Gríntilboð í Ederson - Trafford gæti verið á heimleið - Simons í ensku úrvalsdeildina?
Birnir Snær: Alltof gott lið til að vera í fallbaráttu
Lárus Orri svekktur: Lá í loftinu að við myndum setja jöfnunarmarkið
Hallgrímur Mar: Himinlifandi að fá svona gæðaleikmann til okkar
Haddi: Ánægður með stjórnina að bakka okkur upp
Jóhann Birnir: Dálítið skrítinn leikur
Mjög ósáttur með spilamennsku Völsungs
Davíð Smári: Óþægilegt að láta fjórða dómarann garga og garga á mig
Damir: Það er bara ekkert eðlilega stressandi
Arnór Sveinn: Við þurfum bara að vera sannir okkur
Venni: Ég ætla nú ekkert að saka mína menn um að vera lélegir
„Ef það eru leikmenn sem vilja koma í Leikni þá er allt í lagi að hringja í okkur"
Halli Hróðmars svekktur: Ef það gýs í Snæfellsjökli þá er Grindavík lokað
Ásgeir Frank: Við vonandi f***** lærum af þessu
Amin grét eftir leik: Klikkuð tilfinning og ég gat ekki endað þetta betur
Arnar Grétars: Tekur alltaf einhvern tíma að stimpla eitthvað inn
„Hversu sætt er það að Amin Cosic skori úrslitamarkið í síðasta leiknum sínum og komi okkur á toppinn"
Haraldur Freyr: Skiptingar í heimsklassa
Bjarni Jó: Það voru æðri völd í landinu sem tóku þá ákvörðun
Siggi Höskulds: Kannski hentaði okkur betur að tempóið færi úr leiknum
Hemmi Hreiðars: Þeir lágu í vellinum og töfðu
   fös 25. september 2020 19:03
Hilmar Jökull Stefánsson
Kristján Guðmunds: Ekkert venjulegt ár
Kvenaboltinn
Kristján og aðstoðarþjálfari hans, Óskar Smári.
Kristján og aðstoðarþjálfari hans, Óskar Smári.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Kristján Guðmundsson, þjálfari Stjörnunnar, var heilt yfir sáttur með frammistöðu sinna kvenna í dag í 2-0 sigri Garðbæinga á KR.

„Virkilega góður fyrri hálfleikur og ákveðin værukærð í leikhléinu sem skilaði okkur því að KR fékk mjög gott færi og það setti svolítið tóninn fyrir seinni hálfleikinn. Það tók okkur langan tíma að ná stjórn á seinni hálfleik og það er einhver hlutur sem við þurfum að læra.“

Lestu um leikinn: KR 0 -  2 Stjarnan

Stjarnan var mikið mun betri aðilinn í fyrri hálfleik og átti nokkur dauðafæri eftir flott spil en Kristjáni fannst seinni hálfleikur, sem var eign KR framan af, breytast við skiptingarnar sem hann og hans teymi gerðu.

„Okkur tókst það ágætlega í fyrri hálfleik að tengja spilið og fara inn í miðjusvæðið af því að þær komu framarlega á okkur. Þar með erum við að tengja spilið og skorum tvö mörk og áttum að vera búnar að skora áður, en Ingibjörg var fyrir. Í seinni hálfleik, um leið og við settum boltann upp á miðjuna og reyndum að finna framherjann, þá töpuðum við honum stanslaust þannig að við náðum engri stjórn á seinni hálfleik. Það var ekki fyrr en að skiptingin kom sem að við litum vel út aftur.“

„Þær áttu góðan leik, báðir kantarnir, og ógnuðu mikið. Þær þurftu líka að verjast fínum bakvörðum frá KR. Við ákváðum að skipta ekki meira af því að eftir tvöföldu skiptinguna þá fengum við miklu betri stjórn á leiknum og vildum ekkert vera að færa neitt meira.“

Stjarnan er komið með 17 stig eftir sigurinn í dag en er það nóg til að liðið haldi sér uppi?

„Sagan segir að 17 stig sé nóg og við erum komnar með 17 stig. Þetta er ekkert venjulegt ár og ég held að það verði breyting á núna, þú þarft meira en 17 stig þannig að við þurfum að halda áfram að vinna fótboltaleiki.“

Viðtalið í heild sinni má sjá í spilaranum hér að ofan.
Athugasemdir
banner