Breiðablik tóku á móti nýkrýndum Íslands-og bikarmeisturum Víkinga í kvöld á Kópavogsvelli þegar lokaleikur 2.umferðar efri hluta Bestu deildarinnar fór fram.
Leikir liðana í sumar hafa verið mjög fjörugir og var þessi leikur lítið síðri.
Lestu um leikinn: Breiðablik 3 - 1 Víkingur R.
„Hún er mjög góð en mér fannst við byrja aðeins brösulega en svo náðum við taktinum og mér fannst við bara betri í 80 mínútur af þessum leik fannst mér." Sagði Damir Muminovic varnarmaður Blika eftir leik.
„Það var gott að fara með 2-0 í hálfleik og náðum að anda aðeins léttar í síðari hálfleik en hefðum samt alveg mátt spila aðeins betur í seinni hálfleik og halda boltanum betur en þetta snýst um að vinna og við þurftum á þessum sigri að halda."
„Mér fannst við betri í baráttunni í dag og þetta snýst eiginlega alltaf um það á milli þessara tveggja liða, bara hver byrjar betur á að tækla og ýta mönnum og sparka í menn og mér fannst við vera yfir í dag þar."
Það var gríðarleg stemning í stúkunni í kvöld og skiptust stuðningsmenn á að syngjast á milli.
„Það er geggjað og loksins kom það. Við erum búnir að vera bíða aðeins eftir því í sumar að fleirri stuðningsmenn myndu mæta á leiki hjá okkur þannig það var bara frábært að sjá þetta, báðir stuðningsmenn bara frábærir."
Nánar er rætt við Damir Muminovic í spilaranum hér fyrir ofan.
Lið | L | U | J | T | Mörk | mun | Stig |
---|---|---|---|---|---|---|---|
1. Víkingur R. | 27 | 21 | 3 | 3 | 76 - 30 | +46 | 66 |
2. Valur | 27 | 17 | 4 | 6 | 66 - 35 | +31 | 55 |
3. Stjarnan | 27 | 14 | 4 | 9 | 55 - 29 | +26 | 46 |
4. Breiðablik | 27 | 12 | 5 | 10 | 52 - 49 | +3 | 41 |
5. FH | 27 | 12 | 4 | 11 | 49 - 54 | -5 | 40 |
6. KR | 27 | 10 | 7 | 10 | 38 - 48 | -10 | 37 |