Liverpool og Newcastle gætu skipst á framherjum - Bayern undirbýr tilboð í Verbruggen - Man Utd horfir til Sporting
Sölvi Geir: Akkúrat leikurinn sem þú vilt fá rétt fyrir mót
Óskar Hrafn um meiðsli Stefáns Árna: Eitthvað sem viðkemur leiknum sjálfum verður hjákátlegt
Jóhann Kristinn: Væri mjög barnalegt að skella skuldinni á það
Agla María spennt fyrir tímabilinu: Höfum sjaldan verið með jafn öflugan hóp
Siggi Höskulds: Hrikalega stoltur af liðinu að klára þetta
Meiðslavandræðin elta KA - „Var ekki parsáttur við Þórsarana"
Arnar Gunnlaugs: Ég er ekki að biðja ykkur um að vera þolinmóðir
Stefán Teitur: Nenni ekki að standa hérna og tala um það
Orri Steinn: Höldum því bara á milli okkar leikmanna og teymisins
Aron Einar: Skil strákana eftir tíu og þarf að bera ábyrgð á því
Arnór Ingvi hreinskilinn: Grautfúlt og hundlélegt
Sögur um margar breytingar á byrjunarliðinu - Hákon meiddur?
Orri Hrafn: Klárir í þá baráttu sem framundan er
Var í viðræðum við óvænt félag er Keflavík hafði samband - „Á alltaf að treysta innri tilfinningu"
Túfa: Þetta er ekki að gerast í fyrsta skipti
Árni Freyr: Auðvitað aðeins meiri orka hjá þeim í lokin
Sverri finnst gaman að taka þátt í nýjungum og fagnar því að Jói bætist við
Valgeir klár í að byrja - „Skemmtilegra að vera aðeins ofar á vellinum“
Stefán Teitur: Það var lítið sofið í flugvélinni
Benoný farinn að vekja athygli á Englandi - „Algjör draumur“
banner
   lau 25. september 2021 17:32
Stefán Marteinn Ólafsson
Óskar Hrafn: Stoltastur af því hvað liðið hefur tekið stórt skref á þessu tímabili
Óskar Hrafn Þorvaldsson þjálfari Breiðabliks.
Óskar Hrafn Þorvaldsson þjálfari Breiðabliks.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Breiðablik fékk nágranna sína í efri byggðum í heimsókn í dag þegar lokaumferð Pepsi Max deildar karla fór fram.

Breiðablik átti enn veika von um að verða Íslandsmeistarar en þeir urðu þá að sigra HK og vonast eftir því að Víkingur Reykjavík myndi misstíga sig í sinni baráttu. Breiðablik kláraði sitt verkefni gegn HK en því miður fyrir Blika kláruðu Víkingar líka sitt verkefni og því urðu Blikar að sætta sig við annað sætið í ár.

Lestu um leikinn: Breiðablik 3 -  0 HK

„Ég er bara stoltur af liðinu, þetta var fagmannlegur leikur og vel gert hjá okkur. HK var auðvitað að berjast fyrir lífi sínu og við kannski einhvernveginn að sleikja sárin eftir síðustu helgi. Það hefði verið auðvelt að fara vorkenna sjálfum sér og mæta ekki eins og menn svo til leiks en drengirnir sýndu enn og aftur að það býr mikill karakter í þessu liði og ég er stoltastur af því hvað liðið hefur tekið stórt skref á þessu tímabili." Sagði Óskar Hrafn Þorvaldsson þjálfari Breiðabliks eftir leikinn í dag.

Óskar Hrafn segist ekki horfa tilbaka á tímabilið með neitt svekkelsi yfir neinu mómenti eða leik sem hefði betur mátt fara.
„Nei nei, það er svo auðvelt að benda á einhver töpuð stig hér og töpuð stig þar en svo veit maður ekkert hvort að það sem gerðist á eftir þeim töpuðum stigum hefði endilega gerst."

Óskar Hrafn segir undirbúning fyrir næsta tímabil löngu hafið.
„Já, löngu byrjaðir að því. Þetta er endalaus vinna og þú í raun og veru ert byrjaður að hugsa um tímabilið 2023 núna, þetta er bara on going og við ætlum ekkert að gefa eftir."

Viðtalið í heild má sjá hér fyrir ofan.
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner