Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   sun 25. október 2020 16:41
Ívan Guðjón Baldursson
Ancelotti: Rauða spjaldið var brandari
Mynd: Getty Images
Carlo Ancelotti viðurkenndi að betra liðið hafi unnið er Southampton lagði Everton að velli í fyrsta leik dagsins í ensku úrvalsdeildinni.

Everton er áfram á toppi deildarinnar en liðið átti arfaslakan leik í dag. Lucas Digne fékk beint rautt spjald á 72. mínútu en Ancelotti er ekki sammála dómnum.

„Við spiluðum ekki vel í dag. Southampton voru betri og áttu skilið að sigra. Stundum er maður ekki uppá sitt besta og það gerðist í dag. Þetta tap kemur eftir frábæra byrjun á tímabilinu. Núna verðum við að líta til framtíðar með sömu trú og sjálfstrausti og áður," sagði Ancelotti.

„Rauða spjaldið var brandari, þetta var óviljaverk. Þetta var kannski gult spjald. Kannski hefur öll umræðan í kringum brot Pickford og Richarlison (gegn Liverpool síðustu helgi) hafi haft áhrif á ákvörðunina í dag, ef það er raunin þá er það ósanngjarnt. Við munum áfrýja þessu spjaldi."

Sjá einnig:
Sjáðu rauða spjaldið sem Digne fékk gegn Southampton
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner