Aron Snær Friðriksson hefur að undanförnu verið sterklega orðaður við Þrótt eftir að hafa verið aðalmarkmaður Njarðvíkur síðustu tvö ár.
Á föstudagskvöld benti allt til þess að hann væri á leið til Þróttar. Njarðvík kvaddi hann með færslu á Facebook, Fótbolti.net fjallaði um það og sagði frá því að hann væri á leið í Þrótt. Samningsviðræðurnar voru komnar langt.
Á föstudagskvöld benti allt til þess að hann væri á leið til Þróttar. Njarðvík kvaddi hann með færslu á Facebook, Fótbolti.net fjallaði um það og sagði frá því að hann væri á leið í Þrótt. Samningsviðræðurnar voru komnar langt.
Samkvæmt heimildum Fótbolta.net var hann með samkomulag við Þrótt og planið var að hann myndi skrifa undir á mánudag, en ekkert varð úr því.
Hugur Arons leitaði í Bestu deildina, þangað langaði hann og hann hefur fengið samningstilboð frá Víkingi. Samkvæmt heimildum Fótbolta.net er hann á leiðinni í Víkina.
Víkingur hefur verið í markmannsleit eftir að Pálmi Rafn Arinbjörnsson óskaði eftir að fá að fara í ótímabundið leyfi frá fótbolta og lagði hanskana á hilluna.
Athugasemdir


