Rashford gæti farið frá Man Utd í janúar - Davies hefur áhuga á að fara til Liverpool - Fer Kobel til Chelsea?
Frétti á Instagram að hann yrði ekki áfram í Kanada - „Eins og er, þá er það ekki planið"
Sjáðu mörkin úr leik Fram og KR
Valdimar Þór: Smá einbeitingarleysi sem er stórhættulegt í þessari keppni
Glímir við sama vandamál og Guardiola - „Hvenær endar lærdómurinn?"
Ari Sigurpáls: Heiður að þeir hafi áhuga
Sjáðu mörkin úr Bose mótinu um helgina - Eiður byrjaði vel hjá KR
Axel Óskar kominn heim: Núna spilar maður með hjartanu
Jökull: Upplifði einhverja ást hér sem ég hef ekki upplifað áður
Þórður Gunnar: Leist best á Aftureldingu
Oliver með fiðring: Báðir bræður mínir spiluðu hér
„Einu leikmennirnir sem við höfum farið í viðræður við“
Segir Breiðablik vera alltof spennandi - „Virkilega margir sem skildu mig"
Arnar Pálmi: Aldrei upplifað annað eins
Sá leikjahæsti framlengdi við Völsung - „Ákvað að hætta því leikriti núna"
Alli Jói: Eins stórt og það gerist fyrir Völsung
Elfar Árni: Ekki hægt að segja nei þegar hann sagði mér að drulla mér heim
Var með nokkur tilboð en fannst FH langmest spennandi
Hoppaði í sófanum þegar lausn fannst - „Atvinnumennska að koma í Breiðablik"
Aftur upp í Bestu deildina - „Í sjálfu sér seldur eftir þann fund"
Valgeir vonar að fólk skilji sig - „Hef heyrt sögur úr Kórnum"
   mán 25. september 2023 22:19
Stefán Marteinn Ólafsson
Damir: Þetta snýst um að vinna og við þurftum á þessum sigri að halda
Damir Muminovic leikmaður Breiðabliks hirðir boltann af Birni Snæ í kvöld.
Damir Muminovic leikmaður Breiðabliks hirðir boltann af Birni Snæ í kvöld.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Breiðablik tóku á móti nýkrýndum Íslands-og bikarmeisturum Víkinga í kvöld á Kópavogsvelli þegar lokaleikur 2.umferðar efri hluta Bestu deildarinnar fór fram. 

Leikir liðana í sumar hafa verið mjög fjörugir og var þessi leikur lítið síðri. 


Lestu um leikinn: Breiðablik 3 -  1 Víkingur R.

„Hún er mjög góð en mér fannst við byrja aðeins brösulega en svo náðum við taktinum og mér fannst við bara betri í 80 mínútur af þessum leik fannst mér." Sagði Damir Muminovic varnarmaður Blika eftir leik.

„Það var gott að fara með 2-0 í hálfleik og náðum að anda aðeins léttar í síðari hálfleik en hefðum samt alveg mátt spila aðeins betur í seinni hálfleik og halda boltanum betur en þetta snýst um að vinna og við þurftum á þessum sigri að halda." 

„Mér fannst við betri í baráttunni í dag og þetta snýst eiginlega alltaf um það á milli þessara tveggja liða, bara hver byrjar betur á að tækla og ýta mönnum og sparka í menn og mér fannst við vera yfir í dag þar." 

Það var gríðarleg stemning í stúkunni í kvöld og skiptust stuðningsmenn á að syngjast á milli. 

„Það er geggjað og loksins kom það. Við erum búnir að vera bíða aðeins eftir því í sumar að fleirri stuðningsmenn myndu mæta á leiki hjá okkur þannig það var bara frábært að sjá þetta, báðir stuðningsmenn bara frábærir." 

Nánar er rætt við Damir Muminovic í spilaranum hér fyrir ofan.


Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner
banner