Atletico íhugar að gera tilboð í Garnacho - Man Utd langt komið í viðræðum við Diallo - Dybala má fara ef hann er ósáttur
Sjáðu mörkin úr leik Fram og KR
Valdimar Þór: Smá einbeitingarleysi sem er stórhættulegt í þessari keppni
Glímir við sama vandamál og Guardiola - „Hvenær endar lærdómurinn?"
Ari Sigurpáls: Heiður að þeir hafi áhuga
Sjáðu mörkin úr Bose mótinu um helgina - Eiður byrjaði vel hjá KR
Axel Óskar kominn heim: Núna spilar maður með hjartanu
Jökull: Upplifði einhverja ást hér sem ég hef ekki upplifað áður
Þórður Gunnar: Leist best á Aftureldingu
Oliver með fiðring: Báðir bræður mínir spiluðu hér
„Einu leikmennirnir sem við höfum farið í viðræður við“
Segir Breiðablik vera alltof spennandi - „Virkilega margir sem skildu mig"
Arnar Pálmi: Aldrei upplifað annað eins
Sá leikjahæsti framlengdi við Völsung - „Ákvað að hætta því leikriti núna"
Alli Jói: Eins stórt og það gerist fyrir Völsung
Elfar Árni: Ekki hægt að segja nei þegar hann sagði mér að drulla mér heim
Var með nokkur tilboð en fannst FH langmest spennandi
Hoppaði í sófanum þegar lausn fannst - „Atvinnumennska að koma í Breiðablik"
Aftur upp í Bestu deildina - „Í sjálfu sér seldur eftir þann fund"
Valgeir vonar að fólk skilji sig - „Hef heyrt sögur úr Kórnum"
Spenntur fyrir næsta skrefi - „Einn besti markvarðarþjálfari sem þú finnur á Íslandi"
   lau 25. september 2021 17:32
Stefán Marteinn Ólafsson
Óskar Hrafn: Stoltastur af því hvað liðið hefur tekið stórt skref á þessu tímabili
Óskar Hrafn Þorvaldsson þjálfari Breiðabliks.
Óskar Hrafn Þorvaldsson þjálfari Breiðabliks.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Breiðablik fékk nágranna sína í efri byggðum í heimsókn í dag þegar lokaumferð Pepsi Max deildar karla fór fram.

Breiðablik átti enn veika von um að verða Íslandsmeistarar en þeir urðu þá að sigra HK og vonast eftir því að Víkingur Reykjavík myndi misstíga sig í sinni baráttu. Breiðablik kláraði sitt verkefni gegn HK en því miður fyrir Blika kláruðu Víkingar líka sitt verkefni og því urðu Blikar að sætta sig við annað sætið í ár.

Lestu um leikinn: Breiðablik 3 -  0 HK

„Ég er bara stoltur af liðinu, þetta var fagmannlegur leikur og vel gert hjá okkur. HK var auðvitað að berjast fyrir lífi sínu og við kannski einhvernveginn að sleikja sárin eftir síðustu helgi. Það hefði verið auðvelt að fara vorkenna sjálfum sér og mæta ekki eins og menn svo til leiks en drengirnir sýndu enn og aftur að það býr mikill karakter í þessu liði og ég er stoltastur af því hvað liðið hefur tekið stórt skref á þessu tímabili." Sagði Óskar Hrafn Þorvaldsson þjálfari Breiðabliks eftir leikinn í dag.

Óskar Hrafn segist ekki horfa tilbaka á tímabilið með neitt svekkelsi yfir neinu mómenti eða leik sem hefði betur mátt fara.
„Nei nei, það er svo auðvelt að benda á einhver töpuð stig hér og töpuð stig þar en svo veit maður ekkert hvort að það sem gerðist á eftir þeim töpuðum stigum hefði endilega gerst."

Óskar Hrafn segir undirbúning fyrir næsta tímabil löngu hafið.
„Já, löngu byrjaðir að því. Þetta er endalaus vinna og þú í raun og veru ert byrjaður að hugsa um tímabilið 2023 núna, þetta er bara on going og við ætlum ekkert að gefa eftir."

Viðtalið í heild má sjá hér fyrir ofan.
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner
banner