Fimm stór félög að eltast við Semenyo - Man Utd í viðræðum um nítján ára miðjumann - Arsenal hefur áhuga á leikmanni AC Milan
Kiddi Jóns framlengir - Var í viðræðum við annað félag
Jóladagatalið: Elínborg gaf viðtal í sturtu eftir leik
Fer yfir næstu skref á Laugardalsvelli - „Setjum mikla pressu á þetta“
Jóladagatalið: Hugleysingjar dauðans
Jóladagatalið: Eiður Smári gekk út úr viðtali
Óþægileg óvissa en gerðist svo hratt - „Þarf að byrja á að virða þetta skref"
Jóladagatalið: Dansaði að hætti Boris Lumbana
Jóladagatalið: Fituprósenta og Framsókn
Jóladagatalið: Vidic er fokking leiðinlegur
Viktor Örn: Sjóaðir í að standa upp við mótlæti
Andri Rafn: Ákveðinn léttir og mikil gleði að ná fyrsta sigrinum
Jóladagatalið: Baldur Sig og lága kvöldsólin
Höskuldur: Við Íslendingar ættum að fara kannast við þetta lið
Aron Snær: Svo hringir bara Kári Árna
Ólafur Ingi: Þá held ég að sigurinn skili sér
Jóladagatalið: Vona að þeir hafi verið á baki en ekki með hann í lúkunum
Jóladagatalið: Hvernig er að ganga í Feneyjum?
Jóladagatalið: Misskildi spurningu fréttamanns - „Setti hársprey og svona“
Jóladagatalið: Hægðir og lægðir
Jóladagatalið: Lárus Orri lét stjórnarmenn heyra það - „Vilja eignast vini upp á KA-svæði“
banner
   mán 25. september 2023 22:19
Stefán Marteinn Ólafsson
Damir: Þetta snýst um að vinna og við þurftum á þessum sigri að halda
Damir Muminovic leikmaður Breiðabliks hirðir boltann af Birni Snæ í kvöld.
Damir Muminovic leikmaður Breiðabliks hirðir boltann af Birni Snæ í kvöld.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Breiðablik tóku á móti nýkrýndum Íslands-og bikarmeisturum Víkinga í kvöld á Kópavogsvelli þegar lokaleikur 2.umferðar efri hluta Bestu deildarinnar fór fram. 

Leikir liðana í sumar hafa verið mjög fjörugir og var þessi leikur lítið síðri. 


Lestu um leikinn: Breiðablik 3 -  1 Víkingur R.

„Hún er mjög góð en mér fannst við byrja aðeins brösulega en svo náðum við taktinum og mér fannst við bara betri í 80 mínútur af þessum leik fannst mér." Sagði Damir Muminovic varnarmaður Blika eftir leik.

„Það var gott að fara með 2-0 í hálfleik og náðum að anda aðeins léttar í síðari hálfleik en hefðum samt alveg mátt spila aðeins betur í seinni hálfleik og halda boltanum betur en þetta snýst um að vinna og við þurftum á þessum sigri að halda." 

„Mér fannst við betri í baráttunni í dag og þetta snýst eiginlega alltaf um það á milli þessara tveggja liða, bara hver byrjar betur á að tækla og ýta mönnum og sparka í menn og mér fannst við vera yfir í dag þar." 

Það var gríðarleg stemning í stúkunni í kvöld og skiptust stuðningsmenn á að syngjast á milli. 

„Það er geggjað og loksins kom það. Við erum búnir að vera bíða aðeins eftir því í sumar að fleirri stuðningsmenn myndu mæta á leiki hjá okkur þannig það var bara frábært að sjá þetta, báðir stuðningsmenn bara frábærir." 

Nánar er rætt við Damir Muminovic í spilaranum hér fyrir ofan.


Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner