Bayern hefur gert tilboð í Díaz - Liverpool vill Ekitike
Sandra María: Gáfum líkama og sál en það skilaði engu
Hlín kom frábær inn - Svekkt með hlutverkið sitt
Sveindís: Hann kemur samt þegar ekkert er undir
Glódís svekkt: Leyfðum henni að gera nákvæmlega það sem hún vill
Guðrún: Fæ gæsahúð í hvert skipti
Ingibjörg lýsir sorgarferlinu - „Þetta er ömurleg tilfinning"
Dagný: Að öllum líkindum mitt síðasta Evrópumót
Tómas Bent: Hefði átt að troða inn þriðja markinu
Túfa ánægður eftir sannfærandi Evrópusigur: Það er gaman að vera Valsari
Eru 22 saman í Sviss - „Áfram Vestri og áfram Guðrún"
„Hætt að borða nammi í Tenerife ferðinni þegar hún var tíu ára"
GunnInga í bláa hafinu: Styðjum liðið okkar í blíðu og stríðu
„Eru geggjaðir karakterar og munu bíta fast frá sér“
Tólfan spáir sigri - „Hef bara séð eina Noregstreyju“
Fékk leyfi til að fljúga beint frá Albaníu til Sviss
Einar Guðna þurfti ekki að hugsa málið - „Algjört draumastarf"
Halli: Er ekkert í þessu til að hefna fyrir eitt né neitt
Halli Hróðmars: Orðið ansi þungt leik eftir leik
Úlfur Ágúst: Ég reyndi og sem betur fer fór hann inn
Jökull: Við vorum líklegri og sköpuðum betri færi
   fös 25. september 2020 19:03
Hilmar Jökull Stefánsson
Kristján Guðmunds: Ekkert venjulegt ár
Kvenaboltinn
Kristján og aðstoðarþjálfari hans, Óskar Smári.
Kristján og aðstoðarþjálfari hans, Óskar Smári.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Kristján Guðmundsson, þjálfari Stjörnunnar, var heilt yfir sáttur með frammistöðu sinna kvenna í dag í 2-0 sigri Garðbæinga á KR.

„Virkilega góður fyrri hálfleikur og ákveðin værukærð í leikhléinu sem skilaði okkur því að KR fékk mjög gott færi og það setti svolítið tóninn fyrir seinni hálfleikinn. Það tók okkur langan tíma að ná stjórn á seinni hálfleik og það er einhver hlutur sem við þurfum að læra.“

Lestu um leikinn: KR 0 -  2 Stjarnan

Stjarnan var mikið mun betri aðilinn í fyrri hálfleik og átti nokkur dauðafæri eftir flott spil en Kristjáni fannst seinni hálfleikur, sem var eign KR framan af, breytast við skiptingarnar sem hann og hans teymi gerðu.

„Okkur tókst það ágætlega í fyrri hálfleik að tengja spilið og fara inn í miðjusvæðið af því að þær komu framarlega á okkur. Þar með erum við að tengja spilið og skorum tvö mörk og áttum að vera búnar að skora áður, en Ingibjörg var fyrir. Í seinni hálfleik, um leið og við settum boltann upp á miðjuna og reyndum að finna framherjann, þá töpuðum við honum stanslaust þannig að við náðum engri stjórn á seinni hálfleik. Það var ekki fyrr en að skiptingin kom sem að við litum vel út aftur.“

„Þær áttu góðan leik, báðir kantarnir, og ógnuðu mikið. Þær þurftu líka að verjast fínum bakvörðum frá KR. Við ákváðum að skipta ekki meira af því að eftir tvöföldu skiptinguna þá fengum við miklu betri stjórn á leiknum og vildum ekkert vera að færa neitt meira.“

Stjarnan er komið með 17 stig eftir sigurinn í dag en er það nóg til að liðið haldi sér uppi?

„Sagan segir að 17 stig sé nóg og við erum komnar með 17 stig. Þetta er ekkert venjulegt ár og ég held að það verði breyting á núna, þú þarft meira en 17 stig þannig að við þurfum að halda áfram að vinna fótboltaleiki.“

Viðtalið í heild sinni má sjá í spilaranum hér að ofan.
Athugasemdir
banner
banner