sun 25. október 2020 14:04
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
VAR skoðaði einungis hvar en ekki hvort Fabinho braut af sér
Mynd: Getty Images
Fabinho var dæmdur brotlegur gegn Ollie McBurnie í fyrri hálfleik leiks Liverpool og Sheffield United í gær. McBurnie fór niður við vítateigslínuna og Mike Dean, dómari leiksins, dæmdi Fabinho brotlegan.

Upphaflega var aukaspyrna dæmd en eftir skoðun með VAR var vítaspyrna dæmd. Úrvalsdeildin staðfesti eftir atvikið að VAR hefði ekki skoðað hvort Fabinho hafi verið brotlegur.

Einungis var skoðað hvar hið meinta brot átti sér stað. Skilaboðin sem Mike Dean fékk var að atvikið hefði gerst innan vítateigs.

Sjá einnig:
Klopp: Vítaspyrnan var ekki einu sinni brot



Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner