Andri Rúnar Bjarnason hefur gengið frá samningi við Stjörnuna en félagið staðfestir þetta í tilkynningu núna áðan.
Andri lék á síðasta tímabili með Vestra en hann hefur einnig leikið með BÍ/Bolungarvík, Víkingi, Grindavík, ÍBV og Val hér á Íslandi.
Andri lék á síðasta tímabili með Vestra en hann hefur einnig leikið með BÍ/Bolungarvík, Víkingi, Grindavík, ÍBV og Val hér á Íslandi.
Einnig lék Andri erlendis, en þar var hann á mála hjá Helsingborg, Esbjerg og Kaiserslautern.
Andri á að baki fimm leiki með íslenska A-Landsliðinu þar sem hann skoraði eitt mark.
„Ég er gríðarlega spenntur fyrir þessu verkefni og ákvörðunin um að ganga til liðs við Stjörnuna var mjög auðveld þar sem metnaðurinn er mikill og hópurinn sterkur. Ég hlakka mikið til þess að spila á Samsungvelli fyrir framan Silfurskeiðina og stuðningsmenn liðsins!" segir Andri Rúnar við undirskrift samningsins.
„Við bjóðum Andra hjartanlega velkominn og hlökkum til þess að sjá hann á Samsungvelli í bláu treyjunni," segir í tilkynningu Stjörnunnar.
Athugasemdir