Man Utd gerði ekki tilboð í Martínez - Martínez hefur ekki áhuga á að fara til Tyrklands - Bayern vildi Lookman
Gísli Gotti: Besta sem maður getur hugsað sér sem íslenskur fótboltamaður
Elías um samkeppnina við Hákon: Þægilegra samband en á flestum öðrum stöðum
Brynjólfur: Þegar maður spilar vel býst maður við að vera hérna
Rúnar: Ég veit ekki alveg yfir hverju þeir voru að kvarta
Túfa um dómgæsluna: Bara engan veginn rangstaða, ekki nálægt því
„Djöfull er þetta skemmtilegt, svona á þetta að vera“
Guðmundur Baldvin missti ekki trúnna: Ég var manna slakastur inn í klefa í hálfleik
„Virðist ekki hjálpa okkur að vera manni fleiri“
Dóri Árna: Viljandi ákvað að horfa ekki á þetta aftur
Davíð Smári: Fótboltinn gefur og tekur frá þér
Jökull með skilaboð til stuðningsmanna - „Fólk fari að mæta og taki þátt í spennandi titilbaráttu með okkur"
Haddi sendir ákall til KSÍ - „Til skammar að félagið skuli haga sér svona"
Óskar Hrafn: Ekki fúll yfir því að taka stig á þessum velli
Láki: Getur ekki ætlast til að stórveldi eins og ÍA leggist niður í Eyjum
Maggi brjálaður út í dómarana - „Höfum ekki fengið neitt frá dómurunum“
Jökull um umdeilda markið: Þetta er búið að gerast svo oft
Lárus Orri: Þeir voru að finna svæði milli miðju og varnar of auðveldlega
Heimir Guðjóns: Tekin ákvörðun í haust að byggja upp nýtt lið
Breki Baxter: Stigum stórt skref upp í topp sex
Halli Hróðmars hrikalega svekktur: Þurfum fleiri stig
   mán 25. september 2023 22:19
Stefán Marteinn Ólafsson
Damir: Þetta snýst um að vinna og við þurftum á þessum sigri að halda
Damir Muminovic leikmaður Breiðabliks hirðir boltann af Birni Snæ í kvöld.
Damir Muminovic leikmaður Breiðabliks hirðir boltann af Birni Snæ í kvöld.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Breiðablik tóku á móti nýkrýndum Íslands-og bikarmeisturum Víkinga í kvöld á Kópavogsvelli þegar lokaleikur 2.umferðar efri hluta Bestu deildarinnar fór fram. 

Leikir liðana í sumar hafa verið mjög fjörugir og var þessi leikur lítið síðri. 


Lestu um leikinn: Breiðablik 3 -  1 Víkingur R.

„Hún er mjög góð en mér fannst við byrja aðeins brösulega en svo náðum við taktinum og mér fannst við bara betri í 80 mínútur af þessum leik fannst mér." Sagði Damir Muminovic varnarmaður Blika eftir leik.

„Það var gott að fara með 2-0 í hálfleik og náðum að anda aðeins léttar í síðari hálfleik en hefðum samt alveg mátt spila aðeins betur í seinni hálfleik og halda boltanum betur en þetta snýst um að vinna og við þurftum á þessum sigri að halda." 

„Mér fannst við betri í baráttunni í dag og þetta snýst eiginlega alltaf um það á milli þessara tveggja liða, bara hver byrjar betur á að tækla og ýta mönnum og sparka í menn og mér fannst við vera yfir í dag þar." 

Það var gríðarleg stemning í stúkunni í kvöld og skiptust stuðningsmenn á að syngjast á milli. 

„Það er geggjað og loksins kom það. Við erum búnir að vera bíða aðeins eftir því í sumar að fleirri stuðningsmenn myndu mæta á leiki hjá okkur þannig það var bara frábært að sjá þetta, báðir stuðningsmenn bara frábærir." 

Nánar er rætt við Damir Muminovic í spilaranum hér fyrir ofan.


Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner