Risatilboði Chelsea hafnað - Tekur Nuno við West Ham? - Tveir á blaði United - Ungur miðvörður til Arsenal?
Magnús Már: Það er gjörsamlega óásættanlegt
Viktor Jóns: Tók eftir því strax í vetur hvað býr í þessum gæja
Damir: Það er enginn skjálfti
Láki: Þetta réðst ekki hér
Lárus Orri kjarnyrtur „Berjast fyrir þessu og fara í svolítið fuck you mode"
Dóri Árna: Það er alveg rétt að stigasöfnun hefur verið rýr í síðustu deildarleikjum
Breki Baxter: FH leikurinn situr núna í okkur
Gummi Kristjáns léttur: Er að spila alltof aftarlega á vellinum
Túfa hefur ekki áhyggjur - „Alvöru menn taka mótlætið á kassann“
„Ekkert að rífa okkur upp til skýja fyrir að vinna Val hérna“
Valdimar Þór: Þurftum ekkert að elta þá út um allt
Sölvi eftir stórsigur á Meistaravöllum: Líst mjög vel á þetta gras hér í KR
Óskar Hrafn hugar að breytingum: Egó þjálfarans getur ekki verið að þvælast fyrir árangri liðsins
Davíð Smári: Ósáttur með að við skulum gleyma fyrir hvað við stöndum
Bjarni Guðjón: Það er gaman að vera Þórsari í dag
„Fullyrði að ekki nokkur leikmaður hefur bætt sig jafn mikið eftir þrítugt"
Rúnar: Þá tekur þú ekki besta leikmanninn í liðinu útaf
Hallgrímur Mar: Getum engum öðrum en sjálfum okkur um kennt
Heimir: Þeir voru að svæfa leikinn og komust upp með það
Jón Daði: Þarf að komast í burtu frá fótbolta og hreinsa hugan
   fös 25. september 2020 19:03
Hilmar Jökull Stefánsson
Kristján Guðmunds: Ekkert venjulegt ár
Kvenaboltinn
Kristján og aðstoðarþjálfari hans, Óskar Smári.
Kristján og aðstoðarþjálfari hans, Óskar Smári.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Kristján Guðmundsson, þjálfari Stjörnunnar, var heilt yfir sáttur með frammistöðu sinna kvenna í dag í 2-0 sigri Garðbæinga á KR.

„Virkilega góður fyrri hálfleikur og ákveðin værukærð í leikhléinu sem skilaði okkur því að KR fékk mjög gott færi og það setti svolítið tóninn fyrir seinni hálfleikinn. Það tók okkur langan tíma að ná stjórn á seinni hálfleik og það er einhver hlutur sem við þurfum að læra.“

Lestu um leikinn: KR 0 -  2 Stjarnan

Stjarnan var mikið mun betri aðilinn í fyrri hálfleik og átti nokkur dauðafæri eftir flott spil en Kristjáni fannst seinni hálfleikur, sem var eign KR framan af, breytast við skiptingarnar sem hann og hans teymi gerðu.

„Okkur tókst það ágætlega í fyrri hálfleik að tengja spilið og fara inn í miðjusvæðið af því að þær komu framarlega á okkur. Þar með erum við að tengja spilið og skorum tvö mörk og áttum að vera búnar að skora áður, en Ingibjörg var fyrir. Í seinni hálfleik, um leið og við settum boltann upp á miðjuna og reyndum að finna framherjann, þá töpuðum við honum stanslaust þannig að við náðum engri stjórn á seinni hálfleik. Það var ekki fyrr en að skiptingin kom sem að við litum vel út aftur.“

„Þær áttu góðan leik, báðir kantarnir, og ógnuðu mikið. Þær þurftu líka að verjast fínum bakvörðum frá KR. Við ákváðum að skipta ekki meira af því að eftir tvöföldu skiptinguna þá fengum við miklu betri stjórn á leiknum og vildum ekkert vera að færa neitt meira.“

Stjarnan er komið með 17 stig eftir sigurinn í dag en er það nóg til að liðið haldi sér uppi?

„Sagan segir að 17 stig sé nóg og við erum komnar með 17 stig. Þetta er ekkert venjulegt ár og ég held að það verði breyting á núna, þú þarft meira en 17 stig þannig að við þurfum að halda áfram að vinna fótboltaleiki.“

Viðtalið í heild sinni má sjá í spilaranum hér að ofan.
Athugasemdir
banner