hafa gert tilraunir til að kræka í hann.
Gary gekk í raðir Víkings frá KR fyrir sumarið en hann hefur verið að spila vel að undanförnu.
Hef heyrt að Gary Martin fari á lán til Lilleström í Noregi eftir leikinn í kvöld. Reunited with Rúnar.Hann á örugglega eftir að skora í kv.
— Hjörvar Hafliðason (@hjorvarhaflida) July 25, 2016
Athugasemdir