Jesus gæti farið frá Arsenal - Möguleg stjóraskipti hjá Man Utd og Bayern - Dortmund vill halda Sancho
   þri 25. október 2022 00:14
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Kjartan sendi skilaboð á Stúkuna eftir viðtal Rúnars
Mynd: Fótbolti.net - Eyjólfur Garðarsson

„Ég hef hvergi sagt það að Rúnar Kristinsson hafi verið að ljúga. Ég sagðist vera hissa og standa á gati," þetta segir Kjartan Henry Finnbogason í skilaboðum sem hann sendi Stúkunni á Stöð 2 Sport eftir viðtal Rúnars við Stöð 2 Sport.


 „Af hverju ætti leikmaður að mæta á æfingar þegar það er búið að segja upp leikmannasamning?" Segir í skilaboðunum.

Margrét Lára Viðarsdóttir og Atli Viðar Björnsson voru ásamt Gumma Ben í Stúkunni en þau skilja Kjartan þar sem hann er samningslaus og er þá sennilega ekki tryggður ef hann skildi meiðast á æfingum.

„Svo er eitt í þessu ef ég man rétt þá máttu ekki spila í efstu deild ef þú ert ekki með leikmannasamning. Ef það er búið að segja honum upp þá er hann ólöglegur eða megi ekki spila," sagði Atli Viðar.

Margrét segir þetta flókna stöðu og hún vorkenni öllum sem koma að þessu þar sem Kjartan og KR vilji væntanlega leysa þetta á farsælan hátt.

Samningamál Kjartans hjá KR hafa verið mikið í umræðunni að undanförnu og leit út fyrir að félagið hafi rift samningnum hans. Rúnar sagði í viðtölum eftir leik gegn Breiðablik á dögunum að Kjartan væri enn leikmaður KR. Hann leiðrétti þann misskilning í viðtali á Vísi eftir leikinn í kvöld.

Rúnar tjáði sig frekar um málið við Fótbolta.net eftir leik KR gegn Víkingi í kvöld

„Kjartan baðst undan því að klára tímabilið með okkur til að fá frið og tíma til að hugsa. Hann fékk, eins og frægt er orðið, blað í hendurnar til að skrifa undir að mínu mati formsatriði, hlutur sem við höfum gert við marga leikmenn áður. Það voru ákvæði í samningnum hans sem KR ákvað að nýta sér. Ég hélt að þetta væri formsatriði en hafði ekki hugmynd um hvað stóð í því. Ég stend keikur eftir leik og eina sem ég vissi þá að hann væri með samning út næsta ár eins og stendur á heimasíðu KSÍ,"

„Þegar allt fór í háaloft á sunnudaginn og ég er ásakaður um lygar þá fékk ég símtal frá formanninum þar sem hann tilkynnti mér að það hefði staðið í samningnum að honum yrði sagt upp. Það kom svolítið flatt upp á mig, ég var ósáttur við það en engu að síður átti þetta að vera formsatriði og þetta hefði ekki þurft að fara út í loftið,"


Rúnar Kristins ósáttur með hegðun Kjartans Henry: Enginn stærri en KR
Athugasemdir
banner
banner