
Landsliðskonan Sandra María Jessen, fyrirliði Þórs/KA, er á leið út í atvinnumennsku. Hún var besti og markahæsti leikmaður Bestu deildarinnar á síðasta tímabili.
Samkvæmt heimildum Fótbolta.net er um spennandi tækifæri að ræða og verður hún tilkynnt hjá nýju félagi á fimmtudag. Ekki hafa fengist upplýsingar um land eða félag. Allt er frágengið nema læknisskoðun og svo verður sóknarmaðurinn tilkynnt hjá nýju félagi.
Samkvæmt heimildum Fótbolta.net er um spennandi tækifæri að ræða og verður hún tilkynnt hjá nýju félagi á fimmtudag. Ekki hafa fengist upplýsingar um land eða félag. Allt er frágengið nema læknisskoðun og svo verður sóknarmaðurinn tilkynnt hjá nýju félagi.
Sandra María er þrítug og hefur á sínum ferli leikið með Bayer Leverkusen (2016 lán og 2019-21) og Slavía Prag (2018 lán) erlendis. Allan sinn feril á Íslandi hefur hún spilað með Þór/KA.
Hún á að baki 57 landsleiki, byrjaði alla þrjá leiki Íslands á EM í sumar og var með betri leikmönnum liðsins.
Hún hefur skorað tíu mörk í fjórtán leikjum í Bestu deildinni á þessu tímabili. Einungis Berglind Björg Þorvaldsdóttir, hjá toppliði Breiðabliks, hefur skorað fleiri mörk í deildinni.
Þór/KA er sem stendur í 5. sæti Bestu deildarinnar, þremur stigum á eftir Val sem hefur spilað leik meira og fimm stigum fyrir ofan Stjörnuna þegar fjórar umferðir eru í að deildinni verður skipt upp í efstu sex og neðstu fjögur. Næsti leikur Þórs/KA verður gegn Fram á laugardag.
Þór/KA eru að fara missa sinn besta leikmann og fyrirliða. Sandra hefur verið mjög eftirsótt eftir frammistöðu sína á EM í sumar.
— Orri Rafn Sigurdarson (@OrriRafn) August 25, 2025
Athugasemdir