Skagamaðurinn Arnór Sigurðsson skoraði sigurmark Blackburn Rovers gegn Oxford í ensku Championship-deildinni um helgina. Hann kom inn af bekknum og gerði gæfumuninn.
John Eustace stjóri Blackburn hlóð íslenska landsliðsmanninn lofi eftir leikinn.
„Siggy gekk í gegnum erfiðan tíma tíma. Hann meiddist í lok síðasta tímabils, missti af stórum hluta tímabilsins. Hann sneri aftur, átti aðeins nokkra leiki á undirbúningstímabilinu og hefur þurft að vera þolinmóður," segir Eustace.
„Hann hefur æft mjög vel, hann stóð sig vel gegn í Stockport í bikarnum. Hann hefur sannað að hann getur skorað á þessu stigi. Mér fannst tölur hans á síðasta tímabili, fimm mörk og fjórar stoðsendingar í fyrra, vera mjög góðar svo ég er ánægður með að hann er kominn til baka og skoraði sigurmarkið í dag."
„Við vitum að hann getur ráðið úrslitum fyrir okkur. Siggy er virkilega góður náungi, mikill fagmaður sem er gott að vinna með og þessi stund í dag var stórkostleg."
Hér að neðan má sjá viðtal við Arnór sjálfan eftir leikinn.
„Ég vildi koma inn og hafa áhrif og það tókst. Það er gott að ná þremur stigum," segir Arnór meðal annars.
John Eustace stjóri Blackburn hlóð íslenska landsliðsmanninn lofi eftir leikinn.
„Siggy gekk í gegnum erfiðan tíma tíma. Hann meiddist í lok síðasta tímabils, missti af stórum hluta tímabilsins. Hann sneri aftur, átti aðeins nokkra leiki á undirbúningstímabilinu og hefur þurft að vera þolinmóður," segir Eustace.
„Hann hefur æft mjög vel, hann stóð sig vel gegn í Stockport í bikarnum. Hann hefur sannað að hann getur skorað á þessu stigi. Mér fannst tölur hans á síðasta tímabili, fimm mörk og fjórar stoðsendingar í fyrra, vera mjög góðar svo ég er ánægður með að hann er kominn til baka og skoraði sigurmarkið í dag."
„Við vitum að hann getur ráðið úrslitum fyrir okkur. Siggy er virkilega góður náungi, mikill fagmaður sem er gott að vinna með og þessi stund í dag var stórkostleg."
Hér að neðan má sjá viðtal við Arnór sjálfan eftir leikinn.
„Ég vildi koma inn og hafa áhrif og það tókst. Það er gott að ná þremur stigum," segir Arnór meðal annars.
Athugasemdir