Arsenal og Man Utd vilja Adeyemi - Stórveldi á eftir miðjumanni AZ - PSG vill Vinícius á frjálsri sölu 2027 - Newcastle skoðar Trafford
Toddi: Ef við byrjum eins og í Bakú þá eigum við góða möguleika
Brynjar Björn: Öll liðin eiga möguleika á umspilssæti
Andri Lucas: Þeir sýndu aðeins meiri lit
Kristian Hlyns: Erfitt að fá byrjunarliðssæti í þessu liði
Hákon Arnar: Geggjaður gæi og geggjaður leikmaður
Ísak Bergmann: Svo auðvelt að spila með Alberti
Jói Berg: Frábært afrek fyrir mig og mína fjölskyldu
Albert: Galið hvað ég var með stórt útisvæði til að halda partí
„Rómantíkusinn í Arnari Gunnlaugssyni“
Agla María: Eigum fullt erindi í þetta lið
Þjálfari Fortuna: Því ætla ég ekki að svara
Nik: Ég hef heyrt að hann sé hræðilegur
Karólína kenndi stuðningsmönnum Inter íslenskan frasa
Guðlaugur Victor: Megum alls ekki halda að þetta verði auðvelt
Agla María: Höfum tækifæri til þess að skrifa söguna hjá Breiðabliki
Nik: Viljum góðan leik, góða mætingu og úrslit sem setja okkur í góða stöðu fyrir seinni leikinn
Davíð Smári: Hrós fyrir mig og félagið að Eiður vilji taka þátt í þessu verkefni
Vildi vinna áfram með Davíð - „Ekkert heillaði mig jafn mikið"
Sjáðu það helsta úr spænska: Þrenna Lewandowski bjargaði Barcelona
Sjáðu það helsta úr ítalska: Albert skoraði og De Gea með furðulega tilburði
   lau 25. september 2021 17:32
Stefán Marteinn Ólafsson
Óskar Hrafn: Stoltastur af því hvað liðið hefur tekið stórt skref á þessu tímabili
Óskar Hrafn Þorvaldsson þjálfari Breiðabliks.
Óskar Hrafn Þorvaldsson þjálfari Breiðabliks.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Breiðablik fékk nágranna sína í efri byggðum í heimsókn í dag þegar lokaumferð Pepsi Max deildar karla fór fram.

Breiðablik átti enn veika von um að verða Íslandsmeistarar en þeir urðu þá að sigra HK og vonast eftir því að Víkingur Reykjavík myndi misstíga sig í sinni baráttu. Breiðablik kláraði sitt verkefni gegn HK en því miður fyrir Blika kláruðu Víkingar líka sitt verkefni og því urðu Blikar að sætta sig við annað sætið í ár.

Lestu um leikinn: Breiðablik 3 -  0 HK

„Ég er bara stoltur af liðinu, þetta var fagmannlegur leikur og vel gert hjá okkur. HK var auðvitað að berjast fyrir lífi sínu og við kannski einhvernveginn að sleikja sárin eftir síðustu helgi. Það hefði verið auðvelt að fara vorkenna sjálfum sér og mæta ekki eins og menn svo til leiks en drengirnir sýndu enn og aftur að það býr mikill karakter í þessu liði og ég er stoltastur af því hvað liðið hefur tekið stórt skref á þessu tímabili." Sagði Óskar Hrafn Þorvaldsson þjálfari Breiðabliks eftir leikinn í dag.

Óskar Hrafn segist ekki horfa tilbaka á tímabilið með neitt svekkelsi yfir neinu mómenti eða leik sem hefði betur mátt fara.
„Nei nei, það er svo auðvelt að benda á einhver töpuð stig hér og töpuð stig þar en svo veit maður ekkert hvort að það sem gerðist á eftir þeim töpuðum stigum hefði endilega gerst."

Óskar Hrafn segir undirbúning fyrir næsta tímabil löngu hafið.
„Já, löngu byrjaðir að því. Þetta er endalaus vinna og þú í raun og veru ert byrjaður að hugsa um tímabilið 2023 núna, þetta er bara on going og við ætlum ekkert að gefa eftir."

Viðtalið í heild má sjá hér fyrir ofan.
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner