Telma Ívarsdóttir, markvörður landsliðsins, segir það gott að vera í
markvarðarteymi með Völsurunum Fanneyju Ingu Birkisdóttur og Söndru Sigurðardóttur.
Telma er sjálf leikmaður Breiðabliks sem hefur verið helsti keppinautur Vals síðustu árin í Bestu deildinni. Hún segir það hins vegar engu máli skipta í hvaða félagsliðum leikmenn eru þegar þær koma í landsliðið.
markvarðarteymi með Völsurunum Fanneyju Ingu Birkisdóttur og Söndru Sigurðardóttur.
Telma er sjálf leikmaður Breiðabliks sem hefur verið helsti keppinautur Vals síðustu árin í Bestu deildinni. Hún segir það hins vegar engu máli skipta í hvaða félagsliðum leikmenn eru þegar þær koma í landsliðið.
„Mér finnst það bara æðislegt," segir Telma í samtali við Fótbolta.net um markvarðarteymið. „Þær eru báðar frábærar. Þegar maður kemur inn í landsliðið þá skiptir engu máli hvaðan þú ert að koma. Það skiptir mig engu máli."
Sandra hætti nýverið við að hætta en Telma segir það gott að vera með reynslu Söndru inn í hópnum.
„Mér finnst það mjög gott upp á það að halda taugunum á sínum stað. Hún veit hvernig þetta er. Ég er mjög ánægð að hún sé hérna og Fanney líka. Þær hafa hjálpað mér með ýmislegt; við erum að peppa hvor aðra, tala við hvor aðra og upp á að róa mann niður. Við erum allar saman í þessu sem lið. Það skiptir engu máli hver er að spila, við erum alltaf að styðja hvor aðra."
Stelpurnar okkar mæta Þýskalandi í öðrum leik sínum í Þjóðadeildinni í kvöld. Það verður spennandi verkefni fyrir okkar lið.
„Það er gríðarleg spenna í hópnum. Við ætlum auðvitað að reyna að vinna eins og í öllum öðrum leikjum. Við sjáum hvað gerist," sagði Telma en hægt er að sjá allt viðtalið í spilaranum hér fyrir neðan.
Athugasemdir