Liverpool og Man Utd skoða Kolo Muani - Rashford of dýr fyrir PSG - Tekur Heitinga við WBA?
   fim 26. maí 2022 20:45
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Markið af 30-40 metrum - „Finnst þetta stundum vera kjánaskapur"
Anton Ari Einarsson.
Anton Ari Einarsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Núna var að hefjast seinni hálfleikur í stórleik Breiðabliks og Vals í Mjólkurbikar karla. Fyrri hálfleikurinn var einstaklega góð skemmtun og staðan 2-2 að honum loknum.

Lestu um leikinn: Breiðablik 6 -  2 Valur

Annað mark Vals vakti nokkra athygli því þá skoraði Tryggvi Hrafn Haraldsson af 30-40 metra færi.

„Oliver á hræðilega sendingu til baka á Viktor og Tryggvi Hrafn nær til boltans og setur hann yfir Anton Ara sem var mættur alltof langt út úr marki sínu," skrifaði Anton Freyr Jónsson í beinni textalýsingu frá leiknum.

Umræða var um markið í hálfleik á RÚV. „Þetta er fórnarkostnaður. Þeir vilja hafa hann svona framarlega. Við sáum tvo aðra slíka möguleika. Stundum bítur karma menn í rassgatið. Manni finnst þetta stundum vera kjánaskapur," sagði Logi Ólafsson.

Það er hluti af leikstíl Blika að hafa Anton, markvörð liðsins, framarlega á vellinum til þess að taka þátt í spili.

„Við höfum tekið afburða vondar ákvarðanir. Ef við hættum því, þá erum við í góðum málum," sagði Halldór Árnason, aðstoðarþjálfari Blika, við RÚV í hálfleik og var hann þá líklega að vísa eitthvað til þess sem gerðist í aðdraganda seinna marks Vals.
Athugasemdir
banner
banner
banner