Tuttugasta umferð Bestu deildar karla hefst í dag með fjórum leikjum en spennan er farin að magnast fyrir lokasprett deildarinnar.
Spennan er á báðum endum deildarinnar. TItilbaráttan harðnar en eins og síðustu ár eru það Víkingur og Breiðablik sem berjast um Íslandsmeistaratitilinn.
Fallbaráttan er svipað spennandi en KR, sem er 9. sæti, er aðeins tveimur stigum fyrir ofan HK, sem er á botninum.
Oliver Heiðarsson, leikmaður ÍBV, spáir í 20. umferðina, en hann hefur verið að spila vel í Lengjudeildinni í sumar og er sem stendur markahæstur með 13 mörk.
Valur 1 - 2 Vestri (Á morgun, klukkan 16:15)
Davíð Smári ætlar sér að vera áfram í efstu deild á næsta ári og hann spyrnir sér aðeins frá botnliðunum með sigri á móti sterku Valsliði sem hefur ekki náð góðum úrslitum undanfarið.
Fram 2 - 0 KA (Á morgun, klukkan 17:00)
Þetta verður skemmtilegur leikur og Már Ægis verður á eldi með mark og stoðsendingu á Fred, KA verður með nokkur góð færi en boltinn berst ekki yfir línuna.
ÍA 1 - 0 Breiðablik (Á morgun, klukkan 17:00)
ÍA búnir að vera góðir í sumar og halda því áfram með 3 stigum á móti Blix. Hinrik Harðar setur eitt snemma í seinni úr skyndisókn og þeir ná að sigla sigrinum heim.
Fylkir 0 - 3 FH (Á morgun, klukkan 19:15)
Þetta verður þægilegt fyrir gamla félaga mína, þeir klára leikinn í fyrri og seinni verður mjög rólegur. Kjartan Kári með assist þrennu og allir glaðir
Stjarnan 3 - 0 HK (Á mánudag, klukkan 19:15)
Þægilegur leikur fyrir Stjörnumenn, HK búnir að vera slakir í sumar. Gummi Kri smellir honum inn af löngu færi og Emil gerir það sem hann gerir best og setur tvö.
KR 1 - 2 Víkingur R. (Föstudaginn 13. september, klukkan 17:00)
Víkingar byrja leikinn illa og minn maður Gyrðir kemur KR yfir en þá kviknar í Vikes og þeir klára leikinn með með marki í uppbótartíma frá Helga Guðjóns.
Fyrri spámenn
Helga Birkis (5 réttir)
Finnur Freyr (5 réttir)
Nadía Atla (4 réttir)
Birkir Karl (3 réttir)
Aron Jó (3 réttir)
Ásta Eir (3 réttir)
Binni Willums (3 réttir)
Sandra María (3 réttir)
Róbert Elís (2 réttir)
Júlíus Mar (2 réttir)
Jóhannes Berg (2 réttir)
Stefán Teitur (2 réttir)
Kristján Óli (2 réttir)
Albert Brynjar (2 réttir)
Logi Tómasson (2 réttir)
Máni Austmann (1 réttur)
Ísak Andri (1 réttur)
Gummi Ben (1 réttur)
Besta-deild karla
Lið | L | U | J | T | Mörk | mun | Stig |
---|---|---|---|---|---|---|---|
1. Víkingur R. | 22 | 15 | 4 | 3 | 56 - 23 | +33 | 49 |
2. Breiðablik | 22 | 15 | 4 | 3 | 53 - 28 | +25 | 49 |
3. Valur | 22 | 11 | 5 | 6 | 53 - 33 | +20 | 38 |
4. ÍA | 22 | 10 | 4 | 8 | 41 - 31 | +10 | 34 |
5. Stjarnan | 22 | 10 | 4 | 8 | 40 - 35 | +5 | 34 |
6. FH | 22 | 9 | 6 | 7 | 39 - 38 | +1 | 33 |
7. Fram | 22 | 7 | 6 | 9 | 31 - 32 | -1 | 27 |
8. KA | 22 | 7 | 6 | 9 | 32 - 38 | -6 | 27 |
9. KR | 22 | 5 | 6 | 11 | 35 - 46 | -11 | 21 |
10. HK | 22 | 6 | 2 | 14 | 26 - 56 | -30 | 20 |
11. Vestri | 22 | 4 | 6 | 12 | 22 - 43 | -21 | 18 |
12. Fylkir | 22 | 4 | 5 | 13 | 26 - 51 | -25 | 17 |
Athugasemdir